Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1958, Page 38

Æskan - 01.11.1958, Page 38
Jólablað Æskunnar Ha ndavinnuhornið Jólagjöf handa litlu systir. Horfðu á þessa litlu brúðuvöggu. Það er létt verk fyrir ykkur að búa hana til. Þessi litla vagga er miðuð við litla brúðudúkku. Hún er búin til úr litlum pappakassa (skó- kassi er of stór) og efnisafgöngum. Fallegl er að hafa pifuna, scm rykkt er utan um kassann, í ljósum lit, blátt, blcikt eða rós- ótt. Kassinn er klæddur að innan með sams konar efni. Nota skal lím, en einnig má slinga nál eða sauma efnið á. Samskeytin á brún kassans að ofan eru hulin með bryddingum eða fallegri leggingu, sem er limd eða saumuð allt í kring. Sængurfötin í vögguna má búa til úr hvítu, eða hvaða Ijósu cfni sem er. Undirdýna er búin til í botninn og er í hana höfð bómull, einnig í sæng og kodda. Þetta getur orðið ljóm- andi lagleg vagga, ef þið vandið ykkur og liugsið um, hvað litla systir verður glöð, þcgar hún fær þessa góðu gjöf. Ef hún á nú ekki brúðu, sem er mátuleg i vögguna, þá eru þessar litlu brúðudúkkur ekki svo dýrar. Munið, að það eru ekki alltaf dýrustu og fyrirferðamestu leikföngin, sem gleðja minnstu börnin. Jólaskraut. Notaðu renning úr fallegum pappir, 18 cm langan og 9 cm breiðan, og brjótlu liann saman í miðjunni eftir endilöngn. Fáðu þér skæri og klipptu hann, eins og sýnt er efst á myndinni. Svo breiðirðu úr renningnum aftur, beygir hann i sívaln- ing og limir hann saman. Siðan styrkirðu liann með þvi að lima pappírsrenninga 1 öðrum lit efst og neðst. Hankann limirðu á með efri renningnum. Ef þú þrýstir dá- lítið ofan á körfuna, breiðir hún úr sér um miðjuna. Stjörnuhringekja. Fallcgast er að búa þessa hringekju úr bláum, rauðum eða silfurlitum pappír. Þak- ið á liringekjunni teiknið þið á þykkan pappír. Límið saman stjörnur, helzt úr silfurpappir eða rauðum gljápappir. ÍJráð- ur er festur I, og þær festar við þakið, Skemmtlleáar árímur. Það er ekki nauðsynlegt að kaupa dýrar grímur. Þú getur sjálfur húið þær til úr pappírspokum. 2. Þarna er liárið úr bómull og limt á. 3. Hattur trúðsins er úr pokaliornunum. Hann er skreyttur með dúskum úr ullar- garni. 1 u 1. Hárið er úr ullargarni. Þú saumar það við pokabotninn og greiðir það, eins og þér finnst fara bezt. 4. Þú klippir niður í pokabotninn til þess að búa til cyrun. Pokabotninn á milli þeirra límirðu saman. 174

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.