Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1973, Page 13

Æskan - 01.03.1973, Page 13
g kynntist aldrel Sergei Útotskín, en ég sá hann fyrir 60 árum, þegar ég var 10 ára patti. Mér hefur síðan tekizt að ganga úr skugga Ufn það upp á dag, hvenær ég sá mann 1 fyrsta skipti fljúga. það var í Ódessu, þar sem þá stóð óvenju stór vörusýning á þeirra tirna mælikvarða. Faðir minn fór með mi9 á sýninguna, og þegar við vorum 0rðnir þreyttir á að labþa, ákváðum við að fá okkur hressingu í veitingahúsi, sem var á efstu hæð sýningarskálans °9 var eins og samovar í laginu. Þaðan sást til sjávar. Hér sá ég i fyrsta skipti mann fljúga. Það var íþróttakappinn Sergei Útotskín frá Ódessu. Fyrir daga flugsins var hann meistari í hjólreiðum, einn af þeim fyrstu, sem iögðu fyrir sig kappakstur á mótorhjóli og bíl, brautryðjandi í knatt- spyrnu, frábær sundmaður og siglinga- kappi, hlaupari og skautamaður, og hann hafði meira að segja þjálfað sig sem nautabani. Síðan komu flugvélar til sögunnar. Og þennan dag fór Útotskín í sina hundruðustu flugferð. Þessi kappsfulli íþróttamaður ákvað að verða fyrstur til þess í Rússlandi að fljúga yfir hafinu, eins og Blerio tveim árum áður, þegar hann flaug fyrstur yfir Ermarsund. Ég var heppinn. Ég sá með eigin aug- um, þegar maður með eldrautt hár steig upp í flugvélina „Farmann". Aðaltrjá- göngin i garðinum voru 50—60 m iöng, þá tók við gil og síðan tré, byggingar og loks sjórinn. Löngu seinna sagði einn vlðstaddra mér eftirfarandi, en það var J. Sjosnikov, vinur og íþróttafélagi Útotskíns: „Við lögðum það til við Sergei, að hann tæki með sér nokkra kaðalenda til þess að hann gætl stöðvað flugvél- ina, ef hún væri ekki komin á loft 10 metrum framan við gllið. Hann hló og hristi höfuðið." „Farmann" svelf upp að heita mátti á blábrúninni á gilinu. Útotskín velfaði til mannfjöldans, sem hrópaðl húrra. Flugvélin vaggaði sér iéttilega, flaug út yfir sjóinn og settlst síðan á strönd flóans. Áratugum seinna leitaði ég uppi i safni kvikmynd, sem tekln hafði verið þennan dag. Á tjaldinu birtist þessi áletrun: Ódessu, 2. júlí 1911. 100. flug S. I. Útotskíns af sýningar- svæðinu í Ódessu og út yfir hafið. Þetta var eftir gamla tlmatalinu. Sem sagt, 15. júni 1971 voru liðin 60 ár frá þessum atburði. Max Poljanovskí (APN) . ,!plaleit daginn eftir og fór jafnvei alla leið tii u la " horgarinnar Balsora, sem er all- f nSt héðan, en ég vildi ekki spara neina var^- fn’ ^ar sem heilbrigði konu minnar I r 1 ^ti- Loksins náði ég svo i þrjú epli ln9arði nokkrum, en eina sekkinu varð ^ ° 9reiða fyrir hvert þeirra, en það er ^°9 hátt verð. Ég hraðaði mér heim glað- sa '*brasðl' en Þá er kona mín lelt ePlin' þáð' 'St bbn el<1<1 hata lyst a Þeim- en horð bbn bau °9 la9ðl Þau 111 hll3ar a hé|H S'b' p,un9iYncii hennar og veikindi Pust áfram. hiin3-9 •e'nn nokkru síðar sat ég í sölubúð og n' ! tor9inu. Kom þá inn svertingi, stór hen^nile9ur ásýndum, og hélt á epli í að hlnn' Þekktl á9 epliS undir eins og sá, éQ . 0 Var eltt af eplunum þremur, sem þrae|.at31 sótt til Balsora. Spurði ég þá hann^H' bVar hann hefði fengið eplið. Hló rngr , Vlð °9 svaraði: „Vinkona mín gaf var h.að’ ^9 var hjá henni í dag, en ekki Un Vei frísk. Lágu þrjú epli á borðinu hjá henni og hún sagði, að góðmennið og sauðurinn, hann maður sinn, hefðl farið hálfsmánaðarferð bara til að sækja þau. Ég tók með mér eltt eplið að skiinaði." Þegar ég heyrði þetta, varð ég hamslaus, spratt upp, lokaði búð minni og flýtti mér heim til konu minnar. Leit ég fyrst eftir eplunum og þegar ég sá aðeins tvö, spurðl ég, hvar hið þriðja væri. Kona min leit um öxl sér eftir eplunum, og er hún sá aðeins tvö, svaraði hún: „Elsku bezti, ég hef ekki hugmynd um, hvað orðið er af þessu eina, enda gerir það ekkert til, ég hef ekki lyst á þeirn." Taldi ég nú víst, að þrællinn svarti hefði sagt rétt frá — og nú vil ég helzt ekkl lýsa því, sem gerðist næst, óg var viti minu fjær, en ég varð konu minni þarna að bana. En rétt á eftir kom yngri dóttir mín heim utan af götunni. Hún var grátandi og játaði nú fyrir mér, að hún hefði tekið eitt af epl- unum frá móður sinni og ætlað að leika sér að því I garðinum, en þá hefði komið stór, svartur maður, hrifsað af henni eplið og hlaupið á brott með það. Hún hafði reynt að elta hann, en hann hafði horfið henni sjónum í mannfjöldanum á götunni. Nú rann upp fyrir mér hvílíkt ódæðisverk ég hafði unnið, og rétt I þann mund kom tengdafaðir minn til þess að finna dóttur sína. Sagði ég honum alla söguna. Við grétum og hörmuðum elskaða eiginkonu og dóttur I þrjá daga, og um afdrif likama konu minnar vitið þér, herra kalifi." Kalífinn hafði hlýtt með athygli á sögu unga mannsins og iét svo um mælt, að ungi maðurinn hefði sér margt til málsbóta, eiginlega væri það hinn svarti þræll, sem sekur væri um alla þessa ógæfu. Gaf hann síðan vezír sinum — Giafar — þá skipun, að hann skyldi innan þriggja daga hafa uppi á þrælnum. Gæti vezírinn það ekki á þessum tilskilda tíma, skyldi hann engu fyrr týna nema lífi sínu. Framhald 11

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.