Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1973, Side 33

Æskan - 01.03.1973, Side 33
11. atriði Lifgun úr dauðadái Stundum er unnt að bjarga mannslífi, ef einhver hættir að anda, með lífgun úr dauðadái. Til þess eru margar leiðir, en við sýnum ykkur hér aðferðina, sem kölluð er Holgers-Nielsonar-aðferðin. Loftinu er þrýst inn í lungun með þvl að lyfta handleggjunum, og þrýst úr þeim með þvl að ýta brjóstholinu til jarðar. Eins og sjá má á myndinni, er sjúklingurinn lagður ú grúfu eftir að allir aðskotahlutir hafa verið fjar- lægðir frá vitum hans og föt hans losuð um mitti og háls. Aðstoðarmaðurinn krýpur við höfuð sjúklingsins og snýr að fótum hans. Síðan setur hann hendurnar á bak sjúklingsins, rétt fyrir neðan herðablöðin, þannig að þumalfingurnir snertist, og þrýstir á, fram og aftur með útrétta handleggi, likt og róandi maður. Hann lætur hendurnar líða niður með siðum sjúkl- ingsins og tekur undir olnboga hans, þegar hann hallar sér aftur á bak og lyftir höfði sjúklingsins um leið. Þetta á hann að gera án þess að lyfta brlngu sjúklingsins frá jörðinni. 10—12 sinnum á minútu er rétt að halda þessu áfram, unz andardrátturinn verður eðlilegur. 12. atriði Biæðingar Blæðing getur verið úr slagæð, bláæð eða háræð. Slagæðarblæðing er alvarlegust. Blóðið streymir frá hjartanu I Ijósrauðum strauml. Það er oft hægt að stöðva blæðingar með þvi að þrýsta á sárið sjálft. Það getum við gert, ef ekki er neinn aðskotahlutur, eins og glerbrot, I sárinu. Rétt er að búa um fingur sinn og þrýsta á sárið, unz blæðing hættir. Þá er búið um sárið. Hérna til vinstri sjáið þið, hvernig það er gert. Það er líka unnt að stöðva blæðlngu með þvi að þrýsta á vissa hluta likamans, þá staði, þar sem aðalslagæðar liggja við bein. Þá veldur þrýstingurinn þvi, að slagæðin þrýstist að beininu, æðin lokast og blæðingin hættir. Efst til hægri sést, hvernig á að stöðva slagæðar- blæðingu i fótlegg. Ef þrýstingurinn er nægilegur, stöðvast blæðingin. Myndin neðst sýnir, hvernig á að stöðva slagæðar- blæðingu úr handlegg. Þá á að þrýsta á rétt fyrlr neðan olnbogann. Gætið ykkar mjög vel, þegar þið ákveðið, bezt sé að þrýsta á slagæðar. 31

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.