Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1973, Page 42

Æskan - 01.03.1973, Page 42
. KANÍNUR Hvernig á að fóðra og meðhöndla kanínur? Á höfuðborgarsvæSinu er kaninan meðai vinsælustu gæludýra. Aðallega eru það ungir drengir, sem gerzt hafa kanínubændur og hafa lagt undir sig bílskúrinn hans pabba síns eða þá að þeir hafa klambrað saman kofa til að geyma í kanínurnar. Oftast gengur þessi búskapur vel, en samt sem áður er það of oft, sem alls konar vanhöld verða I kanínubú- skapnum, vegna þess að hinir ungu drengir vita ekki nógu vel, hvernig meðhöndla á og fóðra þessi húsdýr þeirra. Upplýsingar um meðferð og fóðrun kanína hafa heldur ekki verið aðgengilegar, svo að hér verða birtar nokkrar upplýsingar um kanínur, meðferð þeirra og fóðrun. Þær stutthærðu kanínur, sem eru algengastar hérlendis, eru upprunnar I Suður-Evrópu, en breiddust út um alla álfuna sem gæludýr og jafnframt sem villikanínur. Víða um lönd varð kanínan hinn mesti skaðvaldur á gróðurlendi, bæði ökrum og skógum. Miklum fjármunum var eytt til að úirýma kanínum, en hefur aldrei tekizt fullkomlega. Kaninur timgast ört, en ungarnir ættu yfirleitt ekki að vera fleiri en átta hverju sinni. Munið, að kanínumamman þarf að hafa gott næði með ungana sína fyrstu dagana. Hentug gerð af vatnsskálum fyr- ir kanínur. Áríðandi er, að vatnsilát kanína sé stöðugt. Upprunalega villikanínan var grá á litinn, en síðan hafa komið fram mörg litaafbrigði vegna blöndunar kynja. Það er þýðingarmikið fyrir þá, sem ætla að ala kaninur, að hafa gott og þurrt hús fyrir þær. Kanínur þola ekki mikið frost, og þeim er illa við vatn og þurfa að geta komizt í skjól, ei þær eru hafðar úti, þvi að þeim er yfirleitt illa við að vera á ferli í rigningu. Kanínuhúsið verður að vera ein- angrað, ef nota á það yfir vetrarmánuðina. Æskilegt er að kanínan hafi einnig athafnasvæði úti, en það verður að vera net í botni kanínustíunnar eða hreinlega steyptur botn, því annars er hætt við að kanínurnar grafi sig út. Hæíilegt er að fóðra kanínur tvisvar á dag. Fyrri mál- tíðin gæti verið hafrar eða korn. Kanínur verða að hafa greiðan aðgang að hreinu vatni. Vatnsílátið þarf að vera töðugur bakki en ekki skál eða diskur, því úr slíku íláti hella kanínurnar með því að stíga á barmana. Seinni máltíð kanínanna þarf að vera grænmeti. Til dæmis grænkál, hvítkál eða salatblöð, og ennfremur gulrætur. A sumrin er égætt að gefa kanínum fífla og smára. Brauð og brauðskorpur eru ágætt fóður með, en alls ekki eingöngu. Það er sjálfsögð varúðarráðstöfun að þvo kál og annað grænmeti, ef vera kynni tröllamjöl eða skordýraeitur á grænmetinu, því að slíkt getur orðið kanínum að aldurtila. í bæli kanínunnar þarf að vera nægilegt af heyi, og á gólf kanínuhússins þarf að strá sagi, svo að gólfið haldist þurrt, enda er auðveldara að þrífa, ef sag hefur verið á gólfinu. Sérstakir fóðurkögglar eru til fyrir kanínur, sem gefa á með öðru fóðri, en alls ekki eingöngu. Slíkt fóður geta fóðurinnflytjendur flutt inn. Auðvelt er yfirleitt að fá kanínur til að eiga afkvæmi, sérstaklega á vorin. Karldýr og kvendýr eru einangruð í ekki of stóru búri daglangt. Þetta er endurtekið með nokk- 40

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.