Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1970, Side 26

Æskan - 01.05.1970, Side 26
Hæðin gamanmynd um enskan sérvitr- ing, sem leikinn er af Peter Sellers. Sir Guy Grand tekur lögin í sinar hendur og grefur undan öllum félagslegum venjum. Sir Guy er auðugur maður, og hann notar auð sinn til þess að berjast gegn „snobbi“, illsku og valdastofnunum ]>jóð- féiagsins og gera þær að athlægi. f )>ess- um tilgangi gerir liann ungan í'læking að kjörsyni sínum og samstarfsmanni. Youngman Grand (Ringo Starr), eins og fiækingurinn verður nefndur, tekur þátt i þessu af iífi og sál. Þeir, sem vilja hafa gamanið dálítið af- káralegt, skemmta sér konunglega, er þeir sjá þessa mynd, en annars hefur hún hlot- ið nokkuð misjafna dóma. Við sjáum þarna enn hópinn, sem við könnumst svo vel við úr „Áfram“-mynd- unum. Hinn kunni skurðlæknir Frederick Car- ver er alltaf á höttunum eftir fjárframiög- um til stofnunar spítala, en á siysadeild- inni setur James Nookey iæknir allt úr skorðum í hvert sinn sem hann sér falleg- an kvensjúkling. Carver losar sig við Nookey með klók- indum og sendir hann til starfa við sjúkrahús langt frá siðmenningunni. Þar hittir Nookey Gladstone Screwer (sem Hka vill losna við Nookey) og akfeitar eigin- konur hans. Töfralæknir einn býr til eitt- hvert glundur, sem á að grenna íólk í snatri, og Nookey býr sig undir að verða forikur á því — en tekst honum það? I'etta er glórulítil gamanmynd og ekki meiri alvara í henni en hinum „Áfram“- myndunum. THE MAGIC CHRISTIAN CARRY ON AGAIN, DOCTOR (Áfram, læknir — aftur) COMMONWEALTH UNITED Sir Guy Grand: Peter Seller3 Youngman Grand: Ringo Starr Skipstjórinn: Wilfrid Hyde Wliite Agnes: Isabel Jeans Ester: Caroline Blakiston Gestaleikarar: Richard Attenborough, Leonard Frey> Laurence Harvey, Christoplier Lee, Spike Milligan, Roman Polanski og Raquel Welch. Litmynd — Sýningartími 95 mínútur. Leikstjóri: Joseph McGrath. í RANK Gladstone Screwer: Sidney James Frederick Carver: Kenneth Williams Ellen Moorc: Joan Sims Erncst Stoppidge læknir: Charles Hawtrcy Goldie Locks: Barbara Windsor James Nookey læknir: Jim Dale Forstöðukonan: Hattie Jacques Gestaleikarar: Peter Butterworth og Wilfred Bramhell I itmynd — Sýningartími 89 minútur Leikstjóri: Gerald Thomas Á síðasta ári lék Ingrid Bergman í tveim- ur kvikmyndum í Bandarikjunum. Þá voru tuttugu ár liðin frá því hún fór frá Hoilywood — í síðasta sinn, sögðu banda- rísk blöð reiðilega, og bættu því við, að hún fengi ekki oftar að leika í banda- rískum myndum. Svo mikil var Imeyksl- un Bandarikjamanna, er hún varð ástfang- in af ítalska leikstjóranum Roberto Itos- sellini meðan stóð á töku kvikmyndarinn- ar Stromboli. En ]>að er langt síðan árinu 1949 lauk, og Bandaríkjamenn eru löngu búnir að gleyma sínum hörðu orðum í hennar garð. I>ótt Ingrid hafi ekki lcikið í Bandaríkjunum í tvo áratugi, liefur hún leikið í nokkrum bandarískum myndum, sem teknar voru i Evrópu — t. d. The Visit (Heimsóknin), Anastasia og The Yel- low Rolls-Royce (Guli Rolls-Roycinn). Ár- ið 1969 kom hún loks til Bandaríkjanna og lék þá eklti í einni heldur tveimur mynd- um, gamanmyndinni Cactus Flower (Kakt' ushlómið) með Walter Mattliau og A \Valk in The Spring Rain (Gönguferð í vorrign' ingunni) með Anthony Quinn. Það cr 1 annað sinn, sem hún leikur á móti Qui11” (The Visit, 1964). Ingrid Bergman, sem enn er grönii falleg, ]iótt hún sé komin á sextugsaldu1’ býr nú í París með eiginmanni sínun1’ Svíanum Lars Schmidt, og þremur börn um, Roherto, 19 ára gömlum, og lvibu> unurn Isabellc og Ingrid, sem eru 17 ár»> en á sumrin reynir fjölskyldan að vcr11 sem mest i sumarbústað sinum, sem 1,1 á cyju einni við strönd Svíþjóðar. Ingrid eignaðist marga vini meðan stó® 8 töku kvikmyndarinnar A Walk in ^e Spring Rain. 294

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.