Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 14

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 14
JólablaS Æskunnar 1940 Hvað skyldu þœr vera að tala um litlu systurnar, sem sitja þarna á steini á ströndinni? Þær eru svo ósköp alvörugefnar á svipinn. Það er þó sólbjartur síðsumardagur, og börnin hafa leikið sér glöð og áhyggjulaus, og litli bróðir er enn á valdi leiksins. En Dóra og Stína sitja í djúpum samræðum. Dóra sem er eldri, styður liönd undir kinn, og Stína starir framan i systur sína með undrun og ótta í svipnum. Þær hafa verið að tala um stríðið. Þetta hræði- lega stríð, sem nú geisar úti i stóru löndunum, sem eru svo ókunn og fjarlæg. Þar sem fólkið er limlest og drepið miskunnarlaust og engu hlíft, ekki einu sinni börnunum. Margt hafa þær heyrt um stríðið, litlu systurnar. Það liefir verið talað um það í útvarpinu, kvöld eftir kvöld. Þær hafa heyrt sagt frá stóru skipi, sem var fullt af börnum. Og skipinu var sökkt og mikill hluti barnanna fórst. Þær hafa heyrt full- orðna fólkið tala um þetta allt, fram og aftur. Og stundum, þegar börnin hafa verið löt eða heimtufrelc, hefir móðir þeirra sagt: „Þið ættuð að muna eftir, livað börnin úti í veröldinni eiga bágt, þar sem stríðið er. Þið hafið 134 nóg af öllu og eruð hjá pabba og mömmu. En aumingja börnin í stríðslöndunum, sem eru slitin burt frá foreldrum, ættingjum og átt- högum og send til ókunnugra i fjarlæg lönd! Þið ættuð að vera í sporum flóttabarnanna, sem eiga hvergi hæli!“ Og þar fram eftir götun- um. „Mamma segir, að við eigum að vera þakldát og ánægð,“ segir Dóra, „því að við eigum svo gott í sam- anburði við mörg önn- ur börn.“ „Já,“ segir Stína. „En ef þetta verður, sem þú varst að tala um áðan, að við fáum ekkert jólatré í vetur, það er voðalega leiðin- legt. Það verða engin jól, ef við fáum ekki jólatré!“ En þetta hefir Dóra heyrt, og um það hafa þær verið að tala. „Það koma líklega engin jólatré frá útlöndum í vetur. Það verður ekki hægt að flytja þau til landsins, vegna stríðsins.“ Þetta hefir Dóra heyrt einhvern segja. Og litlu systrunum finnst það óbærileg tilhugs- un, að eiga ekki von á jólatré á jólunum. En Dóra er búin að tala um þetta við mömmu sína eins og öll önnur vandamál. Og nú segir hún systur sinni, hvað mamma hefir sagt. Mamma liefir sagt, að það verði alltaf einhver ráð. „Það má smíða jólatré og mála það grænt, og svo getum við fengið lyng og vafið tréð með is- lensku lyngi og slcreytt það og kveikt á kertum. Þetta var gert þegar eg var barn. Þá komu engin jólatré frá útlöndum, en samt lcomu blessuð jólin, og allir voru glaðir og ánægðir.“ Þetta hefir mamma sagt. Og hún hefir liætt þvi við, að vissulega sé ekki allt undir skrauti og prjáli komið, því að litla jólabarnið, sem hafi gefið okkur jólin, liafi verið fátækur sveinn, sem lagður .var í jötu, og það sé auður lijartans, kær- leilcur, góðvild og sannleiksást, er mestu máli skipti. M. J.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.