Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 5

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 5
rlendis er gerður nokkur greinarmunur á hinum venjulega frímerkjasafnara og þeim, sem stundar söfnunina sem eins konar vísindagrein, og eru þeir þá kallaðir frimerkja- safnarar og ,,Philatelists“ eða eins og Halldór Halldórsson pró- fessor benti mér á fyrir nokkrum árum, frímerkjafræðingar. Nú stendur til að skrifa þessar greinar fyrir frímerkjasafnara eingöngu, eða þá, er vilja kynna sér undirstöðuatriði frímerkjasöfnunar, og skulum við því reyna að sneiða hjá hinu háfræðilega og halda °kkur við grundvallaratriðin. Orðið frímerkjasafnari varð fyrst til árið 1865. Þá reyndist auð- velt að eignast öll þau frímerki, sem út höfðu verið gefin, hvað aftur á móti er ómögulegt I dag, t.d. vegna þess, að af sumum er ekki til nema eitt eintak. Strax á þessum tíma fór samt að bera é frímerkjafræðingum, kannski var það vegna þess, að svo fá J^erki var um að ræða, að hinum áköfustu nægði ekki að safna Þeirn, heldur fóru þeir einníg að kynna sér þau ofan [ kjölinn. þá fóru þegar að finnast alls konar afbrigði, tökkunarmismunur a sömu merkjum, mismunandi papplr og mismunandi vatnsmerki. Þyrsta takkamálið var prentað í Belgíu árið 1866, fyrsti frí- ^erkjaverðlistinn kom út í Frakklandi árið 1861 og fyrsta frl- ^erkjatímaritið kom út I Bretlandi 1862. Ef við athugum hliðstæðurnar hér heima, þá sjáum við, að [s- lenzkir safnarar hafa átt við ýmsa örðugleika að etja og orðið að lifa á erlendu brauði, því að fyrsti frímerkjaverðlistinn íslenzki er unninn var eitthvað hliðstætt við þá erlendu, var islenzk Frímerki, er út kom fyrst árið 1957 og íyrsta frímerkjatlmaritið kom hér út á árunum 1948—1950, Safnarinn, gefinn út af Óskari Sæmunds- syni. Nú koma aðeins tvö tímarit um frímerki út hér. Frímerki, sem þrír áhugasamir ungir safnarar standa að, og tlmarit Landssam- bands ísl. frímerkjasafnara. Mér er ekki kunnugt um, að neitt takkamál hafi verið gefið út á íslandi. Saga póstsins á íslandi Ég ætla ekki hér að fara að rekja [ löngu máli sögu íslenzku póstþjónustunnar, heldur aðeins drepa á helztu atriðin. Úr gömlum sögum munið þið vafalaust eftir, að póstþjónustan hér á landi var þannig, að menn voru beðnir að bera bréf milli bæja, sem leið áttu milli þeirra. I Mannamun Jóns Mýrdal er oft sagt frá þessu og væri ekki úr vegi fyrir unglinga að llta f þá bók, því auk þess sem hún gefur okkur hugmynd um póstsamgöngur, er hún afburða skemmtíleg. Saga póstsins og frímerkjanna 361
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.