Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 12

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 12
arun Al-Rashld kalífi í Bagdad hafði þann sið að ganga um göt- ur borgar sinnar seint að kvöldi, ásamt stórvezirnum Gíafar. Viidu þeir félagar komast að því, hvað helzt væri talað um þá meðal almennings. Þeir klæddu sig því sem væru þeir almúgamenn. Þeir gengu kvöld þetta, sem hér um ræðir, um mörg stræti og torg, án þess að neitt óvenjulegt henti þá. Loks rákust þeir á fátækan fiskimann, sem gekk heimleiðis eftir árangurslausa veiðiferð og virtist fá- tækur og vonsvikinn. Þeir tóku hann tali 'og lá honum gott orð á tungu til borgar- yfi'rvaldanna. Hins vegar barmaði hann sér. og sagðist eiga mörg börn. sem nú biðu heima sársvöng. Kalífinn sá aumur á honum og mælti: „Hefurðu dug í þér til þess að kasta út neti þinu einu sinni enn? Við skulum gefa þér hundrað sekkinur fyrir það, sem þú dregur á land.“ Fiskimaðurinn varð glaður við þetta, og gengu þeir nú niður að fljótinu, þar sem fiskimaðurinn kastaði netinu eins langt út og hann hafði orku til. Þegar hann dró það aftur að landi, var að vísu enginn fiskurinn í því, en í því var þó einkennilegur hlutur, kista allstór, rammlega læst og allþung. Kalífinn greiddi manninum hina umsömdu upphæð og fór fiskimaðurinn mjög glaður heim á leið. Kalífinn og stórvezírinn héldu einnig heimleiðis og fengu burðarmenn til þess að bera hina þungu kistu að hallargarðin- um. Þegar þeir luku henni upp, sáu þeir körfu úr pálmablöðum, og lá í henni strangi nokkur vafinn í snæri. Er þeir tóku umbúð- irnar utan af stranganum, varð þeim felmt við. I Ijós kom lík af ungri konu, hvítt sem mjöll og hlutað sundur í nokkur stykki. Þeir urðu að vonum mjög undrandi og skelfdir, en brátt snerist undrun kalífans upp í mikla refði. Hann hvessti aligun á stórvezírinn og mælti: „Ólánsmaður! Vakir þú svona yfir vel- ferð þegna vorra? Undir þinni stjórn eru manndráp framin leynilega í höfuðborg minni og íbúum hennar ileygt i Tígrisfljót. Þeir munu biðja okkur hefndar á efsta degi. Ef þú ekki finnur morðingja þessarar konu innan þriggja daga, skal ég láta íesta þig upp í gálga ásamt fjörutíu ættingjum þinum.“ Fór nú stórvezírinn Giafar dauðhræddur heim til sín. „Hvernig á ég,“ hugsaði hann með sér, „að hafa uppi á óþekktum morð- ingja í svona mannmargri borg?“ Því næst Fiskimaðurinn kastaði út neti sínu, og er hann dró það upp aftur, var í þvi kista alistór. skipaði hann öllum lögreglumönnum, seff hann hafði yfir að ráða, að leita ódæðiS' mannsins vandlega um alla borgina og na* grenni hennar, en öll sú eftirgrennslan varð árangurslaus. Á þriðja degi var vezírnum stefnt á fund kalífans, þar sem hann varð að játa, að öl1 leit hefði orðið árangurslaus. Lét þá kalif' inn undirbúa uppfestingu vezírsins o9 fjörutíu ættingja hans, meðal annars því að láta kallara hlaupa um stræti Bagda® og auglýsa það, sem í vændum var. Þegar allt var tilbúið og búið að leið3 hina dauðadæmdu menn hvern undir sinn gálga, gerðist óvæntur atburður. Ungnf maður hljóp fram úr hópi áhorfenda hrópaði: „Þessir menn eru allir saklausin Ég er morðinginn!" En varla hafði hann lokið máli sinu, er gamall maður sté frah1 og játaði einnig á sig glæpinn og heim1' aði, að hann yrði liflátinn í stað hinna. Kalífanum fannst nú, sem von var, a5 rétt væri að fresta öllum aftökum um sinh.j en rannsaka heldur betur, hvernig í þessun,| málum öllum lægi. Lét hann því næsta da? kalla unga manninn á sinn fund og ba® vií! hann að skýra satt og rétt frá öllu, sem hafði borið. Sagan, sem unglingurinn sagð kalífanum, var á þessa leið: Sagan af hinni drepnu konu og manni hennar Drottinn rétttrúaðra manna! Hin látnJ sem í kistunni lá, var eiginkona mín öí dóttir þessa gamla manns, sem einn'- þykist hafa orðið henni að bana. Hjón8 band okkar var mjög gott og við unnurd5' hugástum. Við áttum þrjú börn, er hér ¥*; komið sögu, og eru þau öll lifandi og v|* góða heilsu. Fyrir tveim mánuðum vaf' kona mín sjúk og veitti ég henni alla Þ" önn og hjúkrun, sem ég mátti. Eftir má^ aðar sjúkralegu fór henni að batna, ö j vildi hún þá ganga til lauga. Þá var Þa^( að hún bað mig að útvega sér epli tii a(; borða, kvað sig dauðlanga svo í þau, a' hún væri hrædd um að fá aftur vont sjáH dómskast, ef hún fengi þau ekki. Fór þá út um alla borg til þess að kauP'j epli, en óheppnin var með í leiknum, Þ. að hvergi gat ég fengið þau. Þegar í; kom heim epialaus, varð kona mín óglöð og hrygg, að ekki kom henni dúf(| auga næstu nótt. Ég fór því aftur af s,í':
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.