Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 12

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 12
Jólablað Æskunnar 1940 Systkinin. Andrés var átta ára gamall, Katrín sex og Einar á fjórða árinu. Þau voru systkini, og pabbi þeirra var prestur. Einliverju sinni bar svo við, að foreldrar barn- anna ætluðu í ferðalag. Þau gerðu ráð fyrir að verða að beiman í nokkra daga. Börnin relluðu mikið og vild ólm fá að fara með foreldrum sín- um, en það gat auðvitað ekki orðið. Móðirin gaf krökkunum þá nokkrar krónur, til þess að friða þau, og leyfði þeim að kaupa sér eitthvert góðgæti hjá kaupmanninum fyrir peningana. Svo sagði hún þeim að skilnaði, hvaða dag þau hjónin mundu koma heim aftur. Og börnin töldu timann, dagana og stundirnar, þangað til pabbi og mamma kæmu. Börnin eru á leiðinni til kaupmannsins, til þess að kaupa sér sælgæti. Þau vita, að í búðinni er nóg til af brjóstsykri, karamellum, súkkulaði og alls- konar dásemdum. Það kom vatn fram í munninn á Kötu litlu, þegar hún liugsaði um það, og Einar litli tautaði með sjálfum sér á sínu óskýra barnamáli: „Húkkulaði og kalamellur." „Mömmu þykir ekki vænt um, að við borðum mikið sælgæti,“ sagði Andrés, „það eyðileggur tennurnar.“ Kata: „Hún mamma er svo langt í burlu, að bún fær aldrei að vita neitt um það.“ Andrés stingur peningnum sinum í vasann. Hann liefir haldið á honum í hendinni. „Það er ljótt að vera óhlýðinn við mömmu,“ segir hann. Þau þegja um stund. Jafnvel Einar litli horfir fram fyrir sig, stórum hugsandi augum. Þá bætir Andrés við: „Munið þið ekki eftir því, að það er afmælisdagurinn hennar mömmu einmitt sama daginn og liún kemur heim?“ „Já, það er satt,“ segir Kata, sem nú man líka eftir þvi. En Einar fylgdist lítið með, en heldur áfram að masa um „brjóstsykur og húklculai“. En nú nemur Andrés staðar á veginum, og þau stansa öll. „Mamma er góð,“ hvíslar Andrés. Það birtir yfir svip Katrínar. „Já, mamma er góð.“ „Mamma e gó,“ endurtekur litli drengurinn. Þau eru öll sammála um þetta. „Ættum við ekki að gefa mömmu einhverja af- BÖRNIN: Jólasveinninn! Jóla- sveinninn! Velkominn! Velkominn! JÓLAKARLINN (kastar mæð- inni, tckur af sér húfuna og þurrk- ar sér um ennið): Komið þið nú sæl. Já, þakka ykkur fyrir. Eg heyri það, að þið bjóðið mig velkominn, þó að þið séuð búin að fá jólasnjó, jólaljós og góðgæti. Eg er nú kóm- inn með alla litlu jólasveinana jnína, því að nú eru jólin koinin. (Klappar saman lófunum og hróp- ar:) Komið, litlu jólasveinar, krökkunum leiðist að bíða, þeim finnst tíminn aldrei ætla að líða. (Jólasveinarnir koma hlaupandi. Þeir slá hring umliverfis börnin.) JÓLAKARLINN (tekur börnin sitt við lwora hönd sér): Við erum komnir langa leið, yfir höfin blá og breið, frá voldugum skógum og víðlendum nógum, úr jólatréslandinu, þar sem jólatrén gróa. JÓLASVEINARNIR: Við færuin ykkur jólatré og jólagjafir, til þess að fullkomna gleðina. DAGBJÖRT: En hvað þið eruð öll góð! Eg og litli bróðir minn er- um svo innilega þakklát fyrir, að þið komið öll, bæði Snjódrottning- in, Kertaljósaprinsinn, Krásakerl- ingin og Jólakarlinn og allar þern- urnar, sveinarnir, smámeyjarnar og jólasveinarnir. DAGUR: Þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir komuna. Nú eru jólin komin, reglulega ,skemintileg jól! JÓLAKARLINN (hátíðlega): Á bláum himins boga nú blikar stjarna slcær, er friðarboðslcap flytur og fögnuð hjörtum ljær. Og ástarkveðjur óma nú yfir jarðarból, þær gjalla glatt og hljóma: Gleðileg jól! Gleðileg jól! 132

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.