Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 62

Æskan - 01.03.1973, Blaðsíða 62
Nú held ég áfram fyrri sögu minnl. Nú, nú, ég var hlaupin út á hlað hálfu fyrr, en ammg vissi það. Og það var logn og loftið var svo blátt. Þá lék af gleði bæði stórt og smátt. Cg biessuð sólin skein svo skært og blítt í skugganum var jafnvel nærri of hlýtt. Hún Móra litla lá við bæjarsund og lambið var að bíta og hlaupa niðri á grund, ofurlítil gimbur grá með svartan fót, nei, grá með hvítar hosur, sú var ekki Ijót! Snati var að vappa um völlinn til og frá, á varpanum sat hún kisa og sagði: ,,Mjá, mjá, mjá!“ Haninn sagði: ,,Go-go“ og hreykti sér á haug, hunangið úr fiflunum randaflugan saug; og spóinn var að vella og væla suður I flóa og vængi sína þöndu lóur út um móa. — Ég var nú svona að skoþþa og hoppa hér og þar og hendast út og suður og elta flugurnar. Þá vissi ég ekki fyrr, það vildi svona til, en valt ég ofan hólinn og niður í bæjargil. Ég meiddist ekki vitund, ég valt það eins og tunna. En veiztu hvað, þá sat hún þar hún Gunna og Helgi, sem að sækir vatn í brunninn, — og hann kyssti Gunnu litlu beint á munninn! Þau ráku upp hljóð og hlupu beint til' min og Helgi sagði: ,,Þú ert mikið svín!“ En Gunna sagði: „Góða, viltu þegja?" En Guð veit, ég var ekki neitt að segja, ég þagði eins og dúkka og dustaði bara kjólinn og dansaði svo aftur upp á bæjarhólinn. Svo fór ég til ömmu, hún var að skera sköku, hún skammaði mig ekkert, en gaf mér stóra köku. Og söguna ég sagði henni ömmu. Ég sagði hana líka bæði pabba og mömmu. Ég sagði hana öllum — sumum fannst það ekki skritið, þó sögðu miklu fleiri: „En hvað það var skrítið." Krossgáta LÁRÉTT: 1. Friður 3. Laga 4. Borðhald 8. Eldhússáhald 9. Tónn 10. Á 11. Poka 12. Stelpa LÓÐRÉTT 1. Ganga 2. Margt 4. Iðka 5. Mæla 6. Árás 11. Hef leyfi Enginn greinarmunur gerður á: A og A og I og I Vorið kemur og grundirnar grða Með degi hverjum hækkar sólin og yljar loft og láð. Við þurfum að vera fyrirhyggjusöm, ef við ætlum að hafa falleg blómabeð við húsið í sumar. Við fáum okkur vindlakassa, látum í hann rofmold (sem hefur komið upp úr skurðum), setjum finan holtasand saman við moldina og blöndum því vel saman. Þá þurfum við að hafa fræ við hönd- ina. Sáum stjúpmóðurfræl. Bezt er að gera það síðast í marz. Dreifum fræinu yfir moldina og vökvum vel á eftir, svo moldin verði vel blaut. Fáum síðan eld- spýtnastokk og þrýstum fræinu niður. Kassann látum við út í glugga og gler yfir. Ekki ætti að vökva í kassanum tvo til þrjá fyrstu dagana meðan fræið er að spíra. Eftir það má vökva. Eftir tvær til þrjár vikur ætti að taka plönturnar upp úr kassanum og planta þeim út í annan kassa, sem hafa skal svolítið dýþri. Moldin I þeim kassa h1® vera lík nema aðeins blönduð hie gömlum búfjáráburði, og hafa skal dá lítið bil á milli plantnanna. Munið eftir að hafa moldina alltaf raka. Þegar plönturnar eru komnar upP undir glerið, er glerið tekið af og kasS inn hafður opinn. Þessi aðferð gildir vl allt fræ sumarblóma. Öðru máli gegn'r með tímann, þegar sáð er. Morgunfrún1 má til dæmis sá seinna. Sumu blóma fræi má sá beint i garðinn, eins °9 rauðum hör, þorskamunni og íberis. Blóm þessi koma strax upþ og blómstm eftir nokkra daga. Þau eru lágvaxin og lífseig. Þau eru höfð í beðköntum ti að mynda beinar línur. Þau eru í li°s um og rauðleitum lit. Blómum, sem ræktuð eru inni, p|an ^ ar maður ekki út í garðinn fyrr en júní, nema veður sé því betra. J. A. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.