Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 9

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 9
Jólablað Æskunnar 1940 anda þeirra tónskálda, sem enn hafa komið fram meðal vor. Sigfús hvarf nú frá laganáminu og fór að stunda tónlistina.*Aðalkennari hans var tónslcáldið August Enna. Um þetta leyti gekk Sigfús að eiga danska konu, ungfrú Valborgu Hellemann. Hún var ágætur piano-leikari og söngkona. Sigfús hafði og ágæta söngrödd. Iléldu þau hljómleika í Kaupmannahöfn og fóru í hljómleikaför víðsvegar um Noreg. A sumrin héldu þau hljómleika á ýmsum stöðum hér heima. Börn þeirra eru: Einar fiðluleikari og Elsa söngkona. Árið 1906 sest Sigfús að í Reykjavík; fóru þau hjónin að stunda einlcakennslu í pianoleik og söng og munu hafa átt all-örðugt uppdráttar fyrst í stað. En brátt fór Sigfús að kenna við ýmsa skóla. Lengst kenndi liann við Kennaraskólann og Menntaskól- ann. í ársbyrjun 1913 tók hann við dómkirkju- organleikaraembættinu af Brynjólfi Þorlákssyni. Þó að þelta væri nú atvinna Sigfúsar, er langt frá því að öll tónlistarstörf hans séu þar með talin. Hann gaf út „íslenskt söngvasafn“ með Halldóri Jónassyni. Hann var ágætlega ritfær og skrifaði margar greinar í hlöð og tímarit um söngmálefni. Söngmálablaðið „Heimir“ gaf hann út í nokkur ár með Friðriki Bjarnasyni. Sálmasöngsbók gaf hann út þrívegis. Hann samdi og gaf út margar söng- og hljómfræði-kennslubækur. Sigfús var ágætur söngstjóri. Mikið orð fór af karlakórnum „17. júni“, sem starfaði undir stjórn hans í 11 ár, og var á þeim árum aðalþátturinn í sönglifi hæj- arins. Sigfús stofnaði „Hjómsveit Reykjavíkur“ og stjórnaði henni fyrstu árin. Árið 1929 var haldið stórfenglegt norrænt söngmót í Kaupmannaliöfn. Komu þar fram kórar frá öllum Norðurlandaþjóð- unum. Sigfús stjórnaði íslenska kórnum og samdi íslenska hlutann af tónverki þvi (kantötu), sem sungið var á mótinu, er það lagið „Island“, sem mjög þykir tilkomumikið. Þetta varð hin mesta frægðarför fyrir Sigfús. Var það mál manna, að íslenski og finnski kórinn hefðu sungið best á mótinu. Sigfús var söngmálastjóri á Alþingisliá- tíðinni 1930. Á efri árum sínum stjórnaði Sigfús ágætum blönduðum kóri, er nefndist „Heimir“. Þó að Sigfús væri jafnan störfum hlaðinn, hafði hann nokkurn tíma til að semja lög, svo að eflir liann liggur mikill fjöldi tónverka. Á stúdentsár- um sínum gaf liann út fjögur einsöngslög, sem allir Islendingar kannast við: „Gígjan“, „Drauina- landið“, „Sofnar lóa“ og „Augun bláu“. Fleiri ágæt einsöngslög hefir hann samið, t. d. „Ein sit eg úti á steini“. Mörg af lcórlögum hans hafa verið við- fangsefni, svo að segja allra kóra á landinu, t. d. „Þú álfu vorrar yngsta land“, „Gröfin“, „Sjá hin ungborna tíð“, „Eg man þig“ o. fl. Önnur eru minna kunn, t. d. „Halla“, „Minningaland“. Ágætar eru þjóðlagaraddsetningar hans: „Keisari nokkur mæt- ur mann“, „Bára hlá“, „Grænlandsvísur“ o. fl. Mörg af smálögum hans þykja hreinustu perlur, t. d. „Allt fram streymir endalaust“, „Þó að kali heitur hver“, „Á Sprengisandi“, „Ofan gefur snjó á snjó“, „Vorhiminn“, „Sefur sól hjá ægi“, „Þegar vetrar- þokan grá“, „Sól er hnigin í sæ“, „Siðkvöld“, „Kvöldvers“ o. fl., o. fl. Nokkuð af verkum hans, og ekki það ómerkasta, er enn í handriti, m. a. Ivonungskantata 1927, 5 lög fyrir fiðlu og piano og margt fleira. — Hann hefir samið morgunsöngva og kvöldljóð, hann liefir kveðið kvennaslag og fánalag, hann hefir kveðið um vetur, sumar, vor og „hrímkalt haust“. Hann hefir kveðið hugljúfar vögguvísur, og liann hefir kveðið um gröfina, hvar „hærist aldrei hjarta liryggt, hvar heilög drottnar ró“. En mestur hluti laga lians er við íslensk ætt- jarðarljóð. Má einnig af því sjá, hve þjóðleg list lians er. Sigfús varð bráðkvaddur 10. mai 1939. Varð liann þjóð sinni harmdauði. Á sextugsafmæli Sigfúsar Einarssonar héldu vinir hans og aðdáendur honum fjölmennt samsæti. Voru þar margar ræður fluttar. Sigfús hélt þar ræðu og rifjaði upp nokkrar endurminningar frá fyrri dögum (eru hér að framan tilfærðir lcaflar úr þeirri ræðu). í lok ræðunnar beindi liann heil- ræðum til ungra tónlistarmanna. Honum fórust orð á þessa leið: „Ef ungur tónlistarmaður eða listamannsefni heiddi mig um að kenna sér eitthvert heilræði, sem eg hefði lært af minni reynslu, þá myndi eg segja við hann: Reyndu cið læra sem allra mest á meðan þú ert ungur. Og ef maðurinn væri efni í tónskáld, þá myndi eg jafnvel leggja ennþá meiri áherslu á þetta. Tónslcáld verða að kunna sitt handverk, ekki síður en iðnaðarmennirnir. Ef islensk tónskáld á komandi tíð fá þá mennt- un, sem þau þurfa, og „komponera“ síðan livert á þann hátt, sem þeim lætur hest — ekki aðeins með heilanum heldur og lika með hjartanu og kæra sig kollótta um alla tísku og allt, sem um þau kann að verða sagt, einnig í öðrum löndum — ]iá held eg að íslenslc tónlist eigi fyrir sér góða framtíð. — Þá má jafnvel gera sér þær glæsilegu vonir, að meðal vorrar fámennu þjóðar, fæðist á 129

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.