Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 34

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 34
^^^örgæsir þær, er maður hittir á Isbrelðunum um- /V hverfis Antarktis — Suðurskautslandið, — eru vanalega um hálfur metri á hæð og I hvítu V „vesti" við svartan „kjól". Þær standa við ís- röndina forvitnar I fasi og fylgjast með, er ls- brjóturinn eða annað skip flytur svokallaða siðmenningu til suður- skautslandsins. Mörgæsirnar ræða hátt og I hljóði um bölvaðan hávaðann, sem af þessu leiðir, og komast að þeirrl niðurstöðu, að það sé vist eins gott að koma sér I vatnið sem fyrst. En þó heldur eitthvað aftur af þeim, hver veit nema sjálfur erkióvinurinn, sæljónið, liggi I Ieyni undir (sröndinni og bíði eftir bráð. En báturinn kemur nær, og taugaóstyrkurinn eykst. Og að lok- um finnst ein mörgæs, sem er hinum heimskari. Meðan hópurinn gerir ráð sín, þau er siðar koma fram, sezt þessi eina mörgæs yzt á ísröndina. Og þá er ekki að sökum að spyrja, nú eru allir I hópnum á einu máli. Hópurinn nálgast hröðum skrefum, fórnar- dýrinu er umsvifalaust hent I sjóinn. Og þegar mörgæsirnar sjá, að ekkert uggvænlegt gerist, heldur hópurinn sömu leið. BARIZT UM STEINA Þegar vetur gengur I garð á Suðurskautinu, þ. e. a. s. þegar sumrar hjá okkur á norðurhveli jarðar, halda allar mörgæsir, utan keisaramörgæsin ein, norður á bóginn til heitari landa. Á stuttu en annríku sumri hafa þær gert sér hreiður, verpt eggjum og kom- ið ungunum á legg. Á Suðurskautslandinu, þar sem lltill finnst jurtagróður, eru steinvölur eina byggingarefnið. Þegar mörgæsin leitar sér að maka ber hún því lítinn stein I nefinu. Ef karlfuglinn finnur fram- bærilegt konuefni, lætur hann steininn falla til jarðar fyrir framan hana, og ef hún játast honum, tekur hún steininn upp með nefinu og ber hann að hinu verðandi hreiðri. Svo fer I hönd erfiður tími, þegar „reisa skal búið". Það er hreint ekki svo auðvelt að finna stein I landi, sem er að heita má þakið snjó, og eftir vikutíma eru ungu hjónin enn að ræða það, hvar grjót sé að flnna. Skyndilega fær ungi herrann afbragðshug- mynd: Það er meira en nóg af steinum I hreiðrunum I kring. En sömu hugmynd hafa hinir allir fengið, og það er ekki svo óvana- legt, að á meðan nýbakaður eiginmaður rogast heim með.þjóf- stolinn stein, hafi annar litlu frómari verið á ferð og hirt það grjót, sem fyrsti þjófurinn átti. KARLINN UNGAR ÚT En lokslns rennur upp sá dagur, þegar kvengæsln lætur karlin- um eftir tvö dýrmæt egg, sem hann á að liggja á og halda heitum meðan hún stefnir til hafs I leit að mat. í fyrstu lltur karlinn fyrir- tækið með mestu tortryggni og óróleika, en jafnar sig fljótlega og byrjar að dotta á eggjunum. Öðru hverju er hann vakinn af garginu I mávunum fyrir ofan hann. Mávurinn er slægur sem höggormur, hann gerir þvl hreiður sín I klettunum fyrir ofan mörgæsirnar og er jafnan reiðubúinn að hremma sér egg, hvenær sem mörgæsin vikur af verðinum. Mörgæsapabbi bölvar hátt og I hljóði meðan hann veður um til að verja hreiðrið. En mávarnir taka ekki allt of mikið mark á mör- gæsapabba. í rólegheitum taka þeir sér stöðu rétt við hreiðrið. Þetta verður mörgæsapabba um megn, hann rýkur á mávinn. Og það er einmitt það, sem um var beðið, því á meðan rennir annar mávur sér að hreiðrinu og grípur eggið. Þegar mávarnir eru horfnir, snýr mörgæsapabbi aftur 1 hrelðrið og situr þar hinn rólegasti, unz hann tekur eftir þvl, að annað eggið vantar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.