Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 32

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 32
 SINDBAÐ sjómaBur. í m jr 8~ T-jegar Sindbað haíði iokið við frásögn sína af fjórðu ferð sinni, var mál til komið að standa upp frá borðurn og fylgdi Sindbað gesti sínum til dyra. Gaf Sindbað honum 100 gtdlpeninga og bað hann að koma til sín næsta dag á sama tíma og mat- ast með sér. „Skal ég þá segja þér frá fimmtu för minni og lofa ég því, að hún muni ekki verða viðburðasnauðari en hinar íyrri.“ Þegar allir voru seztir að snæðingi næsta dag, hóí Sindbað sögu sína á þessa leið: Ekki eirði ég hóg- lífinu lengi að þessu sinni og bjó ég skip mitt til íerðar ásamt nokkrum kaupahéðnum, sem haldnir voru söntu ferðaáráttunni og ég. Fengum við góðan byr lengi fyrst, og svo var það eftir nokkra daga, að okkur tók að langa í nýja ávexti. Sigldum við upp að gróðursælli eyðieyju og fengum þar mikinn forða af alls konar jarðargróða. Er við höfðum borið ávextina niður á báti okkar, sá einn okkar, hvar geysistórt fuglsegg lá inni í skóg- inum. Vissum við strax, að þetta mundi vera eitt af eggjum fuglsins Roks, og varaði ég félaga mína við því að snerta á egginu. En þegar þeir sáu að ungi var um það bil að brjótast út úr skurninum, greip þá veiðihugur og drápu þeir ungann með örvum. Steiktu þeir hann síðan yfir eldi og átu með góðri lyst. Síðan rerum við fram að skipinu og er við vorum nýkomnir um borð, sá skipstjórinn að langt í burtu voru tveir svartir blettir á lofti sem nálguðust óð- um. Skipaði hann svo fyrir að segl skyldu undin upp hið bráðasta, því að þessir deplar mundu vera tveir Fimmta sjóferð SINDBAÐS Rok-fuglar, líklega foreldrar ungans, sem drepinn var. Varla hafði skipið tekið skriðinn, þegar við heyrð- um ógurleg óhljóð og garg firna mikið. Fuglarnir höfðu nú séð, hvernig farið hafði um eggið og hugðu nú á hefndir. Þeir gripu heljarstór björg í fjörunni og komu svo fljúgandi með þau í klón- um og stefndu á skip vort. Við gátum ekkert að- hafzt til varnar, en ég tók það fangaráð, að binda mig fastan við stóran bjálka, sem lá á þiljum uppi. Fuglarnir slepptu klettunum úr klóm sér rétt yfir skipinu og komu þeir niður miðskipa. Allt brotn- aði þar og bramlaðist, en skipið sökk á stuttri stundu og drukknuð allir nema ég, sem flaut á trjábolnum. Eftir nokkurt volk bar mig að landi á sæbrattri eyju, en er ég komst vel upp á land, sá ég, að þetta var mjög frjósöm eyja og mátti hún kallast einn samíelldur aldingarður. Ég gekk dálítið um eyjuna og saddi hungur mitt með ávöxtum, sem þarna var gnægð af, en er hallaði að kvöldi lagðist ég niður undir tré einu og tók að hugsa um mína hagi, sem voru síður en svo glæsi- legir, þarna sem ég var aleinn á eyðieyju. Eitthvað gat ég blundað um nóttina, en er birti tók ég til við að kanna eyna betur. Eftir nokkar stund sé ég hvar gamall öldungur sat á lækjarbakka og gekk ég til 388
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.