Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1965, Page 4

Æskan - 01.05.1965, Page 4
 Flugvélin, sem flytur nauðsynjar til leiðangursmanna. Þegar þarna var komið, var farið að sjá um alla birgðaflutninga til leiðangursmanna frá Keflavík. Þeir höfðu farið fram með flugvélum, en á sumrin varð að kasta pósti og mat- vælum niður í fallhlífum, því að þá var alltaf ólendandi á jakanum. Snemma í apríl bauð Upplýsinga- þjónusta Bandaríkjanna Æskunni að senda mann til nokkurra klukkutíma dvalar á íseyjunni. Vegna mikilla storma á íseyjunni dróst ferðin nokk- uð, en loks var flugveður á annan dag páska. Með í förinni voru meðal annarra fréttaritari frá sænsku dag- blaði, menn frá sænska sjónvarpinu, íslenzkir vísindamenn o. fl. Eftir nokkra lýsingu á ísstöðinni ARLIS II og sögu hennar var lagt af stað. Flogið var í norðurátt, og eftir klukkustundar flug sá niður í Skaga- fjörð. Þar mátti strax sjá ísjaka á stangli, sem þéttust svo smám saman, unz hafísbreiðan var orðin samfelld nokkru áður en komið var að íseyj- unni. Hún var umlukt þéttum hafís fimm til tíu mílur í allar áttir, og sáust skilin milli hennar og hafíssins ekki nema á stöku stað. Stöðvarbygg- ingar allar hafði fennt í kaf í storm- inum undanfarna daga, svo að ekki sáust önnur merki stöðvarinnar úr lofti en nokkrar stengur upp í loftið og svo mennirnir, sem þyrptust út, þegar flugvélin kom. Lendingin tókst vel, og brátt voru farþegar komnir út í glaða sólskin og skjannabirtu svo sterka, að erfitt var að greina nokkuð í fyrstu. Ekki sá annað en himin og snjó svo langt sem augað eygði, og sjóndeildarhringurinn var órofinn af öðru en snjóþöktum steina- hrúgum sem jakinn hafði borið með sér alla þessa löngu leið frá skrið- jöklinum á Ellesmere eyju. Farþegar voru allir orðnir svangir, en á því var fljótt ráðin bót. Póstpoka og matarbirgðum var í snatri komið fyrir á sleða, sem dráttarvél dró til aðalbyggingarinnar, en hún hýsir matskála og eldhús stöðvarinnar. Ganga þurfti niður allmörg snjóþrep til að komast niður að dyrunum. Inni fyrir gæddu menn sér á ljúffengum mat, en að því loknu gat hver maður farið um stöðina að vild og gefið sig á tal við leiðangursmenn. Við stöðina vinna nú 22 menn, og hafa aldrei áður verið þar svo margir. Sjö þeirra eru aðstoðarmenn og vinna hvers konar störf, sem til falla, en hinir eru vísindamenn, sem sinna margvíslegustu athugunum. Þeir rannsaka hafstrauma, hitastig sjávar á ýmsu dýpi, dýralíf í sjónum, hita- uppstreymi frá sjávarbotni; þar vinna jarðeðlisfræðingar, veðurfræðingar, sem einkum rannsaka neðstu loftlög- in, o. s. frv. Fátt hafa leiðangursmenn rekizt á, sem komið hefur þeim á óvart. Þeim hefur tekizt að afla sér fyllri upplýs- inga um hafstrauma á þessu svæði en áður, og ennfremur hafa þeir komizt að raun um, að hitauppstreymi frá sjávarbotni er svipað í Norður-íshaf- inu og annars staðar á jörðinni. Mjög höfðu leiðangursmenn dval- ist misjafnlega lengi á íseyjunni og þoldu líka einangrunina misjafnlega. Sumir þeirra höfðu verið þarna oft og á milli jafnvel á annarri íseyju, T 3, sem er önnur rannsóknastöð, er Bandaríkjamenn starfrækja í íshaf- inu. Sá, sem skemmst hafði dvalið á Arlis II, hafði verið þar í fjórtán daga og var orðinn viðþolslaus af óþreyju, en þorri manna undi hag sínum hið bezta. Menn höfðu ekki orðið mikils dýra- lífs varir á jakanum. Stöku sinnuto liöfðu hvítabirnir komið í heimsókn> en ekki urðu teljandi erfiðleikar af þeim sökum. Einn hafði að vísu eit£ sinn rekið höfuðið inn um glugga á eldhúsinu, og varð báðum hverft vi& bangsa og heimamönnum. í örygglS' skyni voru menn áminntir um ^ bera skotvopn, ef þeir fóru eitthva® frá stöðinni, en misbrestur var á þvl’ að menn færu að þeim ráðum 1 björtu, þótt þeir gegndu því í myrkr1- En í hverjum íbúðarskála var skyk að hafa byssu, ef mönnum yrði gert rúmrusk. Á miðju sumri 1961 brast jaki1111 í tvennt, en vísindamennirnir höfh11 . 'f) séð í tíma að hverju stefndi og kom1 öllu sínu hafurtaski yfir á anna11 helminginn. Jakinn er núna tvær m'1 ur á lengd og um það bil ein og ha míla á breidd og nær 70 feta þykk1'1 að meðaltali. ísinn er ferskvatnslS’ eins og áður segir, og hefur því ha^ izt heill svo lengi. Til dæmis lir‘ nefna, að íseyjarnar Arlis III og 1 , voru báðar úr hafís og entust ekk1 nema um það bil þrjá mánuði. Leiðangursmenn fengu með þessarl ferð þær fregnir, að ísbrjótutin11 Edisto mundi sækja þá og velflest tæki þeirra um 1. maí. Ekki vo£l1 þeir vongóðir um, að Edisto tækist að brjóta sér leið til þeirra í gegnul11 ísinn, en þetta átti samt að reyua' Þeir sögðust mundu skilja alla huS kofana eftir og jafnvel ljósavélarnal tvær, sem sjá stöðinni fyrir rafmag111 Áformað er að skilja eftir á jakanul1^ lítið senditæki, sem sendir stöðuf^ frá sér radíómerki, svo að hæg£ að fylgjast með ferðum íseyjun1111 el'tir að allir hafa yfirgefið liana- Eftir fimm klukkustunda viðs£0' jðu var þessari bráðskemmtilegu feh lokið. Æskan vill að lokum þa ,kka þeim, sem gerðu þessa ferð mögufe^ og leiðangursmönnum fyrir afb£ir hlýjar móttökur. — L.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.