Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 55

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 55
141. HEIÐA er harðánægð með nýja heimilið sitt. Þegar Pétur kemur í heimsókn tekur hún hann sér við hönd og sýnir honum alla dýrðina. Fyrst sýnir hún honum herbergið sitt, svo stóra eldhúsið og litiu stofuna hans afa. Þau ganga út úr stofunni: „Þetta ætlum við ekki að nota, svo að það gerir ekkert til, þó að rúður vanti hér í fallegu bogagluggana,“ segir Heiða. „En sjáðu, hve fagurlega vafningsviðurinn vindur sig kringum hann.“ — 142. „OG sjáðu hérna,“ segir Heiða, þegar þau koma inn í næsta herbergi. „Sjáðu fallegu súlurnar, sem bera hvolfþakið. Afi heldur, að það hafi verið bænahús. Þetta hefur einhvern tíma verið mjög fínt hús, heldur þú það ekki, Pétur? Afi hefur stráð hér hálmi á gólfið, því að hér eiga geitur okkar að vera til húsa.“ Þær liggja nú hér í hálminum og jórtra ánægðar á svipinn. 143. PÉTUR rennir sér í loftköstum með skólatöskuna á bakinu, en hann stanzar ekki hjá skól- anum, heldur lætur sig renna alla leið niður i dalinn. Þegar þangað kemur, sér hann, að hann verður enn einu sinni of seinn í skólann. Hann skrópar. Á heimleiðinni kemur hann við i skól- anum og fylgir Heiðu heim. Þegar afi heyrir, að Pétur hefur skrópað, nær hann ekki upp í nefið á sér, svo reiður er hann: „Hvað gerir þú, þegar geiturnar hlýða þér ekki?“ „Hirti þær,“ svarar Pétur. „Þá verður víst líka að hirta óhlýðna drengi," heldur afi áfram. „Næst þegar þú skrópar, skalt þú koma til mín og fá ráðningu þá, sem þér ber.“ — 144. HEIÐA fær að fara með Pétri í heimsókn til ömmu. Heiða er í hlýju kápunni frá Klöru. Hún segir Pétri heil ósköp um geiturnar og nýja húsið, en Pétur hlustar alls ekki á hana. Hann er að hugsa um ráðninguna, sem hann á í vændum, ef hann skrópar aftur í skólanum. „Betra er nú fyrir mig að sækja skól- ann, heldur en að sækja til afa það, sem hann var að tala um,“ segir Pétur stuttur í spuna. „Þetta er rétt af þér, Pétur,“ segir Heiða. Hin fræga enska poppsöng- kona, Lule, giftist nýlega hinum heimsfræga hljómlistarmanni ^aurice Gee, en hann er einn úr hinni frægu hljómsveit Bee Gees. Myndin sýnir brúðhjónin, er þau koma úr kirkju eftir brúðkaupið. JUDY GARLAND Söng- og leikkonan heims- ,r®9a, Judy Garland, lézt í L°ndon 22. júní s.l. Hún var fædd í Minnesota 10. júní árið 1923. Judy Garland var aðeins þriggja ára, þegar hún kom fyrst fram opinberlega. Hún lék f um 40 kvikmyndum, þeirri fyrstu 1935, þegar hún var 13 ára. Skömmu eftir 1950 neydd- ist hún.til að hætta kvikmynda- leik vegna heilsuleysis, en hélt áfram að syngja, hvenær sem tækifæri gafst. Gekk það hálf illa, þvf að hún varð oft að af- lýsa söngskemmtunum vegna veikinda. Síðasti eiginmaður Judy Garland var Mickey Deans, og var hann fimmti eiginmaður leikkonunnar. 411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.