Æskan - 01.04.1966, Síða 40
LÍTLU VELTIKARLARNIR
37. Robbi skildi ekki almennilega, hver meiningin var, en Veöur-
karlinn virtist mjög ákveðinn. Hann tók Robba sér við hönd og
dró hann inn í herbergi, sem fullt var af kortum og bókum. „Verð
að gera eitthvað nú,“ tautaði liann. „Má ekki eyða tímanum til
ónýtis, get ekki skilið minn gamla vin, jólasveininn, eftir í vand-
ræðum.“ Hann opnaði stóra bók. „Hvar er nú Hnetuskógurinn?
Hm. Eg veit Jivar ég bef Kína og Cliicago og Timbuktu, en Jivar
er Hnetuskógur? A-lia, hér Jiöfum við það. Hnatt 4715. Ekki sér-
lega snjóþungt liérað. En við verðum að reyna samt.“ ■— 38. Hann
flýttí sér inn í annað herbergi, og þar sá Robbi mergð af hnatt-
líkönum. Meðan Robbi skemmti sér við að athuga hnött svolitið
nánar í sjónauka, athugaði Veðurkarlinn einn hnöttinn af öðrum.
„Nú er ég búinn að finna það,“ útskýrði hann. „Hnetuskógur er
ekki sérlega stór, eða hvað? Eg var beðinn að senda þangað djúp-
an snjó. Það verður erfitt, en ef ég gæti ekki bjargað svona málum,
væri ég ekki í þessari stöðu.“ Og síðan fór hann á undan Robba upp
járnstiga. — 39. Efst i stiganum varð Robba ljóst, að hann var i
efsta hluta byggingarinnar. Yfir lionum hvelfdist liiminninn, alveg
heiðríkur, nema á einum stað, þar sem nokkrir kringlóttir skýja-
bakkar liðu áfram í beinni röð. „Þar liöfum við þá!“ sagði Veður-
karlinn. „Fimm væntanlegir snjóstormar. t>egar ég nú veit, Jivað
Hnetuskógurinn er lítill, mundi ég halda, að þessi skýjaflóki
þarna til liægri mundi nægja. Ég sendi liann. Og þá er þínu verki
lokið, bangsi litli. Þarna er flugvélin þín. Hún befur flogið hring
eftir liring yfir okkur og aðeins beðið eftir bendingu um að sækja
þig. Ég skal kalla á hana.“
HEIIUILIS-
TRYGGING
BRLNA-
TRYGGI\G
GLER-
TRYGGING
brunabótafélaG
ÍSLAMDS
LAUGAVEGI 105
SÍMI: 24425
LITLU VELTIKARLARNIR