Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 13

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 13
Jólablað Æskunnar 1940 mælisgjöf?“ spyr Andrés. „Hún hefir alltaf gefið okkur eitthvað á afmælisdaginn okkar!“ Katrín kreppir hnefann utan um krónuna sína. En liún segir samt: „Ef við ættum bara einhverja peninga!“ „Við eigum peninga,“ segir Andrés. Katrín kreistir krónuna fastar í lófa sínum. „En mamma sagði, að við mættum lcaupa eitthvað gott fyrir þessa peninga. Hún sagði, að við mættum eiga þá sjálf.“ Einar lítur á krónuna, sem liggur í lófa hans. Hann er viss urn, að hann getur fengið mikið góð- gæti fyrir þennan pening. * Kata horfir niður fyrir sig. Einar horfir enn á krónuna. Þau standa lengi svona, á báðum áttum. „Ætturn við ekki að kaupa afmælisgjöf handa mömmu fyrir þessa peninga?“ Það er rétt svo, að Andrés fær stunið þessu upp. Þá brosir Katrín allt í einu. „Þá verður hún mamma glöð!“ segir hún. Andrés og Katrin tóku upp peningana sína. En Einar litli fer að vola og vill ekki sleppa sinni krónu með góðu. „Vilt þú ekki gleðja mömmu?“ spyr Einar. „Mamma glöð,“ segir Einar og fær Andrési pen- inginn. En hann heldur áfram að tauta um sæl- gæti og súkkulaði. Eftir litla stund standa þau inni í búðinni innan um stórar kruldcur og glös, sem eru full af brjóst- sykri og allslconar hnossgæti. En þau standast freistinguna. Þau kaupa gjöf lianda mömmu sinni fyrir alla peningana. Og hvað skyldu þau nú hafa keypt?“ Það er stóreflis hlómvöndur úr fagurlitum pappírsblómum, sem þau kaupa. Síðan lialda þau heim glöð og létt í lundu, og setja blómvöndinn á besta stað í stofunni, þar sem mest ber á honum. Það er hásumar og jörðin öll í fegursta blómskrúði. En börnin halda sig mest inni við og hugsa ekki um annað en pappirsblómin. Og loksins kemur mamma heim. Börnin bíða með eftirvæntingu, þau hafa hjart- slátt. Þau hlakka svo til að sjá, live mamma þeirra verður glöð. „Ilvað er að tarna? Hvaðan hafa þessi blóm komið?“ var það fyrsta, sem hún sagði. — ,Þessi Ijótu gerviblóm,“ liugsaði liún, en hún sagði það ekki, því að hún sá strax á svip barnanna, að blóm- in voru frá þeim. Nú gat Katrín eklci stillt sig lengur: „Þau eru til þín, mamma. Það er afmælisgjöfin frá okkur.“ Og mamma varð vissulega glöð. Hún hafði víst sjaldan orðið glaðari. Hún lét Ijótu pappírsrósirnar itring arn ir} Sú milda dul, sem messugerð, sem minning sæt um hugann fer. — Þeir eru þarna þrir á ferð, sem þústina í fjallið ber. Sem væru svipir syndugs manns, en sorgartárið, stjarnan skær, það blgs á vegi vegfarans, er visar honum guði nær. Það tindrar þegar titrar önd. — Tregans barni áslin gaf ekka og kvöl í aðra hönd, en í hina geislastaf. Guðrún Stefánsdóttir frá I'agraskógi. standa á besta staðnum í stofunni. Henni fannst ilmurinn frá þeim sætari en nokkur rósailmur, og hún geymdi blómin lengi. Kærleikurinn frá börnunum hennar gaf vesalings pappírsblómunum hinn fegursta lit og unaðslegustu angan. Það fannst móðurinni. 133

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.