Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1942, Side 4

Æskan - 01.10.1942, Side 4
ÆSKAN að einu sinni, þegar Bensi liengdi buxur af sér út til þerris, fuku þær út í sjó. Og hann heimtar krón- una af Olla fyrir þetta. Það er ekki svo lítið óhapp að missa buxur, þegar ekki eru nema einar eftir. En Olli þverneitar. „Þakkaðu fyrir, að það voru ekki einu buxurnar þínar, þá liefði komið til mála að sletta í þig krón- unni,“ segir hann. En Bensi lieldur, að Olli liljóti að skilja, að eigi maður aðeins einar buxur, hættir hann ekki á að þvo þær. Oili þverneitar að þetta slys sé krónu virði, og við það situr. ÚJIi veit ekkert meira uin mæðgurnar eftir að þær fara í land, og liann sér þær ekki framar. Kristín lieldur ferðinni áfram liið skjótasta. Egypta- land er allt öðruvísi en Úlli liafði liugsað sér, en Jiann sér ekld mikið af því, svo að það er ekki að marka. Og raunar vissi liann það, að pyi'amidarnir og sfinxinn eru ekki við liöfnina í Alexandríu. ÁTTUNDI KAFLI. Þá er komið til Port Said, köttur tekur sér ból- festu á skipinu og Friðrik segir frá hitanum á Java. Ella þykir Port Said Ijót borg og Iiávaðasöm. Þar iðar allt af æpandi og óhreinu fólki, þar á meðal Aröbum og svertingjum. En hann fær þar sendingu að heiman, hréf og höggul. Það eru mestu snúningar við að fá böggulinn afgreiddan í tollstöðinni. í honum eru föt, filmur og kíkir, og allt er þetta grandskoðað og gengur hönd úr hendi. Mamma segir í sínu hréfi, að hún þrái drenginn sinn, Palli öfundi hann af þessar dæmalausu ferð, hann er varaður vð að skemma í sér magann á þessum kryddaða, útlenda mat, minntur á að liafa dökku sólgleraugun, og svo að jnuna í öllum bænum að senda hréf frá liverjum viðkomustað, og simskeyti, ef eitthvað bæri út af. Enn stendur þar, að Lilla hafi eignazt ljómandi fallegan hvolp, og að Ekström, kennari hans í barnaskólanum, hiðji að heilsa lionum. Og Ioks skrifar pabbi: „Drekktu aldrei ósoðið vatn á landi og borðaðu ekki ávexti með hýðinu á. Vertu duglegur drengur, og verlu ekki Hanna frænda til ama, og lofaðu honum að vera i friði, þegar þú sérð að hann vill það.“ Og enn segir hann: „Það er svo undarlegt að hugsa til að vera i Eiðshólma án þín í sumar. Nú 96 kemur enginn á móti ,mér ofan á bryggju, og eng- inn rær á Sæfara á þessu sumri.“ Og nú finnur Úlli, að þúsund sinnum skemmti- legri væri þessi ferð ef pahbi væri líka, þó að auð- vitað væri ákaflega gaman að ösla um höfin með Hanna frænda á svona ágætu skipi. I Port Said kemur köttur á skipið, hefur sjálf- sagt flutt sig af einhverju öðru ski.pi á liöfninnk Hann er grár og úfinn, horaður og stóreygður. Kisa er ósköp vinalegt grey, og það er enginn vegur að losna við hana. Ekki er fyrr búið að fleygja henni á land, en hún er komin aftur mjálmandi og mal- andi. Einkum eltir hún Bensa, og hann reynir fyrst að hrekja hana frá sér, en svo bráðnar hjarta lians alveg við vinahót gráu kisu. Þess vegna er hún ein af áhöfninni, þegar skipið siglir inn í Súez- skurðinn, og innan skamms er skinnið litla orðin eftirlæti allra. „Heyrðu, Bensi,“ segir Úlli. „Það er hættulegt að liafa ketti á skipum, eins og' þú veizt. Heldurðu ekki, að við förumst, eða einliver önnur óhöpp vilj1 nú til. Alveg sérstök óhöpp á ég við?“ „Nei, ekki þegar kötturinn kemur sjálfkrafa og leitar mann uppi,“ segir Bensi ákafur. „Þá fylg11' honum heppni, hann er reglulegur gæfuköttur, einkum ef hann er grár.“ En Olli glottir meinlega, þvi að þeir eiga alltaf 1 erjum, Bensi og hann, en allt í góðu. „Jæja, þá fáum við bráðum að hlusta á katta- tvisöng," segir liann og liugsar til flautunnar. Bensi svarar þessu ekki, strýkur hara kisu og kiprar varirnar. Einu sinni er Úlli staddur frammi í hásetaklefa, Jiegar Bensi er kallaður upp á þilfar. „Taktu við kisu!“ segir hann. Hún er svo syfjuð og þykir svo golt að liggja í kjöltunni.“ ÚIli hefur aldrei þorað að snerta á ketti, en hann blygðast sín fyrir að láta Bensa vita um hugleys1 sitl og tekur við gráu hnyðrunni, en hjartslátt hef- ur hann. „Strjúktu lienni um kverkina, það þykir henn1 bezt,“ segir Bensi um leið og hann fer. Úlli gerir það, titrandi af ótla. Kisa malar. Hún mundar ekki klærnar, hítur ekki, lítur aðeins öðr*1 liverju syfjuðum, gulum augum upp til Úlla, lyg1111' þeim svo aftur og malar. Og þá er eins og einn1 byrðinni enn sé létt af honum, ekki þungri að vísu, en óþægilegri samt, þvi að kattarhræðslan hafð1 oft gert Jiann lilægilegan í systkinaliópnum. Han11 tekur varla eftir því sjálfur, en upp frá þessu el hann óhræddur við ketti. Þau verða góðir vinir> gráa kisa og liann.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.