Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1966, Side 28

Æskan - 01.04.1966, Side 28
ÞÚRUM PÁLSÐÓTTIR: Fræösluþáttur ura heimilisstðrf. Fishtár. Fiskur er mikið notaður til matar og er bæði holl og ódýr fæða. Hann er flokkaður eftir fitumagni í feita og magra fiska. Feitu fiskarnir hafa fit- una í fiskvöðvunum en þeir mögru í lifrinni. Feitur fiskur er næringarrikari og vitamin- auðugri en magur fiskur, en hann er líka yfirleitt dýrari. Magrir fiskar innihalda nokk- uð af B-vítamínum. Feitir fisk- ar innihalda mikið af A og D- vítamínum og einnig nokkuð af B-vítaminum. Til magurra fiska teljast: Þorskur, ýsa, koli og rauð- spretta. Til feitra fiska teljast: Sild, lúða, steinbitur, rauðmagi, sil- ungur. Einkenni á góðum fiski: Fiskurinn er stinnur og fast- ur í sér, roðið gljáandi, augun útstæð og gljáandi, tálknin rauð. Sé fiskurinn skemmdur, finnst það strax á lyktinni, roðið er gljálaust, fiskurinn linur og tálknin bleik. Að hreinsa fisk: Afhausið fiskinn, skerið sund- magann úr dálkinum, og takið svörtu himnurnar úr þunnild- unum. Þvoið síðan fiskinn að utan og allt hlóðið úr dálkinum. Að flaka fisk, þorsk og ýsu: Verkið fiskinn eins og að of- an segir. Nægilegt er að þvo roðið lauslega. Flakið síðan fiskinn þannig, að skorið er bakmegin frá inn með hryggn- um. Flökin eiga að vera heilleg og sem minnst af fiski má vera eftir á dálkinum. Skerið síðan flakið úr roðinu. Byrjið við sporðinn og rennið hnífnum eftir roðinu innanverðu. Að sjóða fisk: Hitið vatnið og saltið. Skerið fiskinn í þunnar sneiðar (3 cm). Þvoið hann ekki eftir það. Leggið sneiðarnar ofan i sjóð- andi vatn og látið suðuna koma vel upp. Veiðið froðuna vel of- an af. Slökkvið á hellunni og látið fiskinn liggja í sjóðandi soðinu i 7 mínútur, áður en hann er færður upp. Margir klippa uggana af fiskinum, áð- ur en hann er soðinn. Hrogn og lifur eru mjög auð- ug af vítamínum og þvi mjög hollur matur. Hægt er að geyma fisk á margan hátt: Frystan, saltaðan, reyktan, þurrkaðan (liarðfisk- ur) og soðinn niður. Fisk má matreiða á ýmsa vegu, svo að við verðum ekki leið á honum. Hér koma fjórir fiskréttir, sem allir eru fljót- legir. SOÐINN FISKUR. 1-1% kg fiskur, 1 lítri vatn, 2-3 msk. salt, % msk. edik (því má sleppa ef fiskurinn er góður). Fiskurinn er hreinsaður og skorinn í stykki og settur i sjóðandi saltvatn. Fiskurinn siðan soðinn við hægan hita i 7 min. Munið að fiskstykkin eiga ekki að vera þykkari en 3 cm og að fiskurinn má ekki sjóða of lengi. FISKUR Á FATI. 1-1% kg ýsa, l%-2 tsk. salt, % tsk. pipar, 4 msk. brauðmylsna, 4 msk. smjörlíki, 1 dl mjólk. Fiskurinn er þveginn, hreins- aður, flakaður og roðflettur. Eldfast mót er smurt með smjörlíki og stráð brauðmylsnu. Fiskurinn skorinn í stykki og þeim raðað í mótið. Mjólkinni hellt yfir. Salti, pipar og brauð- mylsnu blandað saman og stráð yfir. Smjörlíkið sett í smábitum ofan á. Mótið látið inn í heitan ofn og bakað 20—30 mín. i miðjum ofni eða neðstu brún. FISKUR f EIGIN SOÐI. %-% kg fiskflök (roðlaus), %-% tsk. salt. Panna eða grunnur pottur er smurður með smjörlíki. Fisk- stykkjunum er raðað á pönn- una, salti stráð yfir. Pönnunni lokað með þéttu loki eða málm- pappír. Sett á minnsta straum og látið vera 20—30 mín. Borið fram á pönnunni eða pottinum með soðnum kartöflum og liráu grænmetissalati eða soðnu grænmeti. FISKFLÖK MEÐ EPLUM OG KARRÝ. %-% kg fiskflök, % tsk. karrý, 1-2 epli, %-% tsk. sall, 1-2 msk. smjörliki. Smjörliki, karrý og niðurrifh1 epli er aðeins látið hitna a pönnunni. Fiskstykkjunum cr raðað ofan á, salti stráð yfir og lokað þétt með loki. Soðið 20— 30 mín. Borið fram með soðn- um kartöflum og liráu salati. ICartöiltir. Bursta skal alla mold vand" lega af úr köldu, rennandi vatm- Séu kartöflur soðnar t. d. mc® kjöti og öðru grænmeti, crU þær flysjaðar hráar. Flysjað grænmeti, sem gey®a þarf um stund ósoðið, er lagt 1 kalt vatn eða hvolft yfir Þa® skál. Við suðuna tapa kartöflurnai allverulegu af C-vítamíni, eink' um ef þær eru soðnar án hýðlS og soðnar of lengi. Sjóða skal hæfilega mikið af kartöfluin 1 hverja máltíð, en ekki til dags- ins eða jafnvel fleiri daga’ Kartöflur tapa mestum Mu , C-vitamins, þó þær séu ekki geymdar nema nokkrar klukku- stundir eftir suðu, einkum c þær hafa verið flysjaðar. Kai' töflur eru Ijúffengastar na' soðnar. Kartöflur eru hollur og ódýr matur, sem ætti að vcra a borðum tvisvar á dag og ckM sem bragðbætir heldur sc® verulegur hluti máltíðarinnar- 176

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.