Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1975, Blaðsíða 43

Æskan - 01.10.1975, Blaðsíða 43
A laxveiðum Alli, Palli og Erlingur fóru á laxveiðar. Þeir köst- uðu út færum sínum og voru í miklum veiðihug. En þeir mösuðu svo mikið og hlógu, að þeir gættu þess ekki, að færin flæktust öll saman. Þegar þeir drógu færin upp, kom í Ijós að einn hafði veitt ál, annar hjól og sá þriðji gamlan skó. Næst ætla þeir að tala minna og hugsa meira um veiðiskapinn. Það er svo sem auðvelt að sjá það á myndinni, að færin eru öll í einni flækju. Viljið þið hjálpa þeim að finna, hvaða hlut hver þeirra fékk á öng- ulinn sinn? borgar, lofar að taka hann með fyrir þriggja dala targjald sem aukafarþega. Dótið hans er sett í poka og brátt leggur hánn af stað. Hans Christian kveður fóstra sinn. Hann snýr sér ennþá einu sinni við í dyrunum og lítur á dragkist- una með smáhlutunum á, myndirnar á veggnum og bókahilluna. Hann veifar til nágrannanna í kveðju- skyni og fer með móður sinni út fyrir borgarhliðið. Hann er niðursokkinn í hugsanir sínar. Ferðin til Kaupmannahafnar er löng, en nú er ævintýrið að byrja. Fyrst með póstvagninum, svo á skipi yfir Stóra- belti — aftur aka — og loks til Kaupmannahafnar. Hann tekur upp pyngju sína og lítur í hana — 13 ríkisdalir — af þeim á pósturinn að fá þrjá, svo eru tíu eftir. Ég kemst áfram! Ég þarf ekki mikið að borða. — Bara að ég komist í leikhúsið: Ég vil verða frægur! —En fyrst verður maður að ganga í gegnum svo bræðilega mikið illt, og svo verður maður frægur! Nú kemur amma á móti þeim. „Ó, guð minn góð- Ur. er strákurinn nú að fara!“ Þau nema staðar við borgarhliðið. Anna María stillir pokanum hans upp við vegginn. „Gleymdu nú ekki fötunum þínum í vagninum eða á skipinu, drengur minn.“ Hans Christian heyrir það ekki. Hann hefur fengið svo mörg góð ráð síðustu dagana, að hann er hætt- Ur að heyra þau. ..Þú ert svo fínn,“ segir amman, „en viltu nú ekki heldur vera hérna hjá okkur?“ „Nei, amma, ég ætla út I heiminn." Einn af kunningjum mömmu hans kemur til þess að kveðja drenginn. „Það verður dálítið einmana- legt hjá þér á eftir, Anna María,“ segir hún. „Ef það er honum fyrir bestu, þá sætti ég mig við það.“ Konan virðir hann fyrir sér. „Nógu fínn er hann! Hann er sjálfsagt í fermingarfötunum.“ „O, nei, það eru fötin hans pabba hans, sem ég bað saumakonuna að sníða upp handa honum fyrir lítið," segir Anna María. Amma horfir hreykin á drenginn, og segir: „Buxurnar eiga víst að vera utan yfir stígvélunum, en hann vill hafa þær niðri í þeim, svo að nýju stíg- vélin sjáist betur!“ „Hann kemst áfram,“ segir konan. „En ferðin hlýt- ur að vera dýr?“ „Við vorum svo heppin, að pósturinn tók hann með, gegn þriggja dala greiðslu, og hann hefur safnað 13 dölum sjálfur." „Hvaðan hefur hann fengið alla þessa peninga?" „Hann gekk með leikhúsauglýsingar um bæinn og hefur líka verið á leiksviðinu ( vetur. Hann getur ekki um annað hugsað en leiklistina.“ „Ojæja,“ segir konan. „Þeir tala ekki um annað í bænum en eiptóma leikara. Þeir eru víst skrítnir náungar og líkjast sjálfsagt ekki okkur hinum. — Nú, þú ætlar að sleppa honum frá þér, Anna María.“ „Já. Hans Christian hefur alltaf verið góður dreng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.