Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1978, Page 26

Æskan - 01.05.1978, Page 26
ANDRÉS ÖND BREYTIR Amma önd stöðvaöi skrítna, gamla bílinn sinn fyrir framan heima hjá Andrési. Andrés stóð úti á svölum og sagaði og smíðaði. — Góðan daginn, amma — velkomin!" hrópaði Andrés hrifinn. — Góðan daginn, Andrés minn. Hvað ertu að gera?" spurði Amma önd. — Ég er að breyta hjá mér. Komdu inn og ég skal sýna þér allt saman." Um leið og Amma önd fór fram hjá svalahandriðinu hringdi dyrabjallan, og Amma önd kipptist við. „Hvernig stendur á því, að dyrabjallan hringir, þegar ég stend hérna og hef ekki þrýst á hana?" spurði hún. „Það get ég sagt þér, Amma önd,“ sagði Andrés hrifinn. „Þú varst að fara fram hjá rafmagnsauga, sem er tengt dyrabjöllunni og hringir henni." „Furðulegt," tautaði Amma önd og gaut hornauga til þessa „nýtísku drasls". En nú fóru þau Andrés inn í stofu. „Sjáðu nýja, stóra sjónvarpið mitt, amma. Er það ekki fínt?" „Jú — en var það ekki voðalega dýrt?" spurði gamla Amma önd, sem var svo sparsöm og nýtin. „Jú, það var það, en ég seldi bókahillurnar og allar bækurnar, því að nú horfum við alltaf á sjónvarpið og megum alls ekki vera að því að hanga yfir skruddum. Komdu nú fram í eldhús!" Andrés benti á glæsilegan hvítan skáp í eldhúsinu. „Þetta er sambyggð þvottavél og uppþvottavél — og hérna er ísskápurinn. [ honum er sérstakt hólf fyrir kampavín — og líttu nú á eldavélina, Amma önd. Hún slekkur sjálf undir matnum, þegar hann er til." „Það var svei mér sniðugt!" sagði Amma önd. „Þá býðurðu mér kannski upp á kaffisopa?" „Gjarnan," sagði Andrés og kveikti á gljáandi nýrri kaffivél. „Þú verður líka að sjá olíukyndinguna," sagði Andrés og gekk að kjallaradyrunum. „En við verðum að hugsa um kaffið, mótmælti Amma önd. „Nei, nei,“ sagði Andrés. „Alls ekki. Vélin slekkursjálf á sér, þegar kaffið er til." Þegar þau voru búin að dást að kyndingunni, sagðl Andrés: „Það er aðeins eitt, sem skortir á að húsið mitt s® nýtískulegt og fullkomið og það er sorpkassi." „Það skil ég ekki," sagði Amma önd. „Það hlýtur að vera auðvelt að fá hann." „Já, en ég vil fá kassa, sem ekki þarf að tæma " kassa, sem eyðir ruslinu — og ég hef hvergi rekist á svoleiðis sorpkassa." „Kæri Andrés," sagði Amma önd, „ég á fullt af sv°' leiðis heima, og ég skal gjarnan gefa þér einn." „Það var fallega gert, amma," sagði Andrés, „en nU skulum við koma upp og fá okkur kaffi." Þegar þau komu upp í eldhús var kaffið löngu tilbui — og löngu orðið kalt. „Ja, það erágætt að eigasvona kaffivél," sagði Amma önd, „en mér finnst gamaldags, að hún skuli ekki ka|la og láta vita, þegar kaffið er til!" Andrés hló og sagði, að amma væri of stríðin, og sV° hituðu þau kaffið til að geta drukkið það — og fengu s®r smákökur með, en þær hafði Amma önd meðferðis 1 stórum poka. Á eftir fylgdi Andrés ömmu út að skrítna, gamla bíimJíT1 hennar og minnti hana á, að hún hefði lofað sér sorpeý01 Amma lofaði að koma með hann næsta morgun. Árla næsta morguns var hringt heima hjá Andrési, oð hann flýtti sér svo út til að opna, að hann hrasaði um verkfærakassann, sem hann hafði lagt frá sér fyrir innan útidyrnar. Það var Amma önd. „Góðan daginn, Andrés," sa9 hún, „hér kem ég með sorpeyðinn, sem ég lofaði þér. Andrés leit undrandi á hana, þegar hún sneri sér vl ' togaði þéttingsfast í leðurreim og sagði: „Komdu n^’ grasaskinn!" Andrés kom engu orði upp, en Amma önd brosti glað lega og sagði: „Hérna er ruslakvörn, sem tekur svo til allt og óta* markað af því — og sem eyðir sorpinu sjálf. Hún ge,ur sagt „öff" og snúið upp á rófuna og hún heitir Gríselda-

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.