Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1978, Síða 45

Æskan - 01.05.1978, Síða 45
Asíu, næstum alls staðar í ÍEvrópu og hluta af N.-Ameríku. f Afríku þekkist hinn svonefndi hunangsgreifingi, sem dregur nafn sitt af því að hann lifir þar ákaflega mikið á hunangi. Asíu og hann er þekktur víða um N.-Ameríku. í Afríku lifir einnig hinn svonefndi hunangs-greifingi. Hann er mjög værukær að eðlisfari og vill lifa rólegu og hávaðalausu lífi. Hann grefur sér holu í út- jaðri skógarhæða. Á þeim eru 4—8 útgangar, flestir notaðir sem neyðarútgangar eða til þess að leiða inn loft. Hann heldur sig að mestu í holu sinni á daginn, en þegar rökkva tekur og á nóttunni fer hann af stað f leiðangra. Þó sést hann stundum á ferli aö degi til í einangruðum skógarbeltum þar sem hann telur sig alveg öruggan. Greifinginn er mjög snyrti- legur með sig og andstætt við mörg önnur dýr hefur hann mjög þrifalegt í híbýlum sínum. Hann liggur í dvala á veturna, en verður oft fyrir því sama og björninn, að vetrar- svefninn er truflaður. í febrúar og mars vaknar ' greifinginn úr vetrardvaianum til þess að leita sér að fæðu, sem er trjárætur og rottur. Á vorin er hann grindhoraður og varla nema bein og skinn, en síðast á haustin áður en hann leggst í dvala er hann orðinn sílspikaður. Skrýtlur. • ...... HVARUFA DYRIN? sem svo víða kemur fram í ævintýrum er sannleikur. Og þar sem úlfurinn heldur til finnst refurinn sjaldan, en þar sem úlfinum fækkar fjölgar réfunum. Það er talinn lélegur refur sem ekki hefur nema eina út- gönguleið úr greni sínu og refaholur eru oft mjög marg- brotnar að gerð. En þegar þannig er á refurinn ekki heiðurinn af því; hann grefur sér ekki sjálfur greni ef hann getur komist hjá því, en neyðist hann til þess leggur hann ekki mikið á sig við það. Hann notfærir sér einkum yfirgefin marðar-greni og sest jafnvel að í marðar-grenjum með íbúum þess. Raunveru- lega er hann ekki gefinn fyrir félagsskap, en leggur þó slíkt á sig fyrir gott húsnæði! Refurinn hefur lengst af átt nokkra samúð hjá mann- fólkinu þó að hann sé slæmur gestur í sauðfjárstofni þess, og í gömlum sögum um slægð hans og undirferli má oft marka nokkra aðdáun á þessum hrekkjalómi, sem þrátt fyrir að vera sjálfur heldur veikburða hefur tekist að beygja stærri dýr undir vilja sinn. Ef eiginleikar refsins eru yfirfærðir á manninn verða þeir ekki sérlega aðlaðandi, og má vísa til þess að „refur"

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.