Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 16

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 16
Jólablað Æskunnar 1940 Vordagurinn leið að kveldi og ekkert fleira markvert bar við i Austur-bænum. Sigrún hafði engan útlendinginn ennþá séð, og mamma henn- ar hafði sagt henni, að hún þyrfti ekkert að vera hrædd, þeir ætluðu ekkert illt að gera okkur — þyrftu aðeins að fá að vera hér um tíma, af því að það væri strið í heiminum. Þetta lét hún sér nægja og sofnaði vært, eftir að hafa farið með hænirnar sinar. En alla nóttina var liana að dreyma eitt- hvað um þessa óvenjulegu atburði. Hálfur mánuður var liðinn frá þvi að enski her- inn settist að á íslandi. Sigrún litla Þorvarðardóttir var orðin því vön að sjá hermennina ganga um göturnar, ýmist i fylkingum eða fáa saman. Nú liöfðu þeir fengið sína eigin bíla með voðastóru skipi, sem kom, og óku nú i þeim fram og aftur. Sigrúnu þóttu þessir ensku bílar ljótir og spurði föður sinn um, livers vegna þeir væru málaðir svona með stórum flekkjum á bakinu. Hann sagði, að það væri gert til þess, að þeir sæjust siður úr loftinu og að þetta væri alltaf gert þegar stríð væri. Sigrún þagði og hraut lieiíann um öll þessi undur. En þegar tiún hitti jafnöldrur sínar, tóku þær und- ir eins tal saman um stríðið og sögðu margt sin á milli, þó að engin þeirra vissi eiginlega neitt um heimsviðburði tímanna, sem voru að líða. Dag nokkurn, þegar sólin skein og þrestirnir í Gróðrarstöðinni og görðunum sungu glatt, var Sig- rún litla með bróður sinn úti fyrir eldhúsgluggan- um. Móðir hennar var að steikja kleinur, og glugg- inn stóð upp á gátt. Sigrún henti marglitum bolta upp í loftið og greip hann á ný, og Sverrir litli hló að. Allt í einu skopraði holtinn út yfir múrinn og valt ofan götuna. Tveir enskir hermenn komu rétt i þessu gangandi eftir götunni, annar þeirra greip upp boltann og henti honum inn yfir til Sigrúnar, hann hafði séð, hvaðan boltinn kom. Sigrún hló og greip boltann á lofti. Yfir múrinn sá hún tvo æsku- menn, sem liorfðu til hennar og brostu svo glatt og góðlátlega, að hún gat ekki stillt sig um að lienda boltanum til þeirra á ný. Þessir hermenn voru mjög ungir, eins og margir þeirra, sem komið höfðu til Islands — þeir minntu Sigrúnu litlu á bræður hennar, og liún tók glöð á móti boltanum, þegar þeir sendu hann til hennar aftur. Þannig gekk um stund, en allt í einu tóku ensku piltarnir eftir því, að reyk eða svælu lagði út um gluggann, sem Sigrún litla stóð við. Þeir kölluðu eitthvað um það til liennar, en liún skildi það ekki. „Mamma!“ kallaði liún inn um gluggann. „Það eru tveir enskir drengir hérna úti og fóru í boltaleik við mig — æ, gefðu mér heitar kleinur lianda þeim!“ — Heitar kleinur voru 136 eitt hið allra besta, sem Sigrún bragðaði og henni fannst sjálfsagt að gefa þessum útlendu unglingum af þeim, alveg eins og leiksystkinum sinum, þegar þau voru viðstödd og mamma hennar var að steikja kleinur, uppálialdsbrauðið hennar. „Hvað — ertu komin í boltaleik við útlending- ana?“ spurði móðir hennar hvasst — og kom út að glugganum. En þegar hún sá þessi tvö unglegu and- lit yfir múrinn, var henni allri lokið og hana lang- aði eins og Sigrúnu litlu til þess að gera eitthvað fyrir þessa einmana útlendinga. „Spurðu þá, hvort að þeir vilji koma og fá kaffi og kleinur,“ sagði hún, „þeir skilja þig máske — annars nær það ekki lengra.“ Sigrún hljóp út að múrnum. „Gerið svo vel að koma og fá kaffi og kleinur hjá mömmu,“ sagði hún brosandi og beið þess að sjá, hvort að þeir vildu koma. Þeir þökkuðu fjörlega á ensku og komu inn um garðshliðið. Þeir höfðu að vísu aðeins skilið eitt orð af því, sem litla stúlkan sagði: kaffi. Það var nú annað hvort, að maður þægi kaffibolla! Og svo voru þeir dálítið forvitnir og vildu gjarnan sjá af hverju svælan stafaði, sem lagði út um gluggann. Sigrún litla fylgdi þeim inn. Þarna var allt lireint og fallegt, og í reyknum við rafstóna stóð fönguleg og góðleg kona í ljósum kjól og steikti brauð í bráðinni feiti í potti. Nú færði hún það síðasta upp úr, ýtti pottinum af heitu plötunni, setti yfir liann lok, svo að svælunni linnti og tók kaffibolla út úr skáp og setti á borðið. Svo bauð hún ensku piltunum sæti og gaf þeim lcaffi og kleinur. Þeir voru í sjöunda himni. Kaffið var ágætt og brauðið Ijúffengt og furðulegt. Þetta voru tveir menntaskóladrengir frá Suður-Englandi, vanir um- sjá og ástúð og urðu heimilisylnum liarðla fegnir. Morguninn eftir var drepið á eldhúsdyrnar hjá Guðrúnu konu Þorvarðar múrara. Sigrún litla opn- aði. Þarna voru þeir aftur komnir, Englendingarnir þeirra, og sýndust stórglaðir. Annar þeirra setti körfu á eldhúsborðið og benti Sigrúnu litlu að koma og hún lcallaði upp yfir sig af gleði, þvi að karfan var full af indælum ávöxtum. — Útlending- arnir voru að borga fyrir sig. Nú liðu nokkrir dagar og ekkert bar til tíðinda. Ensku piltarnir komu aldrei, nema að á þá væri kallað, þvi að þeir voru kurteisir og vel upp aldir. En Sigrún litla vildi helst gefa þeim kaffi á liverj- um degi, og þeir þágu alltaf boð hennar með gleði, þegar hún kom lilaupandi til þeirra og kallaði hið kæra alheimsorð: kaffi! Þá var það morgun einn, er hún fór út að aka bróður sínum, að hún sá vini sína, ensku hermenn-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.