Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1975, Side 41

Æskan - 01.10.1975, Side 41
Siggi litli Langt frammi í afdal á Norðurlandi bjuggu fyrir fáum árum fátæk hjón á bæ. Þau áttu níu börn, er saga þessi gerðist. Yngsta barnið var sonur, Sig- urður að nafni. Hann var þá kominn hátt á þriðja ár. Sumarið var liðið og komið fram á haust. Dag- arnir voru orðnir stuttir, og húmið var farið að færast yfir. Veturinn var í nánd með kuldann og skamm- degismyrkrið. Sumarið hafði verið sólríkt og fagurt. Þá voru börnin úti allan liðlangan daginn frá morgni «1 kvölds. Eldri börnin hjálpuðu til við heyvinnuna, en þau yngri léku sér og léku lausum hala. Þau veltu sér í blágresisbrekkunum, tíndu ber í mó- unum, byggðu sér bæi og borgir úr steinvölum, leit- uðu að lóuhreiðrum og annarra smáfugla og gerðu svo ótal margt, sem of langt yrði upp að telja og enginn fullorðinn gæti giskað á. Siggi litli var svo ungur, að hann fékk sjaldan að fara langt með systkinum sínum. Hann var oftast heima við bæinn, einhvers staðar í nánd við mömmu sína. En oft var hann einn tímunum saman og undi sér vel. Hann lék sér meðal blómálfanna úti í sól- skininu undir berum himni. Mamma hans hafði alltaf svo mikið að gera og sífellt nóg að hugsa. Hún var Því fegin, hve rólegur litli drengurinn hennar var og hve lítið þurfti að sinna honum. Hún vissi, að guð mundi gæta hans, og sagði oft, að hann væri að leika sér við álfabörn og englana og þeir mundu vernda hann. En nú var komið haust. Húsakynnin voru léleg, köld og dimm, eins og gerist á fátækum bæjum. Það var ekki að furða, þótt börnunum brygði við. Yndi sumarsins var horfið, og nú urðu þau oftast að hírast innan fjögurra veggja. Það var kvöld í miðjum októbermánuði. Húsfreyj- an hafði verið önnum kafin um daginn við slátur- störf, og börnin hjálpuðu til eftir megni. Nú var kom- ið undir háttatíma, klukkan langt gengin níu. Móðir- in kallaði á eina af dætrum sínum og bað hana í öllum bænum að fara nú að gefa Sigga litla að borða og koma honum í rúmið. En hvar var Siggi litli? Telpan hljóp fram og aftur um allan bæ, út á hlað og inn í fjós. Hvað var orðið af barninu? Hún kallaði hástöfum. Enginn hafði veitt honum eftirtekt um stund, og hvernig sem kallað var og leitað í kringum bæinn, fannst drengurinn hvergi. Haustmyrkrið grúfði yfir ömurlegt og ógnvekjandi. Frost var nokkurt og kalsaveður. Þetta var þungbær nótt fyrir fátæku barnakonuna í kotbænum í afdalnum. Hún var heima hjá börnum sínum, en bóndi hennar fór til næsta bæjar að fá mannhjálp til þess að leita. Það var þó betra að hafast eitthvað að en halda kyrru fyrir. En móðirin vakti heima. Hún var furðu róleg. Hún huggaði sig við það, að guði væri ekkert ómáttugt. Hann gæti sent engla sína til þess að vernda dreng- inn hennar. Um morguninn, þegar birti af degi, var leitinni haldið áfram. Var leitað lengi dags af mörgum mönn- um. Flestir voru leitarmenn orðnir vonlitlir. Þótt þeim auðnaðist ef til vill að finna Sigga litla, áður en myrkrið dytti á, óttuðust þeir, að hann mundi verða liðið lík. Móðirin ein var vongóð. Hún sagði ýmist, að álfa- fólkið mundi gæta drengsins síns eða guð og góðu englarnir. Um nónbilið gekk einn af leitarmönnum fram á Sigga. Hann lá á nnilli þúfna og steinsvaf. Hann var berhöfðaður í þunnum kjólgopa og búinn að týna af sér öðrum skónum. Kalsi hafði verið um nóttina og átta stiga frost. Drengurinn var borinn heim og færður móður sinni, og varð hún fegnari en frá megi segja. Hún hafði nú reyndar alltaf treyst því, að guð mundi heyra bænir sínar og einhverjar holl- vættir mundu gæta barnsins hennar. Drengurinn var alheill og sakaði ekki hót. Hann kvefaðist ekki einu sinni. Fannst fólki þar í byggðarlaginu, að þetta hefði verið sannarlegt kraftaverk. Saga þessi er sönn í öllum aðalatriðum. Hún sýnir, að heitar bænir og barnslegt trúnaðartraust fá miklu áorkað. (Margrét Jónsdóttir). ÆSKAN er stærsta og fjölbreyttasta barna- og unglingablaðið | á íslandi í dag. — ÆSKAN kemur út í 18000 eintökum og mun láta nærri, að 90000 manns lesi blaðið. — ÆSKAN er heimilis- blað, því hún er lesin af allri fjölskyldunni. — ÆSKAN er yfir 500 blaðsíður á ári, en samt kostar árgangurinn ekki nema 1500,00 krónur. Ég undirrit........ óska að gerast áskrifandi að ÆSKUNNI. Nafn: ............................................................. Heimili: .......................................................... Póststöð: ......................................................... Utanáskrift er: ÆSKAN, Pósthólf 14, Reykjavík. Ekkert barnaheimili getur verið án ÆSKUNNAR.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.