Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 33
hans, því að ég hugði að hann mundi vera skip-
brotsmaður líkt og ég.
Þegar ég hafði heilsað honum, tók hann ekki
undir, en með bendingum gerði hann mér skiljan-
legt, að hann bæði mig að bera sig yfir lækinn, til
þess að hann gæti lesið sér þar aldini af trjánum.
Ég tók hann því upp á bak mér og öslaði með hann
yfir lækjarsprænunt.
„Nú skaltu fara af baki mér“, sagði ég svo við
hann er við vorum komnir yfir um og beygði mig
niður að jörð, svo að hann ætti léttara með að
komast niður af mér. En viti menn. Karlinn vildi
nú alls ekki fara af baki mér og hafði hann nú
krækt fótum sínum svo l'ast að hálsi mér, að mér
lá við köfnun. Ég féll um koll og vissi ekki af mér
um stund, en þegar ég rankaði við mér aftur, sat
karlinn enn sem fastast á baki mér, en hafði þó linað
hálstakið það mikið, að ég gat nú andað.
Tók karlinn nú til að berja fótum sínum í mig,
til þess að ég skyldi standa upp og er skemmst frá
því að segja, að ég neyddist til að bera þennan karl-
skratta allan daginn og beindi hann för minni milli
aldintrjánna og fékk ég ekki að stanza, nema rétt
meðan hann íékk sér ávexti að éta. Þannig gekk
þetta í nokkra daga og má geta nærri, að líðan
mín var hvergi nærri góð og stöðugt var ég að hugsa
um ráð til þess að sleppa úr klóm þessarar óíreskju.
Einn daginn fann ég stóra hnetuskurn og datt
mér í hug að brugga í henni vín handa karlinum.
Kreisti ég safa úr nokkrum klösum af vínberj-
um í hana og drakk. Lét ég svo sem nýtt fjör færð-
ist í mig við þennan drykk og þegar karl sá það
heimtaði hann með bendingum, að ég gerði svona
drykk handa honum. Gerði ég það með glöðu geði,
og skal nú farið fljótt yfir sögu.
Karlinn slokraði í sig vínið úr hnotunni og gerð-
ist brátt ölvaður. Tók hann að syngja fullum hálsi
og róa fram og aftur á baki mér. Fann ég nú að
fótatök hans linuðust og beið ég þá ekki boðanna,
heldur varpaði karlhróinu til jarðar. Gekk ég svo
frá honum að ekki mun hann leika þennan leik við
neinn framar.
Og lánið lék við mig þennan dag, því að þegar
ég kom niður til strandarinnar aftur, hitti ég rnenn
af seglskipi sem voru að ná sér í vatn og ávexti á
eyju þessari. Er ég sagði þeim af karlinum, sem not-
aði mig fyrir hest sinn sögðu þeir:
„Þú hefur þarna lent í greipum sjávar-öldungsins
og munt þú vera sá fyrsti, sem sleppur lifandi frá
honum, því að venjulega gekk hann af öllum dauð-
um, sem hann komst í kast við. Eyja þessi er ill-
ræmd vegna mannskaða þeirra, er hann hefur vald-
ið.“
Þessir sjómenn lofuðu mér að fljóta með til næstu
haínar. Þar dvaldi ég um tíma og enn lék lánið við
mig því að ég komst í félagsskap nokkurra manna,
sem söfnuðu kókoshnetum með sérstökum hætti.
Við fórum alllanga leið út í skóginn og höfðum
mikið af smásteinum í vösum okkar, en þá notuð-
um við til þess að kasta í áttina að smáöpunum, sem
sátu hátt uppi í kókospálmunum. Aparnir svöruðu
í sömu mynt með því að kasta kókoshnetum að
okkur í staðinn. Vorum við fljótir að fylla alla
poka okkar og þegar við höfðum fengið nægilega
mikið af hnetum, leigðum við okkur skip og hófum
vöruskiptaverzlun við nágrannaeyjarnar. Högnuð-
umst við vel á þessu.
Tók ég nú að hugsa um ferð heim til Bagdað, en
áður en ég bjó skip mitt til ferðar heim, tók ég
á leigu perlukafara einn, sem var mjög laginn við
að ná perlum úr skeljum á sjávarbotni. Að lokum
hafði ég fengið mjög dýrmætan farm í skip mitt, en
það hafði ég keypt fyrir ágóða af hnetusölu.
Að stuttum tíma liðnum var ég aftur heima í
minni kæru heimaborg — Bagdað — og seldi varning
minn fyrir mjög hátt verð. — Nokkurn hluta af
arðinum af verzlun minni gaf ég til fátækra í borg-
inni. Því næst ætlaði ég að sitja um kyrrt heima um
tíma, til þess að bæta mér upp þær þrautir og volk,
sem ég hafði orðið fyrir í þessari fimmtu för minni.
KHKBKHKBKBKBKBKHKBKBKHK*<HKBKHKHKHKHKHKBKHKBKHKBKHXBKBKBKBKBKBKBKBKHKHKBKBKBKHKBKBKBKBKBK
389