Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1978, Page 42

Æskan - 01.05.1978, Page 42
37 Málmar. Einu sinni, þegar Jón var að leika sér úti, fann hann pening. Hann hljóp til.afa og spurði, hvort hann gæti ekki keypt sér skíði fyrir hann. „Þetta eru bara 5 aurar, og er lítið hægt að kaupa fyrir þá,“ sagði afi. Svo sagði afi, að í peningnum væri málmur, sem héti eir, og væri hann grafinn úr jörðinni. „Eru þá ekki fleiri málmar í jörðinni?“ spurði Jón. „Jú,“ sagði afi, „til dæmis gull, silfur og járn. Alla þessa málma notum við nokkuð, en þó járn mest. Stóru skipin eru úr járni. Gull og silf- ur eru dýrir málmar.“ 1. Hvað fann drengurinn? 2. Hvaðan koma málmamir? 3. Hvaða málm notum við mest? Heyskapur. Gunna og Sigga voru úti á túni að leika sér. „Við ,&-*■** k 'VA' Wjii skulum slá,“ sagði Sigga. „Já, og raka líka, sagði Gunna. „Við skulum sækja skæri og klippa grasið,“ sagði Sigga. „Og greiðuna hennar mömmu til að raka með,“ sag^1 Gunna. Og svo voru skærin og greiðan sott, og nú var byrjað á heyskapnum. En hann gekk seint. — Loksins náðu þær ofurlíti^1 tuggu í svunturnar sínar. En þá voru sk£flD orðin bitlaus og margar tennur brotnar uí greiðunni. „Eg held, að betra sé að nota orf og ljá, eins og pabbi gerir, og hrífu, eins og mamma gerir,“ sagði Sigga. 1. Hvað hétu telpumar? 2. Með hverju heyjuðu þær? 3. Hver töldu þær beztu verkfærin? BARNA- HJAL Sigga iitla átti heima á afskekktum bæ, og hún lék sér oft að því að vera gestur. Guðrún frænka hennar hafði dvalið þarna á heimilinu vikutíma í sumar- leyfi sínu. Daginn eftir að hún fór kemur Sigga til mömmu sinnar og er með brúðu og handtösku. Hún heilsar innilega og segir: Ég er Guðrún frænka, og ég ætla að vera vikutíma hérna hjá ykkur. — Vertu velkomin, segir mamma. En ekki vissi ég þaö fyrr að þú ættir barn. Ég hélt að þú værir ógift. — Ég gifti mig í gær og eignaðisj barnið sama daginn. Þá hafði ég nU nóg að gera. Helga var látin hátta klukkan 7 a® kvöldi og mamma bauð henni gð*a nótt. En klukkan tíu kemur Helga inn 1 stofu til mömmu. — Hvað er að sjá þig? sagð' mamma. Ertu ekki farin að sofa? Helga svarar með áherslu: — Það er ekki gott að sofa þegar hugsið er vakandi.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.