Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1975, Side 17

Æskan - 01.10.1975, Side 17
Þríhjól g varð fimm ára þetta sumar. Það var voðalega gaman að vera svona lítill, maður gat verið úti og leikið sér allan lið- iangan daginn, þurfti hvorki að hugsa um skólabækur né annað Það er eldri krakkar þurftu, svo sem að laga til í herberginu eða fara út með ruslið. Samt fannst mér ég vera svo agalega stór, ég var hka nýbúinn að fá glænýtt þríhjól °g var geysilega montinn, þegar ég hjólaði á þv;, og það mátti sjá það á mér, því ég var svo sperrtur og beinn. Um þessar mundir var veðrið með besta móti, aldrei þessu vant. Sólin skein á himni og söngur smáfugl- anna fyllti loftin, grasið ilmaði sinni sérstöku lykt og meira að segja vinduri'nn var í verkfalli, því lognið var svo mikið að það bærðist ekki hár á höfði manns. Sagan sem ég ætla nú að segja frá skeði einmitt þegar ég var ný- búinn að fá þríhljóið mitt. Það var sinn daginn í góða veðrinu að ég og Kalli vinur minn ákváðum að fara í ferðalag, rétt eins og stóru krakkarnir, sem voru alltaf í hjól- reiðatúrum. Við áttum heima í Garðahreppi svo það var stutt að fara upp í sveit. Við lögðum af stað rétt eftir hádegismatinn og auðvitað á þríh'ólunum okkar. Á leið okkar upp Vífilsstaðaveg- >nn mættum við nokkrum bílum en enginn þeirra viriist taka eftir okk- °r þar sem við voru rennsveittir að erfiða við það að komast áfram á hjólunum okkar. Þetta ætlaði sann- arlega að ganga erfiðlegar en okk- ur hafði rennt í grun. Það voru sí- fellt að koma smáhallar þar sem erfitt var að hjóla upp. Fljótt skipast veður í lofti. Áður en við vissum af, var hann bæði farinn að blása og rigna, og við komnir alla leið upp í Heiðmörk. Kalla var ekki farið að lítast á blik- una og vildi fara heim, en ég var nú ekki aldeilis á því, heldur stakk upp á því að við hjóluðum út á veg- arkant og borðuðum nesti okkar, það var líka liðið að kaffitíma og bráðum höfðum við verið þrjá tíma á ferðalaginu. Kalli samþykkti það treglega, en settist þó niður hjá mér í rennvott lyngið. Við voru orðnir gegndrepa og ekki linnti regninu, heldur jókst það að mun og lamdi andlit okkar misk- unnarlaust. Við drógum nú upp úr vasa okkar tvær gómsætar kara- mellur og smjöttuðum á þeim eins lengi og þær entust í munninum. Þá settumst við á reiðskjótana aftur og héldum af stað. Við héldum ferð okkar áfram um stund en alltaf varð erfiðara og erf- iðara að hjóla, og að lokum stopp- aði Kalli, rak upp háorg og grenj- aði: „Ég vil fara heim til mömmu.“ Nú var ég í klípu, því að Kalli hélt áfram að grenja og rigningin áfram að rigna og það var óralangt heim, við sáum grilla í V.filsstaði í ógnar- fjarlægð. Kalli grenjaði enn hærra nú, og af því að þetta sýndist allt svo vonlaustog leiðinlegt, við blaut- ir og kaldir, þá fór ég að grenja líka. Þetta var nú þokkaleg uppákoma, við báðir hágrenjandi og sitjandi þríhjólum á miðjum veginum, enda fór það svo að næsti bíll, sem keyrði fram á okkur, snarstoppaði og öku- maðurinn, sem var miðaldra maður, hentist út úr bílnum og spurði hvort það hefði oröið slys, og hvort við værum meiddir. Svarið sem hann fékk, var há hrina sem þýddi: „Við viljum fara heim.“ Maðurinn snaraði þríhjólunum í skottið og setti okkur tvo í aftur- sætið, því næst keyrði hann okkur heim og sagði mæðrum okkar í hvernig ásigkomulagi hann hefði fundið okkur. Heldur voru nú mót- tökurnar kaldar þar, því að mæður okkar höfðu verið viti sínu fjær af ótta um okkur, og skömmuðu okk- ur sem von var fyrir prakkarastrik- ið. Ég var drifinn upp í rúm og er pabbi kom heim um kvöldið og fékk að heyra ferðasöguna, fékk ég skell á óæðri endann. í rúminu lá ég svo alla næstu viku með hita og kvef og það sama var að segja um Kalla. Það leið því langur tími þar til við fórum í næstu ferð á þríhjólunum okkar. En við höfðum lært okkar lexíu og hættum okkur eftir þetta aldrei lengra en svo, að til okkar sæist frá eldhúsgluggunum. Óskar Pálsson, Hagaflöt 2, Garðahreppi. Skrytlur. Kennari: Hvers vegna sagði Jósúa sólinni að standa kyrri? Óli: Ég hugsa, að hún hafi ekki gengið rétt eftir klukkunni hans. —o— Kennari: Hvernig stendur á því, að öll heimadæmin þín eru rétt? Kalli: Ég hugsa það sé af því, að hann pabbi er ekki heima. —o— Berti litli kemur heim úr skólanum með nýja bók undir handleggnum. „Þetta eru verðlaun, mamma," sagði hann hróðugur. „Verðlaun? Fyrir hvað?“ spurði móðirin. „Fyrir náttúrufræði. Kennarinn spurði mig hvað strúturinn hefði marga fætur, og ég sagði, að hann hefði þrjá.“ „En strúturinn hefur tvo fætur.“ „Ég veit það núna, mamma. En allir hinir krakkarnir sögðu, að hann hefði fjóra fætur, svo að ég komst næst því rétta. Það munaði ekki nema einum hjá mér.“ 15

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.