Æskan - 01.04.1966, Side 17
MYND 2.
Á mynd 2 sjáið þið aðra stökkaðferð, sem er talin
sú bezta í hástökki, enda nota hana allir beztu há-
stökkvarar heimsins í dag, meðal þeirra Brumel frá
Sovétríkjunum, sem á lieimsmetið 2,28 m.
Takið vel eftir hreyfingum hástökkvarans á mynd-
inni. Hann hallar sér vel aftur um leið og hann
stekkur upp. Hægri fóturinn sveiflast kröftuglega
fram og upp og báðar hendur einnig.
Skömmu áður en fullri hæð er náð byrjar stökkv-
arinn að draga sig saman og veltir sér yfir rána.
Hann gætir þess að lyfta hnénu á stökkfætinum vel
út, svo það rekist ekki í rána á niðurleið.
Þegar þið byrjið að æfa þessa aðferð, skuluð þið
stökkva eins og drengurinn á rnynd 3. Taka aðeins
stutta atrennu, lyfta hægra hné og hægri liendi í
nppstökkinu, velta síðan yfir rána og koma niður
í sandinn á hægri hlið.
Þegar þið æfið hástökk, eigið þið ávallt að byrja
ú því að „hita upp“, eins og ég gat um í síðasta
blaði. Síðan byrjið jrið á því að æfa hástökk með
aðeins þriggja skrefa atrennu. Þá leggið þið áherzlu
ú að fá öflugt uppstökk og rétt stökklag.
Síðan hækkið þið rána þannig, að hún verði 10—
15 cm neðar en þið hafið stokkið hæst áður. Þá
lcngið þið atrennuna í 7 skref, eins og mynd 4
sýnir. Þið standið í báða fætur við merki, sem þið
gerið ykkur í hæfilegri fjarlægð frá uppstökksstaðn-
um. Ef þið stökkvið af hægra fæti, byrjar atrennan
með hægri fót fram, annars vinstri.
Fyrstu 4 skrefin eru mjúk og ekki liröð, en síð-
ustu 3 skrefin kraltmikil.
Gætið þess vel, að atrennan sé hæiilega löng og
uppstökkið ekki of langt frá ránni. Hæíilegt er að
taka sig upp um það bil 2—3 fet frá ránni. Mælið
atrennuna í fetum, þegar þið hafið fengið hana
rétta.
Æfið ykkur í að stökkva áðurnefnda hæð nokkr-
um sinnum. Hækkið síðan rána í þá hæð, senr þið
hafið stokkið hæst eða aðeins hærra. Takið aðeins
2 til 3 tilraunir við þá hæð.
Ef þið reynið mikið við að stökkva hæð, sem þið
ráðið ekki við, getið þið átt það á hættu að ofreyna
ykkur og eyðileggja stökklagið.
0=
<— KÁIH >
merki
MYND 4
Mér er ljúft að lýsa ánægju
minni yfir þeim áliuga á íþrótt-
um, sem fram kemur í þeirri
ákvörðun að stofna til keppni
meðal skólabarna í þríþraut um
land allt. Ég efast ekki um, að
kennarar og nemendur fagna
þessari nýbreytni. Það er ósk
mín, að framkvæmd þessi
heppnist vel og verði þátttak- Skúli Þorsteinsson.
endum til gagns og gleði.
MYND 3.
Skúli Þorsteinsson
form. Samb. ísl. barnakennara.