Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 4

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 4
Á stríðsárunum 1914—1918 var farið að smíða tiltölulega stórar sprengjuflugvélar. Ein þeirra var hin enska Vickers Vimy, sem hafði tvo 380 ha. hreyfla. Eftir stríðið vildu menn sýna fram á, að hægt væri að nota flugvélar til ferða yfir úthöfin. Hinn 14. og 15. júní árið 1919 fóru Englendingarnir Al- cock og Brown í Vickers Vimy flugvél fyrsta viðkomulausa Atlantshafsflugið. Sama ár flugu tveir enskir flugmenn, bræðurnir Ross og Keith Smith, í Vickers Vimy tví- vængju frá Englandi til Ástralíu. starfa hér á landi á okkar mælikvarða tvö stór flugfélög, sem halda uppi tíðum ferð- um milli staða innan lands og milli landa. Við eru ekki lengur einangruð þjóð. Land okkar liggur nú um þjóðbraut þvera. Ómet- anlegt er, hvílíkur ávinningur það er okkur, bæði viðskiptalega og menningarlega. Sá árangur, sem við (slendingar höfum náð í flugmálum, er afleiðing mikils og óeigin- gjarns starfs frumkvöðlanna og dugnaðar og trúar þeirra, er síðar lögðu hönd á plóg- inn. En varast skyldu menn að álíta flug- mál okkar komin heil í höfn. Smæð þjóðar- innar gerir okkur baráttuna að sumu leyti erfiðari, og risarnir á alþjóðaflugleiðum gerast æ umsvifameiri. Á 50 ára afmæli flugs á Islandi á ég þá ósk bezta, að þjóðin haldi svo á málum, að um alla framtíð fljúgi fslenzkir menn fs- lenzkum flugvélum milli landa og innan lands. Sagan kennir oss, hvernig fer, þegar samgöngumálin komast í eriendar hendur. Flugvélar voru geysimikið notaðar f fyrri heimsstyrjöldinni, 1914—1918, og þá kom fram mikill fjöldi nýrra gerða. Ein slfk var Ella Fitzgerald Ameríska jazz- og dægurlaga- söngkonan Ella Fitzgerald hefur lengi verið talin meðal fremstu söngkvenna heimsins. Er hún kom fyrst fram opinberlega 16 ára að aldri, vann hún verðlaun á sam- komu, þar sem nýliðar með sér- staka hæfileika reyndu sig. Hljóm- sveitarstjórinn Chick Webb var meðal áheyrenda, og hann bauð Ellu að starfa með hljómsveit hans. Áður en hann lét hana koma fram og syngja með hljómsveitinni, kenndi hann henni og leiðbeindi vandlega. Þegar hann taldi hana nægilega vel undirbúna, lét hann hana syngja með hljómsveitinni. Innan eins árs var hún mest um- talaða söngkonan í tónlistarheim- inum. Ella Fitzgerald starfaði áfram með hljómsveit Chicks Webbs, þar til hann lézt fimm árum síðar. Chick Webb mat Ellu svo mikils, að hann fól henni stjórn hljóm- sveitarinnar eftir sinn dag. Hún hélt hljómsveitinni saman um eins árs skeið, þar til hún sjálf fór að starfa sjálfstætt. Að undanskildum þeim leiðbeiningum, sem Ella Fitzgerald fékk hjá Chick Webb, hefur hún ekki notið verulegrar tilsagnar í söngtækni og raddbeitingu. Hins vegar eru fáar söngkonur, sem jafnast á við hana að því er snert- ir hljómfall og hljómfegurð radd- arinnar. Frá árinu 1946 hefur Ella Fitz- gerald farið árlega hljómleikaför um Bandaríkin, Evrópu og Japan með hljómsveitinni „Jazz at the Philharmonic“ í New York. Hún hefur sungið í öllum hljómleika- sölum og næturklúbbum Banda- rikjanna og Kanada og á miklum vinsældum að fagna í Evrópu. Þegar hún er ekki á ferðalegi lifir hún kyrrlátu lífi á fallegu heimili sínu í Beverly Hills í Kaliforniu. Sonur hennar Ray Brown yngri, sem er 16 ára að aldri, leikur á trommur með skólahljómsveit þar. hin þýzka einsætis orustuflugvél, Fokker D VII, sem kom fram í stríðslokin. Þessi vél var byggð af hollenzka flugvélasmiðn- um Anthony Fokker, sem þá starfaði I Þýzkalandi. Fokker D VII var fyrsta ílug- vélin með hinn svokallaða þykka burðar- væng, það er að segja, vængurinn var gerður stífur innan frá. Þessi stórmerka nýjung losaði ílugvélarnar við víra þá og stoðir, sem svo einkenndu flugvélar þessa tíma. 360
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.