Æskan - 01.05.1970, Side 28
ESQD
SKÁTAOPNAN
Ritstjórn: HREFNA TYNES
Kvenskátaskólinn afi lílfljótsvatni ♦
„Austur aftur, unaðsland, unaðsland" ... er ennþá sungið við
raust á ÚlfIjótsvatni, alveg eins og Hrefna Tynes sagði ykkur í
síðasta blaði Æskunnar.
Ég ætla að segja ykkur svolítið frá því, hvernig kvenskátaskól-
inn hefur starfað s.l. 5 sumur, sem ég hef dvalið þar — við
mikið starf, en þó miklu meiri ánægju.
Nú eru það ekki eingöngu skátar, sem þar dvelja, þó vissulega
sé skátasnið á mörgu, þar sem skátar reka heimilið, og starfsfólk
aðallega skátaforingjar. Allar stúlkur 7—11 ára geta sótt um
sumardvöl, en aðsókn er mjög mikil, dvalartímar hafa selzt upp
á einum degi, og langir biðlistar. Síðustu tvö ár höfum við skipt
dvalartímanum niður í hálfsmánaðardvöl, við tökum 30—32 stúlk-
ur ( einu, og leggjum áherzlu á, að þetta sé stórt heimili, en
ekki stofnun, svo að sem persónulegust kynni takist við stúlk-
urnar.
Eitt af einkunnarorðum okkar er, ,,að sama gangi yfir alla“, þó
þannig að hver stúlka fái þá aðhlynningu, sem hún þarfnast, sem
er nú mjög mismunandi. Við reynum að vera ein stór fjölskylda
með okkar sérstöku siði, þó verður ekkert sumar öðru líkt, og
engir tveir dagar eins. Við skiptum stúlkunum niður í flokka,
venjulega 6 saman, sem eiga sitt herbergi, sitt borð ( borðstofu,
sitt nafn, t. d. ,,Fjólur“.
Ein húsmóðir er valin daglega I hverjum flokki, og sér hún um
flokkinn sinn við matborð, ber fram mat og reynir að hafa sitt
borð til fyrirmyndar, enda eru daglega veitt verðlaun fyrir falleg-
ustu framkomu, en það er ,,Töfrafáninn“, sem síðan gengur milli
Yfir 30 stúlkur eru í skólanum í einu.
borða. ,,Búálfurinn“ flytur sig daglega í það herbergi, sem snyt*1'
legast er, og er hann afhentur að lokinni skálaskoðun á morgn'
ana.
Flokkarnir skiptast á að vera í þjónustu, eins og við köllum,
vinna þær ýmis verk fyrir heimilið, sækja mjólk og póst út 0
vegamót, mjólkinni er ekið í hjólbörum og þykir bezta skemmtún
Einnig hreinsa þær fánasvæðið og kringum húsin, sópa pall3n0
og þau verk, er til falla. Það eru stúlkur úr þjónustuflokki, sei11
draga fánann upp á morgnana og niður á kvöldin. Kvenskát0'
skólinn á sína sérstöku kveðju, og við notum aldrei hróp
köll til þess að fá hópinn til að vera hljóðan, aðeins réttum úpP
höndina, þá gera stúlkurnar það líka, og allt dettur í dúnalogn_
Við getum alls ekki notað röddina til að hrópa, þá yrðum vi
strax þegjandi hásar, en við notum röddina í annað, það eí
nefnilega sungið þau fádæma ósköp á ÚlfIjótsvatni, og hefúr
alltaf verið gert. Það er sungið bæði úti og inni, í leikjum
föndri, að ekki sé nú minnzt á kvöldvökurnar.
Hvað gerum við svo fleira? Það er alveg sama, hvernig ve'
er, við höfum alltaf nóg að starfa. þó viljum við nú helzt
veðrið sé gott. Við förum ( gönguferðir, fjallgöngur, bygg)
ðri®
aS
iurh
fer
ek^1
oQ
vörður, söfnum jurtum og pressum þær, alls konar keppm
fram milli flokkanna bæði í iþróttum og leikjum. Síðast en
sízt eiga telpurnar sín bú, og þar er nú aldeilis búskapur
kaffiboðin fín.
Allar stúlkurnar læra meðferð íslenzka fánans.
Ef veðrið er vont, höfum við stóran sal, sem við notum fyr'r
296