Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 6
Höfðingjar og heldri menn sendu sveina sina með bréf til
þeirra, er þeir þurftu að skrifa og beið þá sendiboðinn eftir svari,
en hinir er miður voru efnaðir urðu að biðja þá, er voru á ferð
hvort sem var, að taka fyrir sig bréfin. Lentu þau því oft í misjafnra
manna höndum og komust þá upp mörg leyndarmálin, sem enginn
átti að fá að vita.
Þegar svo almenn póstþjónusta komst á laggirnar tóku við
póstar, sem fluttu bréfin, oft við hin hörmulegustu skilyrði.
Urðu þeir stundum að fara í hríðarveðrum fótgangandi á vetrum,
eða þá á hestum. Fórst þá stundum bæði maður og hestur í stór-
ám landsins, eða urðu úti í hríðinni. Eru margar hetjusögur til frá
störfum póstanna og er bókin Söguþættir landpóstanna allgóð
heimild um það, sem þá skeði. Þegar svo ný samgöngutæki tóku
við með tækniþróuninni, fékk loks þessi stétt manna langþráða
hvíld frá störfum.
Saga frímerkisins
Póstþjónustan er í rauninni mun eldri en saga frímerkisins, því
að saga þess hefst, er Sir Rowland Hill fær hugmyndina, er kem-
ur brezku póstþjónustunni til að gefa út hið fyrsta frímerki, er sög-
ur fara af, „Penny Black“, eins og það er kallað, eða frímerki,
sem hafði verðgildið eitt penny, var svart að lit og bar mynd
drottningarinnar.
Um hinn sögulega atburð, sem átti sér stað 1. maí 1840, skrif-
ar Sir Rowland í dagbók sína. ,,Fór á fætur klukkan átta. Frímerki
til almennra nota kom út í dag í London. Mikil þvaga við frí-
merkjasöluna.“ Vart er hægt fyrir sjálfan höfund hugmyndarinnar
að geta hennar í hógværari orðum í dagbók sinni.
Þannig var fyrsta frímerkinu fagnað, engu síður en safnarar í
dag fagna hverju nýju frímerki, sem út kemur. Þó voru engar sér-
stakar fyrstadagsstimplanir þá, enda eru þessi fyrstu frímerki rán-
dýr finnist þau stimpluð á fyrsta degi.
Þetta var sem sagt fyrsta opinbera frímerkið, sem út kom.
Gefið út af póststjórn ríkisins til auðveldunar á starfi póstþjón-
ustunnar.
En aðrir höfðu á undan farið. 1653 stofnar maður að nafni M. de
VHIayer einkapóst með frímerkjum. Þetta var í París og áttu frí-
merkin að notast sem burðargjaldsgreiðsla á þann póst, er hann
lét flytja.
Ýmsir fleiri tóku þetta upp og nægir að nefna Sardiníuhestana,
sem prentaðir voru á bréfsefnapappír. Giltu þeír sem bu'rðargjald
fyrir bréf á Sardiníu og voru með mismunandi verðgildum.
1838 gaf Nýja Suður Wales í Ástralíu út sérstök bréfsefni með
íyrirfram greiddu burðargjaldi.
Þróun póstþjónustunnar
En hin almenna póstþjónusta átti eftir að þróast og taka miklum
stakkaskiptum, áður en heimskerfi, sem dygði yrði upp fundið.
Því var oft allerfitt að senda bréf og aðrar sendingar milli landa,
nema þau hefðu með sér sérstakan samning þar um.
Þýzkur póstmeistari, að nafni Heinrich v. Stephan, var einn
duglegasti baráttumaður þess, að tekið var upp varanlegt skipu-
lag þessara mála. Hann barðist fyrir því, að Alþjóðapóstsambandið
var stofnað með aðild rúmlega 20 ríkja í Bern. Þetta skeði 9.
október 1874. Þótt ekki væru þátttökuríkin fleiri til að byrja með,
fór samt svo, að ný bættust ört í hópinn. Svo er nú komið, að fá
eða engin sjálfstæð ríki standa utan sambandsins.
Þessi atburður átti sér stað rúmum tveim árum síðar en skipu-
lagðir póstflutningar hófust á islandi.
Nú leiddi hvað af öðru. Póstur og Sími sameinuðust, almenn
frímerkjaútgáfa hófst og verulegt lag fór þannig að komast á við-
skipti þjóða í millum, bréfleg og með skeytum og símtölum.
Hvað er þá frímerkið?
Nú erum við þá komin að því að skilgreina frímerkið sjálft.
Það er upphaflega aðeins kvittun send viðtakanda póstsend-
ingar, íyrir því, að sendandinn hafi greitt burðargjald sendingar-
innar fyrirfram.
Því var það, að merkin voru í fyrstu afar einföld. Þau báru ýmist
skjaldarmerki viðkomandi ríkis og verðgildið á framhlið merkis-
ins, þó voru líka mörg, sem voru með mynd viðkomandi þjóð-
höfðingja.
Fljótt tóku viðkomandi yfirvöld eftir því, að nota mátti merkin
í margs konar auglýsingastarfsemi. Þau fóru því að láta prenta
alls konar myndir á merkin sem landkynningu, eða þá sem minntu
á liðna atburði i sögu þjóðanna, merka menn o.fl. Nú er svo komið.
að hvert og eitt land sér sóma sinn í því að hafa merkin, sem
gefin eru út, sern fallegust og mest aðlaðandi fyrir frímerkjasafn-
arann, auk þess sem kappkostað er að láta þau hafa sem mest
listgildi og auglýsingagildi fyrir landið og þjóðina, er það byggir.
Frímerkið er þvi lika söguleg heimild, sem endurvekur hjá okk-
ur minningar um liðinn tíma í sögu landsins okkar, segir jafnvel
frá atburðum, sem eru að gerast (rafvæðingu landsins) og svo
mörgu öðru. Þetta allt verðum við að hafa f huga, þegar við
söfnum frimerkjum til að fá þess að fullu notið.
Þá eru frímerkin síðast en ekki sízt verðmæti, sem okkur ber að
fara með, eins og við hefðum fjármuni á millum handanna.
Sigurður H. Þorsteinsson.
362