Æskan - 01.05.1965, Qupperneq 28
Hinar syngjandi nunnur.
Á síðastliðnu ári varð Jagið
„Dominique“, sem hinar syngj-
andi nunnur fluttu, lieimsfrægt
á skömmum tíma. Nú stendur
til að gera kvikmynd um lif
systur Gabriellu, en það var
hún, sem stofnaði kór hinna
syngjandi nunna í ldaustur-
skóianum í litla belgíska bæn-
um Fichermont. Aðalhlutverk-
ið í væntanlegri kvikmynd
verður leikið af Debbie Reyn-
olds.
Kvillar í káli.
Kæra Æska. Getur þú ekki
frætt mig á því hverjir eru ol-
gengustu kvillar í káii og róf-
um hér á landi?
Pálfna.
Svar: Kálmaðkarnir eru lirf-
ur kálflugunnar, sem er svipuð
húsflugu að útliti. Kálflugan
verpir aðallega seinni liluta
júnimánaðar og fram i júlí. En
]>etta fer þó nokkuð eftir ár-
ferði, og flugan verpir fyrr á
jarðhitasvæðum. Hinir gráhvitu
og stuttu kálmaðkar naga sund-
ur rótarháls káljurtanna og
fleiri jurta af krossblómaætt-
inni og naga sig inn i rófur
langt fram eftir sumri. Kál-
æxlaveiki er illræmdur sveppa-
sjúkdómur, sem veldur ijótum
vörtukenndum æxlum á rótum
káls og rófna og getur ónýtt
uppskeruna með öllu. Moldin
er smituð í mörg ár. Veikin
berst einkum með káljurtum til
gróðursetningar úr sýktum
uppeldisreitum. Bórvöntun
veldur vatnsgrænum, síðar
dökkum blettum innan í róf-
um og getur gert þær óætar.
Svartrót (rótarfúi) er'algengur
sveppakvilli á ungum jurtum í
uppeldisreitum, einkum ef loft-
ið er þungt og rakt. Sniglar
naga kál og fleiri jurtir til
skemmda, einkum í vætutið.
*
Kennslubifreiðir.
Kæra Æska. Má nota allar
bifreiðir til ökukennslu? Ef svo
er ekki, þá væri gaman oð fá
það upplýst. Jón.
Svar: Eigi má nota bifreið til
ökukennslu, fyrr en bifreiða-
eftirlit ríkisins iiefur löggilt
hana. Aftan og framan á bif-
reiðinni skulu vera greinileg
Margir Iesendur blaðsins haf“
óskað eftir því að fá að sj®
mynd af Savannatrióinu, 861"
hefur sungið sig inn í hjörtu
margra landsmanna með 8*n'
um þjóðlegu lögum. Savannð'
tríóið skipa þessir ungu menn-
Björn Björnsson, Tróels Bendt'
sen, Þórir Baldursson, og bassa'
leikari þeirra er Gunnar Sií'
urðsson. Það munu nú vera “in
þrjú ár síðan tríó þetta kon*
fyrst fram, og hefur það síðnn
komið fram víða á skemmtun'
um um allt land.