Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1966, Blaðsíða 24

Æskan - 01.04.1966, Blaðsíða 24
LILL BABS er fædd 9. marz 1938 í Jarvso í Svíþjóð. Heimil- isfang: Sollentuba, Rosenhilis- vagen 7a, Svíþjóð. KIRK DOUGLAS er fæddur 9. desember 1916 í Bandaríkjun- um. Heimilisfang: San Ysidro Drive, Beverly Hills, USA. ELKE SOMMERS er fædd 6. nóvember 1940 í Berlín. Heim- ilisfang: Erlangen, Penzoldtsr. 5, Berlín, Þýzkalandi. PETER ALEXANDER er fædd' ur 30. júní 1926 í Vínarborg- Heimilisfang: Wien IV/126 Postfach 93, Vínarborg, Austur- ríki. D Á T A R. Margir lesendur hafa óskað eftir því að fá eitthvað að heyra um unglingahljómsveit- ina Dáta, sem hefur unnið sér vinsældir meðal unglinga á síðustu vikum. Hljóm- sveitin Dátar kom fyrst fram í júní 1965, og var klæðnaður þeirra fyrst í stað sjóliða- búningur, sem þeir hafa nú sem betur fer lagt niður, því mörgum mislíkaði það, að íslenzk unglingahljómsveit klæddist erlend- um hermannabúningi á skemmtunum ís' lenzkrar æsku. Þeir, sem skipa sveitina, eru: Rúnar Gunnarsson, sem leikur á rythma- gítar, Stefán Jóhannsson, sem leikur a trommur, Jón P. Jónsson, sem leikur a bassa og Hilmar Kristjánsson, sem leikur a sólógítar. Hljómsveitin hefur leikið inn a eina hljómplötu, sem hefur að geyma fjög- ur lög, tvö þeirra eftir Þóri Baldursson, hin af erlendum uppruna. Að undanförnu hafa Dátar leikið í Lídó í Reykjavík, og eru aðdáendur þeirra aðallega unglingar á aldrinum 15 til 18 ára. 172

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.