Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 22

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 22
Það eru margir merkisdagar í marz núna, þ. á m. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Þessir dagar flytjast til í árinu með páskunum. Öskudagur getur t. d. verið á tímabilinu 4. febrúar til 10. marz. í gamla daga var ekki hægt að skreppa hér út í búð til að kaupa sér almanak. Þá reiknuðu menn út páskana eftir fingrarími, og nokkrir snillingar kunna það enn. Ekki eru mörg ár síðan almenningur áleit allt gamalt einskis virði. — Hvort heldur voru munir eða menjar. — Sem betur fer er sú skoðun að mestu horfin. Þar sem náttúran hefur gegnum aldir ógnað mönnum eins kröftuglega og hér á íslandi, er engin furða þótt með þjóðinni hafi magnazt hjátrú. Og þessi hjátrú hverfur áreiðanlega aldrei, því hún hefur að vissu leyti samlagazt annarri trú. ísland. Margbreytileg hefur tlð þess verið. Hér hefur hafís n®s um hrakið alla landsmenn burt. Það hefur þurft mikinn kjark til 3 þreyja langan fimbulvetur. En þetta er ekki aðeins land ísS’ heldgr einnig land elda. Hér hefur jörðin skolfið og grasi grónar engin kkl hllðar allt í einu spúið eldi og brennisteini... Svo það er furða, þótt ótti við ill öfl væri hér mikill. Og eitt er víst, að eKK hefði þjóðin þraukað, ef trúin á hið góða hefði ekki, þrátt fyr'r allt, verið sterkari. — Þjóðin vissi að Guð, hið almáttuga afl. r® og stjórnaði. Menn trúðu á kröftugar bænir. Þeir kváðu niðjr hin illu öfl. — Og oft hefur það sannazt, að með krafti baenar innar má mikið gera, — jafnvel stjórna veðri og náttúruhamförUIT1 En til að kraftaverk gerist,. verður trúarsannfæring að fylgJ3- og vonandi gleymir þessi þjóð ekki að trúa og biðja — og þakka--- Það hefur og sannazt, að þjóðir, sem týnt hafa þeirri list, na glatað sál sinni og illa fyrir þeim farið... Já, líklega er eitthvað eftir af hjátrúnni í mér! Ég held, satt að segja, að forfeður okkar hafi haft margt fyrl^ sér í sambandi við alls konar forlagatrú, lækningatrú, trU vissa daga, t. d. í sambandi við veðurspá og sitthvað fieira- Ýmsar góðar siðvenjur eigum við, sem skemmtilegt er a. halda í. Þar á meðal eru siðvenjur ( sambandi við þessa Þri daga, sem ég sendi ykkur lag og Ijóð við núna. Ég er þó fegin, að sá siður að flengja börn með hrísvendi ekki lengur í gildi. — En ég vona, að við leggjum ekki niður Þar,a sið að gefa börnum bolluvönd á bolludag, og lofum þeirn a flengja til að fá í staðinn rjómaboll'u. — Og að við borðum sa" kjöt og baunir á sprengidag. — Án þess að svelta svo nsesturn í sjö vikur! Öskupoka og grímubúninga sjáum við vonandi á ösku daginn í mörg ár enn. Og í tilefni sprengidagsins sendi ég y^ hér eina ágæta mynd af Englendingnum, sem fór til Frakkla11 og fannst svo góður maturinn þar, að hann borðaði þanga® hann næstum því sprakk. Hér sjáið þið hann fara út í göngufer _ Og af því að Istran á honum var orðin svo stór, varð hann a ,,keyra“ hana á hjólbörum, eins og sést á myndinni! Kær kveðja! INGIBJÖRG. (•--------------------------------------------- Danskur maður segir svo frá: Þegar ég var barn að aldri, ólst ég upp í sveit. Á bænum var lítill íslenzkur hestur, hvítur á litinn. Eitt sinn varð hann þó rauðskjóttur og urðu til þess atvik, sem nú skal greina. Hesturinn"var i miklu uppáhaldi hjá okkur krökkunum, enda fengum við oft að koma á bak honum og fá reið- túr. Einnig var hann ágætur fyrir léttum vagni og hrekkjalaus með öllu. Einn fastan sið hafði Gráni, en hann var sá, að ganga að búrdyrunum og krafsa með öðrum framfætinum f hurðina. Mamma hafði nefnilega þann sið að gefa hon- um bita af rúgbrauði að lokinni öku- ferð eða reiðtúr. Þetta var orðinn fastur vani. Nú var það eitt sinn að vorlagi, að ný vinnustúlka var komin I vist til okkar, og auðvitað þekkti hún ekki siði hests- s,_____________________________________________ fíauðskjótti hesturinn ins. Við krakkarnir vorum nýkomin úr ökuferð og höfðum losað aktygin af Grána, og beið hann þá ekki boðanna en hélt beina leið að búrdyrunum, sem í þetta sinn stóðu opnar. „Enginn telst óboðinn um opnar dyr að ganga," hef- ur víst Gráni hugsað, því að hann hafði engar vöflur á þvl, en þrammaði inn. Nýja vinnukonan var þarna fyrir, og það vildi svo til, að hún var með stóran pott fullan af rauðrófum, sem hún var að sjóða niður. Nú færðist líf I tuskurnar: Stúlkan rak upp óp og skvetti úr rauð- rófupottinum beint á hestinn, sem ekki. varð minna hræddur, sneri sér við r snarheitum og æddi út. Þar úti á flöt- inni greip hræðslan einnig um sig hjá okkur börnunum, því að okkur sýndist hesturinn okkar vera allur flekkóttur af rauðu blóði. En þegar hið sanna kom í Ijós, var mikið hlegið. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.