Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 15

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 15
JólablaS Æskunnar 1940 Börn tímans. I bjartri kjallaraíbúð í einu nýja húsiiiu i Land- spítalahverfinu i Reykjavík, bjó ÞorvarSur Bergs- son múrari með eiginkonu sinni, GuSrúnu Jóns- dóttur, og fjórum börnum, þremur sonum og einni dóttur. Tveir drengjanna voru komnir á ferming- araldur og dvöldust uppi í sveit á sumrin, en telp- an, Sigrún, var átta ára og gætti yngsta bróSur síns, sem var ekki nema tæplega ársgamall. Hamingjan átti lieima á þessu fallega verkamannalieimili. StöSug atvinna, heilsa og friSur bjuggu þar innan veggja og virtust hlægja á fagurslcyggSum glugg- unum, sem sneru út aS grasgarSi, meS nýplöntuS- um rifsrunnum og reyniplöntum allt i kring út viS múrinn, er lukti um garSinn. Gluggarnir voru aS visu aSeins jafnhátt jörSunni, en þaS hafSi sina kosti. Úti fyrir einum þeirra svaf yngsti sonurinn i vagni sínum, og Sigrún litla gat hoppaS út um gluggann og inn, þegar hún þurfti aS sinna Sverri yngsta bróSur sínum, og móSir þeirra alltaf vitaS, hvað honum leið. Nú var vor, og eldri bræður Sigrúnar litlu rétt nýlega komnir upp i Borgarfjörð. ÞaS voru hálf- gerð leiðindi í henni, og sér til afþreyingar ók hún Sverri litla lengst út i borg og lcannaði nýja stigu. Einn daginn fór liún með bann fram og aftur um hinn nýja borgarliluta, Norðurmýri, og annan alla leið ofan á bryggjur, en þriðja daginn ók hún honum vestur að Landakotskirkju. Móðir hennar vandaði um þetta við hana. „Þetta máttu alls ekki gera oftar, Rúna mín, þú ert nú ekki svo stór enn- þá, að þú getir ábyrgst bróður þinn fyrir hverju sem er — já, þó að Ilelga Brands sé nú með þér. Hún er nú ekki nema tveimur árum eldri en þú. Hvað ætli þið getið svo sem varið ungbarn fyrir bílunum og öllu! Vertu nú væn, eins og áður og farðu ekki lengra en hérna um næstu göturnar — og svo suður á Öskjuhlíðina, það máttu.“ Rúna lofaði bót og betrun og lagði af langferð- irnar, og allt varð sem áður: ró og friður og leikur við litla bróður í garðinum mest allan daginn, en -samt gat Rúna ekki gert að því, að oft saknaði hún bræðra sinna og varð tiðlitið í áttina til hafnar- innar, þegar liún var stödd þar, sem hún sást. Þang- að höfðu þeir Kári og Eiður stefnt, og hún hafði fengið að fylgja þeim um borð i Laxfoss, er flutti þá upp í Borgarnes. Þaðan höfðu þeir svo farið með bílum, sinn í hvora áttina, lengst upp í Borg- arfjarðardali. Morgunn einn, þegar Sigrún litla valcnaði, lieyrði hún og sá nýbreytni mikla: Erlendar flugvélar voru á sveimi yfir borginni, óvenjumargir bilar þutu um göturnar og' hún heyrði sagt, að Englendingar væru komnir og hefðu liertekið ísland. Foreldrar henn- ar voru alvarleg og töluðu fátt um þessa atburði. Sigrún litla fór að venju út með Sverri bróður sinn, en bún ók honum ekki út á götu, heldur aðeins um garðinn úti fyrir gluggunum á ibúð foreldra sinna. Og þegar hann var sofnaður, stóð hún við vagninn og leit eftir því, hvort að hún sæi ekki útlendu flugvélarnar, en þær voru horfnar og allt virtist ganga sinn vana gang, nema hvað bílarnir þutu enn óvenjulega oft og þétt um hinar breiðu og áður rólegu götur Austur-bæj arins, þar sem hún sá til, og út úr borginni. Þetta voru allt íslenskir bílar, en Sigrúnu liafði verið sagt, að í þeim væru erlendir menn, sem befðu tekið þá í þjónustu sína. 135

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.