Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Síða 36

Æskan - 01.03.1973, Síða 36
---------- "I Saga kvikmyndavélarinnar rá því er sögur hófust hafa menn reynt aS ná hreyfingu augnabliksins með hjálp list- arinnar. Músíkin nær valdi á fólki og hrífur það með sér. Málarar geta með listaverkum sínum hrifið fólk, og sama má segja um myndhöggvara, verk þeirra hrífa menn lengur eða skemur. Leikrit eru sett á svið af leikstjóra og leikurum, og minna má á brúðuleik- húsið, þar sem brúðurnar eru hreyfðar á sviðinu. Svo kom kvikmyndin fram á sjónar- sviðið, en hún á sér langa þróunarsögu og er orðin fullkomin listgrein. Fyrir löngu, á 17. öld, gátu menn hreyft myndir á tjaldi. Þetta var gert með ýmsu móti, til dæmis með Ijósabúnaði og endurspeglun á myndtjaldinu. Ljós var látið falla gegnum linsuhólka og falla á myndir, sem voru hreyfðar með ýmsum aðferðum. Ljósluktirnar voru af mörgum gerðum. Svona útbúnað getið þið séð hér á myndinni. Verk Rogents hafði örvandi áhrif á marga og þar á meðal dr. Joseph An- toine Plateau frá Ghent og dr. Simon Ritter van Stampfer frá Vín. Þeir fóru að athuga myndaraðir á hreyfingu til að blekkja augað. Þeir reyndu að ná fram sem eðlilegastri hreyfingu á myndunum gegnum linsu og op vélarinnar. Þannig varð til frumstæð vél, er hét Zoetrope, eða hið lifandi hjól, er þetta verkfæri var Ifka nefnt. Þessi verkfæri sjást hér á myndinni. Og enn urðu framfarir, þegar barón Franz von Uchatius kom með sfna vél 1853, og sést hún hér neðst á mynd- inni. Allt er þetta byggt á eðli augans við að skynja myndir, og þar kemur hraði og fjöldi myndanna til skjalanna. Það er hve margar myndir eru sýndar á mínútu og hvernig sjónin tengir þær saman. Þetta lögmál var fyrst uppgötvað af Englendingi, Peter Mark Rogent, árið 1824. 34

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.