Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1966, Page 23

Æskan - 01.04.1966, Page 23
HILDUR INGA: Sumarœvintýri D ANN A Utri Þegar æsing Veigu rénaði, varð hún lémagna og titr- Jligur tór um hana. Hún irallaði sér upp að Sólrúnu eins °R sasrt barn. S()lrún klappaði henni og talaði blíðlega við hana og leyndi á allan hátt að sefa hana. ^■lsa litla kraup hjá Veigu gömlu og strauk lófunum vanga hennar. ”Ég held það sé bezt að fara með hana lieim,“ sagði sólrún. Geirmundur kinkáði kolli. „Það er eflaust bezt,“ sagði lann- Hann laut niður að Veigu og sagði þýðlega: »Veiga mín, þú skalt fara heim með Sólrúnu. Ég læt ndurnar þínar inn hérna í kvöld, svo getur þú rúið 1 ^r á nrorgun, þegar þú ert búin að jafna þig.“ ^eiga hlýddi eins og barn og staulaðist af stað heim- eiðis með stuðningi Sólrúnar. j ^ólkið kepptist við að rýja, enginn yrti á Grím og nn hélt sér í, skefjum. Honum sýndist svipurinn ekki ’GIegur á Hofsbóndanum og áræddi ekki að láta mikið 3 sér bera. ^isa litla hafði ekki íarið heim með Sólrúnu og Veigu, uun var með allan hugann hjá Veigu sinni, og að lok Ulu hafði hún enga eirð í sér lengur en hljóp heim Vlta, hvernig lienni liði. ^ sólrún sagði, að Veiga hefði fljótt róa/.t, þegar lieim °ln- °g nú væri hún sofnuð. Élsa litla trítlaði aftur niður að réttinni og sagði pabba lllum frá þessu. »hað er gott, þá jafnar hún sig bráðlega, gamla konan,“ ^®1 Geirmundur. væri ekki orðinn dauðþreyttur, og hvort hann vildi ekki f'ara heim og hvíla sig, en alltaf var svarið það sama, að hann færi ekki heim, fyrr en allt væri búið. Er þeir höfðu lokið við að stafla ullarpokunum inn í króna, settist Geirmundur á einn pokann og benti Danna að fá sér sæti á öðrum. Danni settist og hallaði bakinu upp að garðanum. Hann fann nú, að hann var orðinn dauðþreyttur og dasaður eftir allt, sem gengið hafði á þennan dag. Augun lokuðust og hann var að því kominn að sofna. „Þú ert orðinn uppgefinn, vinur minn,“ sagði Geir- mundur, „enda ertu búinn að standa þig vel í dag og hjáljra mér mikið og vel. Ef til vill ertu farinn að sjá eftir því, að þú komst hingað til mín?“ Danni opnaði augun, leit á Geinnund og svaraði ákveð- inn: „Nei, alls ekki, mér finnst rnjög gaman hérna, ég held, að mér leiðist að fara héðan í haust.“ Geirmundur brosti. „Það er dálítið, sem mig langaði til að segja við þig, góði minn, áður en við förum heim. Þú hefur verið bæði þægur og duglegur síðan þti komst í vor, og nú i dag liefur þú staðið þig sérstaklega vel, svo mig langar til að gleðja þig dálítið. Þér lízt víst mæta vel á skjótta íolaldið liennar Glettu? Það er liestur eins og þú veizt. Þú varðst fyrstur til að sjá Skjóna litla, þegar hann var nýfæddur — þti mátt eiga hann, Danni minn, og njóttu hans vel og lengi. Ég skal fóðra hann fyrir þig, mig munar ekkert um það. Ég er alltaf vel byrgur af heyjum." Danni glaðvaknaði. Hann glápti á Geirmund. „Er þér alvara? Ætlarðu að gefa mér Skjóna litla?“ »Já-“ Danni var ætíð snar að hugsa og framkvæma, og Geir- mundur hafði ekki fyrr sleppt orðinu en drengurinn stökk á fætur og rak liúsbónda sínum rembingskoss. „Þakka þér innilega fyrir. Ég skal sannarlega herða mig að hjálpa þér eins og ég get,“ sagði hann fastmæltur. Sólrún beið eftir þeirn með heitan mat, mjólk og kaifi. Danni sagði mömmu sinni frá gjöfinni, og gleði hans leyndi sér ekki. Sólrún þakkaði Geirmundi fyrir drenginn. Þegar þeir höfðu þvegið sér og borðað, bauð Danni góða nótt, og það var þreyttur en ánægður drengur, sem lagðist til hvíldar eftir vel unnið dagsverk. í‘að var langt liðið á nótt, þegar rúningi og réttarstörf- ’n var lokið á Hofi. Allt aðkomufólk var farið. Geirmundur og Danni gengu frá ullinni af Hofsfénu, 11 henni í stóra poka og báru þá síðan inn í fjárhús, ^ stoð við réttina, hlóðu pokunum í aðra króna, en Uldur Veigu gömlu voru í hinni krónni og biðu rúnings. ^largoft hafði Geirmundur spurt Danna, hvort hann Eftir að Danni var háttaður, sátu þau Sólrún og Geir- mundur þegjandi dálitla stund og horfðu á fegurð kom- andi dags. Það var tekið að elda aftur, og rísandi sól stráði rauðagulli á brúnir Djúpadalsfjallanna, þetta var yndislegur morgunn, eins og þeir gerast fegurstir, með lognkyrrð og frið, draumljúfan lindanið og angan úr jörð. 171

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.