Æskan - 01.03.1973, Síða 20
Mikill matmaður
Lúðvlk XIV. var mikill matmaður, og
sagði hertogaynjan af Orleans einu
sinni:
— Ég hef séð konunginn borða í
eina máltíð súpu af 4 diskum, kúffull-
um, þar á eftir heilan fasana, tvaer stórar
sneiðar af svínakjöti, lambakjöt með
sósu og lauk, heilan disk af kökum og
að lokum ávexti og harðsoðin egg.
Áður en Lúðvík XIV. varð myndugur,
fór móðir hans með stjórn. Einn dag
sagði hún við son sinn: — Sonur, þú
verður að kappkosta að líkjast afa þín-
um, en ekki föður þínum.
— Hvers vegna segir þú þetta?
spurði Lúðvík undrandi.
— Af þvi að fólkið grét, þegar Hinrik
IV. dó, en hló, þegar Lúðvik XIII. dó.
Bræðurnir þrír
Lúðvík XIV. spurði einu sinni einn
af hirðmönnum sinum:
— Hvenær er það annars, sem konan
yðar á að fæða barnið?
Hirðmaðurinn hneigði sig lotningar-
fullur og svaraði um hæl:
— Þegar yðar hátign þóknast.
Liðsforingi, serh misst hafði annan
handlegginn i striði, kom á fund Lúð-
víks XIV. og spurði, hvort hann gæti
ekki fengið eftirlaun.
— Ég skal athuga, hvað ég get gert
fyrir yður, svaraði konungur.
— Yðar hátign, svaraði liðsforinginn,
— ef ég hefði sagt: Ég skal .athuga,
hvað ég get gert, þegar ég átti að ráð-
ast á óvinina, þá hefði ég báða hand-
leggi nú og þyrfti ekki á eftirlaunum
að halda.
Hann fékk strax eftiriaunin.
Pað ríkti sorg í landinu, því að prinsessan var týnd. — Hún var einstakiega
fögur og jafn góð og hún var falleg. En álfkonan illa, Grímalda, móðg-
aðist dag nokkurn og hún varð afbrýðisöm og snart prinsessuna með
töfrastafnum sínum, og þá gerðist það: — Föt prinsessunnar breyttust
í vængi og hún flaug upp [ loftið og alla leið til hallar álfkonunnar, og
þar varð hún að dúsa.
Margir hugrakkir og göfugir ungir menn ætluðu að frelsa prinsessuna, og þeir
fóru um skóga og yfir vötn, unz þeir komu til hallarinnar. Hún stóð við fallega
tjörn og við tjörnina var Iftill silfurbátur, sem gat borið einn mann, en ekkl fleiri.
og ungu mennirnir sigldu hver af öðrum til hallarinnar, en úr henni heyrðist yndis-
legasta tónlist og söngur.
En enginn kom aftur, og enginn, sem hafði hlustað á sönginn, gat slitið sig frá
honum. Allir urðu þeir að fara til hallar álfkonunnar, og þar hurfu þeir.
Þótt sorg hefði áður ríkt f landinu, varð hún enn meiri nú, þvf að foreldrarnii'
syrgðu efnilegu ungu synina sfna.
Þar var líka malari, sem átti þrjá syni, sem hétu Hans, Pétur og Páll, og þeir
voru myndarlegir og duglegir piltar.
„Við verðum samferða," sögðu þeir, „þá getum við hjáipazt að og barizt gegh
göldrunum frekar en hver f sínu lagi.“
Svo lögðu þeir upp i leiðina löngu sem svo margir á undan þeim, en þeir voru
óhræddir og héldu, að allt færl vel.
Þeir mættu gamalli konu, þegar þeir höfðu gengið f gegnum stóran skóg. Hún
var sein f vöfum og þreytuleg að sjá, enda bar hún þunga byrði á bakinu.
„Eigum við ekki að hjálpa gömlu konunni með byrðina?" hvfslaði Páll að Pétri-
„Og sóa dýrmætum tíma til einskis!“ svaraðl bróðirinn. „Það kemur ekki 111
málal"
En Páll fór samt og tók brennið frá konunni um lelð og hann sagði:
„Ég skal halda á byrðinni, gamla kona. Þú ert svo þreytuleg."
Hún vísaði honum veg að kofanum sínum, en bræður hans tveir héldu áfrart1
ferð sinni, en eftir stutta stund fundu þeir hvorki stig né götuslóða. Þeir ráfuðú
um skóginn alla nóttina, meðan Páll fylgdi konunni heim til hennar. Hún ga*
honum að borða og bauð honum að sofa um nóttina, og þar sem hann áleit, a®
hann hefði villzt frá bræðrum sfnum hvort eð væri, þáði hann það.
Morguninn eftir hraðaði hann sér af stað, og hann hitti fljótlega þræður slna>
sem höfðu ráfað vegvilltir alla nóttina og voru bæði þreyttir og úrillir.
Þeir héldu áfram göngunni, og mörgum dögum seinna hittu þeir aðra garnl^
konu, sem bað þá um eitthvað að borða.
18
A