Æskan - 01.05.1970, Blaðsíða 57
OOOOG’
EINN í SKÓLANUM
James litli, sem er 6 ára að
aldri, er einasti lærisveinninn
í sínum skóla. Hahn á heima á
lítilli eyju undan Skotlands-
ströndum. James er eina barn-
ið á eyjunni, sem er á skóla-
aldri. Um tíma var skólanum
lokað og kennarinn leitaði sér
atvinnu annars staðar, en nú
hefur skólinn sem sagt verið
opnaður vegna litla drengsins.
FJALLIÐ HELGA
Japanir eiga eitt frægt eldfjall, sem Fúsíama heitir, raunar hef-
ur það ekki gosið síðan 1707, en þá var þar mikið gos oq varð
t. d. öskulagið í Tokíó 15 cm á þykkt. Tokíó er þó í 120 kilómetra
fjarlægð frá fjallinu. Fjallið helga er hulið jökli að ofan, og til að
sjá líkist það geysistórum, kínverskum hatti á hvol.'i. Alla drengi
í Japan dreymir um að ganga upp á þetta háa fjail, og Fúsiama
dregur að firnmikinn straum ferðamanna, þó einkum fjallgöngu-
manna. í júlí og ágúst eru oft um það bil 150 þúsund ferðamenn
á göngu þarna, sumir á leið upp, aðrir niður. Fjöldi gistihúsa er
hátt og lágt í hlíðum fjallsins.
325