Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1973, Page 3

Æskan - 01.03.1973, Page 3
Landakirkja í Vestmannaeyjum a5 er vissulega tímabært, a5 Æsk- an birti mynd af kirkjunni [ Vest- mannaeyjum, svo mjög sem þær hafa komið við sögu undanfarnar vik- ur- Kirkjan heitir Landakirkja, því að hún var byggð þar sem heitir á Fornu- Löndum. Hún er senn tveggja alda gömul, reist á árunum 1774—78, og er þvi aæstelsta kirkja á landinu, Hólakirkja ein er eldri. — Talið er, að Landakirkja sé fyrsta íslenzka kirkjan, sem staðið hefur utan kirkjugarðs. Danakonungur iét reisa Landakirkju, enda átti hann þá allar Vestmannaeyj- ar- Hann lét einn helzta húsameistara sinn, Nikolai Eigtved, teikna kirkjuna, konunglegur byggingameistari frá Kaup- mannahöfn stóð fyrir byggingunnl, en Þýzkur maður, Kristófer Berger, var yfir- Sfniður. Má þvi segja, að vel hafi verið vandað til vals þeirra manna, sem að hyggingu kirkjunnar stóðu. Landakirkja er byggð úr höggnu grjóti, sem var lagt i kalk. Það var hrjúft og kalt, veggirnir afar þykkir, en hvelf- ingin há og rismikil. — Fyrir kórnum voru dýr, og umgerðin um allan kórinn var með miklum og fögrum útskurði. Þá voru í kirkjunni útskornar stand- myndir af öllum postulunum. Sökum þessara mynda og hins mikla útskurðar var Landakirkja á þessum tíma talin eitt hið „prýðilegasta musteri“ hér á landi. Svo var það eftir miðja síðustu öld, að hafin var mikil viðgerð og endurbæt- ur á Landakirkju bæði utan og innan. Þá var bætt við hana forkirkju og sett- ur á hana turn, og veitti það útliti henn- ar þekkilega reisn, eins og myndin ber með sér. En hið innra voru breytingarnar ekki eins heppilegar, þvi að hinn mikli út- skurður var allur fjarlægður. Prédikun- arstóllinn var endurnýjaður og settur yfir altarið, sem er mjög óvenjulegt fyrir- komulag. Myndirnar af postulunum voru sendar til Reykjavikur. Þá var ekki búið að stofna Forngripasafnið, og hafa þær líklega farið til Danmerkur. Síðan er ekkl um þær vitað. En útskurðarverkið var selt á uþpboði tii eldiviðar eftir skipun forráðamanna kirkjunnar. — Þetta er eitt dæmi af mörgum um það, hvernig margt fór forgörðum af gersemum fyrri tíma, þegar verið var að breyta og end- urbæta það, sem gamalt var og þeirra tíma mönnum fannst úrelt orðið og ónot- hæft. Ýmsar meiri háttar breytingar og að- gerðir hafa síðan farið fram á Landa- kirkju — þessum aldna og virðulega helgidómi Vestmannaeyja. Kirkjan er löngu komin i eigu og umsjón safnaðar síns, eins og raunar langflestar kirkjur á landinu nú orðið. Og hann lætur sér umhugað um kirkju sína, vill fegra hana og prýða sem bezt, bæði húsið sjálft og umhverfi þess. 1

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.