Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 20

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 20
Jólablað Æskunnar 1940 Höfundurinn mcð tveim svörtum skátadrengjum. þau verða fullorðin. Drengirnir smíða boga og örvar, alveg eins og þeir þurfa að nota seinna meir, við veiðar sinar og hernað. Þeir byggja sér kofa til þess að leika sér í, úr trjárenglum, grein- um, pálmablöðum og stráfléttum. Stóru ibúðarkof- arnir fullorðnu mannanna eru búnir til úr sama efni og á sama liátt. Krakkarnir læra líka að kveikja eld með eldbor, búa til mat, súta skinn, rista ólar og útbúa ýmsa þarfa hluti. íþróttir, leikir og störf skiptast á. En börnin verða sjálf að búa sér til alla þá hluti og öll þau áhöld, sem þau þurfa að nota. Og þau eru furðu hugkvæm og liandlagin við það. Til dæmis kunna þau að búa sér til ágæta knetti. Innst hafa þau linetu eða stein, en vefja haganlega þar utan um þykku lagi af tuslcum, ull eða basti. Knettirnir þeirra eru að vísu nokkuð þungir, en það er gott að kasta þeim og ágætt að hitta með þeim, jafnvel á löngu færi. Svörtu börnin kunna marga sömu leikina, sem við tiðkum, en auk þess kunna þau aðra leiki, sem eru óþekktir hér. Einn þeirra er að ræna bananarifjum. Það er hraustmannlegur leikur og harðleikinn, og góður fyrir harðgerða og herskáa stráka. Hver veit, nema hann gæti átt við sem einskonar þönglastríð hér á landi, með þeim breytingum, sem reynslan kann að kenna. Hann er svona: Fyrst lilaupa nokkrir berstrípaðir, eirbrúnir strálcar þangað, sem villt bananatré spretta. Þeir sníða af trjánum safaríku, stóru blöðin og fleygja þeim til jarðar. Það er ekki lengi gert fyrir stráka- hópinn, að losa ein liundrað blöð. Þegar þau eru fengin, eru blaðfletirnir skornir burtu og þeim 140 fleygt. Það eru aðeins gildu rifin, sem liggja eftir miðju blaðanna, sem nota þarf i leiknum. Einn drengjanna rekur nú hæl i jörðina, og annar bindur við hann hampflétting. Er nú ban- anablaðastönglunum staflað upp lijá hælnum og hampbandið strengt yfir hlaðann. Ilalda einir tveir drengir í bandendann, og er blaðanum þrýst sam- an með þessu og hann gerður stöðugur. Nú er gripið til hnífanna og endar blaðleggj- anna jafnaðir, svo að þeir verða allir saman eins og sléttur veggur. Nú tekur einn dregjanna við lausa endanum á hampbandinu, og er það venju- lega sá drengurinn, sem unnið hefir sigur i leikj- um þeim, er á undan hafa farið. Hann lieldur bandendanum i hægri liendi, en í vinstri hendi hefir hann blaðlegg einn mikinn, og er það vopn bans. Hann kernur sér nú sem best fyrir og strengir reipið fast, svo að hlaðinn sé þéttur og harður, því að hann á að gæta hlaðans og verja hann. Hin- um megin við hlaðann og liælinn stendur annar drengur, og er hann dómari. Aðrir leikendur raða sér upp 15 metra frá. Síðan gefur dómarinn merki um að nú byrji leikurinn. Nú ryðst allur liópurinn fram. Leikendurnir reyna, hver fyrir sig, að komast að hlaðanum, ná tökum á blaðlegg, draga hann út og ræna hon- um, ef unnt er. „Letiliaugurinn þinn, aumingja ræfillinn, fíflið þitt“, æpa þeir háðulega að varð- manninum. „Þjófar og ræningjar!“ baunar hann á þá í svarskyni. Og hann lemur þá eins og hann getur með vopni sínu. Ef hann kemur höggi á dreng, verður sá að snúa aftur í borg og bíða þar aðgerðalaus. En hinir ráðast að hlaðanum margir samtímis, koma sér saman um árásaraðferðina og reyna að villa fyrir. Hávær fagnaðaróp kveða við, ef einhverjum tekst að draga legg, þótt ekki sé nema lítið eitt út úr hlaðanum. Varðmaðurinn hamast eins og hann eigi lífið að leysa. Stundum skiptir hann um hendur, færir bandið yfir í vinstri hönd og vopnið í hægri. Nú strengir hann á bandinu eins og liann frekast getur, því að einn andstæðingur hans er að reyna að draga legg út úr hlaðanum. Svo slakar hann á aftur og slær leggina, sem dregist hafa út, inn i hlaðann aftur, eldsnöggt, með fætinum, en jafn- framt lemur hann á báða bóga og beitir öllum ráðum til að verja leggjahlaða sinn sem allra best. En liinir beita allri kænsku sinni, fimi og orku og unna lionum engrar hvíldar. Leilcurinn gengur með ofboðslegum hraða. Dóm- arinn dæmir um, hvort leikreglur eru haldnar og hegnir fyrir hrot á þeim. Það gljáir á eirbrúna

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.