Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1970, Blaðsíða 17

Æskan - 01.05.1970, Blaðsíða 17
Hvers vegna lækkar áfengiö l'kamshitann verulega í stað þess að auka hann? Rökin lyrir því eru þessi: Við neyzlu áferigis lamast þær taugar, s©m stjórna hringvöðvum háræðanna, og Því meir sem meira er drukkið. Blóðið streymir því óhindrað til húðarinnar, og hitatapið verður mikið. Blóðið kólnar þá oft meira en hollt er. Þetta kalda blóð sheymir síðan út um allan Kkamann, og tíkamshitinn lækkar meir og meir. Húðin siálf er aftur mun heitari en venjulega, og t>að veldur þeirri skynvillu, að mönnum tinnst áfengið verma og hita, þótt líkams- hitinn sé stöðugt að lækka. Það kemur fil af því, að hvergi nema í húðinni eru tauga- trurnur, sem flytja hita- og kuldaáhrif til heilans. Venjulega verðum við þess vör, þegar °kkur kólnar. Þá reynum við annað hvort klæða okkur betur til að halda betur að okkur líkamshitanum eða reynum að auka hitann með meiri hreyfingu og með t>ví að drekka heita drykki. Neyzla áfengis hefur því við slík tæki- fœri tvöíalda hættu í för með sér: 1- Hún lækkar líkamshitann með óeðlilega niikilli útgufun, og 2- hún villir jafnframt um fyrir mönnum, svo að þeir verða þess ekki varir, að likaminn er að kólna. Neyzla áfengis hefur þvf oft valdið of- kæiingu og sjúkdómum, og margir menn hafa dáið úr kulda hennar vegna. l’yrir framan þær leidclust þær Hulda og Dóra, en Siggi bróðir þeirra hoppaði á undan. Sunnudagskyrrð og helgi ríkti yfir öllu. Sólin skein frá bláum himni á grænt trjálimið og grasið á vegarkantinum, rauð, gul og blá blóm brostu þar við augum litlu systkinanna. „Eigurn við ekki að taka eitt lag?“ sagði Lóa. „Jú, jú, við skulum syngja,“ sögðu hin öll í kór. „Hvað eigum við áö syngja, Lóa?“ bætti Hulda við. „Við skulum syngja fyrst: ,,Á dýrðarskeiði", lagið, sem við lærðum síðast í skólanum," svaraði Lóa. Svo byrjuðu þau c'il 1 að syngja þetta fallega lag, meira að segja tvíraddað, því að Lóa kunni milliröddina í því. Hún lærði alltaf bæði lagið og milliröddina í skólanum. Jafnvel Begga Iitla tók undir lagið, þó að hún væri ekki alveg viss í vísunni. Fimm barnaraddir hljómuðu samstilltar um skctginn, og Jtau gengu eftir hljóðfalli söngsins: „Á dýrðarskeið hefst dagsól heið, um dalina ljómar og fjöll, ó morgunn skær, ó, skógarblær, í skínandi sólarhöll. Með söngvahljóð um heimsins slcið vér höldurn, og mark er ei sett, af stað í stað og hver veit hvað, með hjörtun svo frjáls og svo létt.“ (Stgr. Th.) Allt í einu nam Lóa staðar, rétt í Jjví að söngnum var lokið og Jcei'aði út í loítið. „Bíðið þið, krakkar, ég linn lykt af Jtyrnirós," kallaði hún til hinna, sem á undan fóru. Þau komu til Lóu og námu staðar. Lóa gekk á' unclan út aí götunni og inn á milli trjánna. Skammt frá veginum rakst luin á þyrnirósarrunna, sem stóð al- settur rauðbleikum blómum, sem sendu frá sér sterka og ilntandi angan. Lóa hafði fundið ilminn og gekk á hann. Hún var vön Jrví að finna Jjyrnirósir í skóginum á lyktinni. Þegar þau höfðu dáðst stundarkorn að þessari fögru sjón, hélclu börnin áfram lengra inn í skóginn. Nú fóru Jiau að líta olan í skógarsvörðinn fyrir fótum sér og gæta að, hvort Jrau fyndu engin jarðarberin. Brátt fóru Jtau að tína þessi gómsætu, fagurrauðu ber, sem J>au sáu glitta í til og frá um skógarsvörðinn. Þau kepptust við að tína og leita uppi berjabletti, og voru komin nokkuð langt inn í skóginn. Lóa gætti Jress að setja á sig, í hvaða átt skógargatan var frá þeim, svo að hún gæti alltaf ratað á hana aftur. Þegar Jiau voru langt komin að fylla boxin, kom Jiieim saman um að setjast niður og fá sér bita af nestinu. Þau sátu þarna stundarkorn og borðuðu, sum sátu í grasinu, en önnur hölðu fundið sér trjástolna og sátu á Jreim eins og stólum. Framhald. 285
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.