Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1975, Page 26

Æskan - 01.10.1975, Page 26
 Litii skrltni bakarinn Börnin urðu ákaflega kát, þegar þau fréttu, að litli skrítni bakarinn væri kominn í borgina. Hann hengdi ofurlitla auglýsingu á litla, brúna tjaldið sitt; þar stóð með stóru letri: „Brauð handa börnunum''. Börnin hlupu hvert til annars til þess að segja frétt- irnar, þangað til göturnar allar glumdu af léttu fóta- taki og loftið ómaði af hlátri og gleðilátum. Þau þyrptust utan um tjaldið. Þau, sem frekust voru, tróðu sér fram fyrir hin, þangað til þau komust svo nærri, að þau fundu hitann og sáu bjarmann frá glóandi bökunarofninum. Litli, skrítni bakarinn sagði ekki eitt einasta orð. Hann þvoði sér vandlega um hendurnar. Síðan setti hann upp langt, hvítt borð utan við tjaldið og fór að hnoða brauð; og alltaf komu börnin nær og nær til þess að athuga hvernig hann færi að þessu. Hann hnoðaði löng brauð og kringlótt brauð og pfnulítil rús.'nubrauð, flatkökur og laufabrauð með fallegum útskurði og alla vega skrítin brauð. Börnin fóru nú að hvíslast á. „Ég skal kaupa allra stærsta brauðið, sem til er,“ sagði allra stærsti drengurinn. „Mamma lofar mér að kaupa allt sem ég vil. Ég skal borða það allt einn. Það er ekki nema sjálfsagt, þegar ég hef keypt það fyrir mína pen- inga.“ „Það væri voða Ijótt af þér,“ sagði allra minnsta stúlkan. „Þú gætir heldur aldrei borðað svona stórt brauð einsamall." „Ef ég borga fyrir það, þá á ég það og ég skal éta það,“ sagði stærsti drengurinn, „og það þarf enginn að gefa öðrum með sér, nema hann langi til þess sjálfan." Litla stúlkan leit á hann alveg hissa, svo 6neri hún sér frá honum án þess að segja eitt einasta orð. „Ég á hérna einn eyri,“ sagði hún við lítinn, haltan dreng. „Við getum fengið pínulitla brauðið þarna fyrir hann og skipt því á milli okkar. Það eru rús- ínur í því, og það gerir ekkert til, þó að það sé svona lítið.“ „Nei, það gerir ekkert til,“ sagði litli drengurinn. Það hafði komið vatn i munninn á honum, þegar stóri drengurinn var að tala um stóra brauðið. „En þú skalt nú samt fá stærri part af því en ég>‘ bætti hann við. Nú skaraði litli bakarinn í eldinn og lét svo öll brauðin inn I ofninn. Þegar seinasta kakan var kom- in þar inn, slengdi hann aftur hurðinni; og það söng svo dátt í henni, að börnin fóru öll að hlæja. Litli, skrítni bakarinn kom nú út í dyrnar, rauður í framan frá eldinum og brosti út undir eyru og söng þessa vísu: Vel brennur glóðin, og vel gengur að baka. Inni er nú í ofninum mörg og falleg kaka. Ekki skal þær saka. Yfir þeim skal ég vaka. Sól á iðgræn engi skín. Út í leiki, börnin mín, komið þið svo bráðum öll til baka. Börnin hlupu nú út á leikvöll kát og hlæjandi- Við og við litu þau til baka til litla, skrítna bakar' ans, sem skaraði I eldinn og gætti að kökunum við bjarmann af glóðinni. Svo sungu þau öll sönginn hans. Vel brennur glóðin og vel gengur að baka. Þau fóru nú í síðastaleik úti á grænu engi, 6V° fóru þau í feluleik. Sum földu sig á bak við stein6 og önnur niðri í grænum lautum. Sum hlupu hein1 eftir aurum til þess að kaupa fyrir brauð af li*'3’ skrítna bakaranum, og önnur fóru að tína blóm- Þegar klukkutími var liðinn, kallaði litli bakarinn- Brauðin eru bökuð brennheitar kökur. Allt sem þið viljið ég óðara læt, en góðmennskan ein getur gert þau sset- 24

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.