Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1973, Side 29

Æskan - 01.03.1973, Side 29
THOR HEYERDAHL K eyerdahl er fæddur 6. október 1914 f Larvfk I Noregi. Foreldrar hans voru reglusöm á gamla vísu og vöndu hann snemma við stundvlsi. Þau hugsuðu mikið um, að drengurinn yrði hraustur, og keyptu n°kkrar geitur, svo að þau gætu gefið honum geitamjólk, ÞW að geitamjólk var talin hollari en kúamjólk. Thor ólst að mestu leyti upp með fullorðnu fólki. ..Þegar ég verð stór og fer að ráða mér sjálfur, þá ætla ^9 að ferðast langt burt, þangað sem pálmarnir vaxa og ne9rarnir búa," sagði hann einhvern tima, og það gerði hann. Árið 1933 fór Thor i háskólann i Osló og lagði stund á dýrafræöi. Þegar hann hafði lokið námi rétt fyrir stríðið, hann til Suðurhafseyja og dvaldi þar um það bil eitt ^r- Hann lærði mál eyjabúa og margt um þjóðhætti þeirra °9 menningu. Hann hlustaði á þjóðsögur þeirra, um fræga forfeður, Sern komið hefðu um langan veg á skipum undir forystu Höfðingja, er Tiki hét, sonar sólarinnar. Þegar Thor kom S;ðar til Perú, rakst hann á sögur um höfðingjann Kon-Tikl. ^0r setti saman mikið rit um kenningar slnar um uppruna '°Ua Suðurhafseyja og rakti uppruna þeirra til Ameriku. J^enn sögðu, að þetta gæti ekki staðizt, þvi að hinir fornu ^Uar Ameriku hefðu ekki haft haffær skip. Thor vissi, að sumir Indiánar höfðu lengi notað fleka úr a|saviði. Hann lét smfða Kon-Tiki-flekann og sigldl á hon- Urn yfir hafið meira en átta þúsund kílómetra leið til þess sanna mál sitt. Ferðin vakti mikla athygli, og ferðasagan, Sern Thor skrifaði, varð heimsfræg. Hann safnaði miklu af rngripum bæði á Suðurhafseyjum og I Perú, og margt er undarlega líkt. Seinna fór Thor til Páskaeyjar og rannsakaði hinar risa- v°xnu fornu steinstyttur þar. Þessar styttur hafa lengi verið mönnum ráðgáta, til dæmis hvernlg þær voru færðar til og höggnar úr berginu. Thor vingaðist við höfðingja á eynni og lét hann sýna Thor, hvernig þetta var gert og áætlaði Heyerdahl, að það tæki tólf menn eitt ár að höggva eina styttu með hinum fornu aðferðum. Eyjarskeggjar sýndu honum einnig hvemig steinblokkirnar voru fluttar með reipum og vogarstöngum og grjóti, sem sett var undir þær. Thor flutti eina styttu með hjálp tólf manna og lyfti henni á stall. Nú stendur stytta þessi ein á upphaflegum stalli. Árið 1969 fór Thor I sjóferð á papýrusbáti, sem gerður var eftir gamalli egypzkri fyrirmynd. Hann var 15 metrar á lengd og 5 metrar á breidd. Bátur þessi var smiðaður I eyðimörkinni hjá pýramídunum, og var hann bundinn saman með sefi, og gat borið mörg tonn. Á honum var segl eins og Egyptar höfðu notað i fornöld. Á bátnum með Thor voru sex menn frá jafnmörgum löndum. Þeir lögðu af stað frá Safi I Marokkó, mjög gamalll höfn, sem var mikill siglinga- og verzlunarstaður á dögum Fönikíumanna. Ra lenti I vondum veðrum og miklum sjó- gangi á Atlantshafi. Báturinn komst til Kanarleyja og fram hjá Grænhöfðaeyjum, en þá komu fram gallar i þátnum, gallarnir virtust smávægilegir, en reyndust vera alvarlegir, þegar fór að reyna á bátinn til lengdar I miklum sjógangi. Ekkl hafði verið farið nógu nákvæmlega eftir gömlum fyrirsögnum við smiði bátsins. Þegar þeir félagar höfðu verið 57 sólarhringa á siglingu og farið um 8 þúsund klló- metra, urðu þeir að yfirgefa bátinn, en papýrusinn, sem báturinn var gerður af, var enn óskemmdur af volkinu. En Thor Heyerdahl lét ekki hugfallast. Hann gerðl annan bát úr sama efni, Ra II, og á honum komst hann alla leið. Þorvarður Magnússon. Kanntu að teikna? ^a er loks komið að því, að þið getið teiknað hana kisu 9 hann afa lika. Reynið nú og sjáið, hvernig tekst til.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.