Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 14

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 14
LOA litla landnemi ----- Saga frá Nýja-lslandi - 2. Fyrstu jólin Þau voru nú í'remur fábreytt, fyrstu jól landnemanna ís- lenzku í bjálkakofanum, vestur í miðju Manitoba. Kuldinn og snjórinn voru enn meiri en heima á gamla íslandi, en þau vönd- ust því smátt og smátt. Nógur var eldiviðurinn í grennd við kofann, svo að ekki var þörf að deyja úr kulda inni í liúsinu. Svo komu nú blessuð jólin þar eins og annars staðar og þau héldu sínum siðum heiman frá íslandi, eins og allir hinir ís- lendingarnir í byggðinni og héldu jólin á íslenzka vísu, með laufabrauði og hangikjöti, rúsínugraut o. s. frv. Jólagjafir Lóu og systra hennar voru rauðir kjólar úr íslenzku vaðmáli, sem mamma hafði komið með að heiman, og vel þæfðir sauðsvartir ullarsokkar, og litlu systurnar voru fullt eins sælar með nýju fötin sín og jólakertin eins og telpurnar eru núna í silkikjól- unum og með dýru leikföngin. Því að eins og þið vitið, er ekki mest undir því komið, hve dýr gjöfin er, heldur hinu, með hvernig hug er tekið á móti henni og hvernig hún uppfyllir þarfir þess, sem þiggur. Svo var jólaguðspjallið lesið og sálmar sungnir og hugsað heim til íslands og ættingjanna heima, og öllum óskað gleði- legra jóla. Síðan sofnuðu þau öll í sælum friði fyrstu jólanæt- urinnar í bjálkakofa úti í miðjum skógum Kanada, undir stirndum, dökkbláum næturhimni og flugu á vængjum draum- anna heim í dalinn langt í norðaustri, heim til ástkæru átt- haganna á íslandi. +--------------——-------■——■—+ Margir eru þeir orðnir vísinda- og uppfinningamennirnir, sem brotið hafa heilann um það, hvort unnt sé að smíða vél, sem „gengi fyrir sjálfri sér“, þ. e. a. s. vél, sem ekki þyrfti kraft frá öðru en sjálfri sér til þess að hreyfast. Engum hefur tekist þetta fullkom- lega enn sem komið er og er viðfangs- efni þetta talið óleysandi. Að visu hafa verið gerðar smá vélar, sem geta snú- izt „af sjálfu sér,“ en hagnýtur árang- ur er enginn af jteim, því að þær geta ekki látið í té afgangsorku, sem mætti J)á nytja til að hreyfa eitthvað. Eilífðarvél { Hér kemur mynd af einni slíkri eilífðarvél og skulum við athuga gerð hennar. Þessi vél er nú eiginlega bara leikfang og hún snýst afar hægt, en hreyfist þó, það er staðreynd, svo framarlega sem hún er rétt smíðuð. Ef þið eigið gamla grammófón- plötu, sem er 25 sentimetrar í Jtver- mál, þá er hægt að nota hana í skíf- una. (Sjá mynd 1.) Hér er átt við gömlu tegundina af plötum þessum, sem auðveldlega brotnar, ef hún dett- ur niður á gólfið: Auðvitað verðið júð að fá leyfi hjá mömmu og pabba til J^ess að nota plötuna í þessa vél, því að ef til vill er á henni söngur Péturs Jónssonar eða Sigurðar Skag- fields. En sem sagt, ef platan er orð- in einskis verði sem söngplata, þá er hún ágæt í eilífðarvélina. 370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.