Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1978, Side 14

Æskan - 01.10.1978, Side 14
..—■ ■ c ■ < c -n PRINSINNOG DREKINN Einu sinni var prins — einn af þessum sönnu prinsum. Þegar hann var fullþroska sagði kóngurinn, faðir hans við hann: ,,Nú er mál til komiö aö þú fáir þér prinsessu fyrir konu og það á þann hátt, sem sönnum prinsi sæmir. Farðu út í heiminn, þar finnur þú áreiðan- lega prinsessu, sem er í hættu stödd, hjálpaðu henni og fáðu hennar og meö henni hálft konungsríkið.“ Prinsinn sagði, að þetta hefði hann einmitt ætlað sér að gera. Lét hann söðla hvítan reiöskjóta sinn, gyrti sig gljáandi sverðinu og reið af stað út í heiminn. Þetta var í fornöld og þá var heimurinn fulluraf hræðilegum risum, vondum galdramönnum, nornum og glettnum dvergum, sem öll reyndu að ræna fögrum prinsessum og hafa á burt með sér. Það voru einnig uppi á þeim tímum hugdjarfir prinsar og í hvert sinn sem prinsinn fyrrnefndi heyrði um prinsessu, sem var í hættu stödd, fylgdi ætíð sögunni að ótal prinsar væru farnir af stað til að bjarga prinsessunni. Einu sinni þegar prinsinn reið í gegnum stóran skóg, hugsaði hann dapur um, hvernig hann ætti að lenda í sönnu ævintýri og geta bjargað prinsessu. Fann hann þá allt í einu jörðina titra undir fótum sér. „Skyldi þetta vera jarðskjálfti,“ hugsaði prinsinn. Hann skimaði í kringum sig og sá að það lagði gufu- strók og eldtungur út um klettaskoru þar í nánd. „Þetta verö ég að rannsaka," sagði hann og vatt sér úr söðlinum. Naum- ast var hann kominn af hestbaki, þegar hesturinn tók viðbragð og þaut í burtu. Prinsinn reyndi að kalla á hann, en það var til einskis. Með brugðnu sverði nálgaðist hann klettaskoruna og þar kom hann auga á gríðarstóran dreka, sem lá þar og spúði eldi og gufu út um nasa- holurnar. Drekinn hafði naumast litið á prinsinn, þegar hann sagði: „Góði prins, gerðu mér ekki mein! Ég er góður og meinlaus dreki, sem engum vill Illt gera. Ég vil einmitt hjálpa þér ef þú vilt lofa mér það." „Úr því að þú biður mig svona vel, skaltu halda lífi, en aðeins með því skilyrði, að þú hjálpir mér til að finna prinsessu, sem er í hættu stödd, til að ég geti bjargað henni og fengið hennar.“ „Ég er fús til þess,“ svaraði drekinn Elizabeth Taylor hefur ákveðið að gefa augnabanka augu sín, þegar hún deyr. Hún ákvað þetta eftir að hafa verið heiðursgestur á dansleik, sem haldinn var til styrktar augna- bankanum nýlega í Washington. Hún hefur þegar ritað undir skjal þess efnis, að bandaríski augnabankinn fái hin fjólubláu augu sín. Augu Liz eru talin einhver þau feg- urstu í manna minnum, svo að sjálf- sagt verður einhver feginn að hljóta þau, en vonandi verður það ekki á næstunni. Engir kettir hafa eins mikil svipbrigði og síamskettir. Það má sjá á þessum 7 vikna gömlu síamskettlingum að þeir eru ekki aðeins forvitnir heldur einnig djúpt hugsandi um það sem þeir sjá. og skreið alveg úr holu sinni, svo ® prinsinn gat séð hversu stor ^ hræðilegur hann var í rauninni- .. veit einmitt um prinsessu, s galdramaöur hefur rænt og lokað i í járnhöllinni handan við fjöllin > Enginn getur bjargað henni Þvl ^ leiðin liggur í gegnum eyðinnörk klettagil og að höllinni er aðeins hlið og það verður einungis opn með töfraorði.“ . , „Hvernig getum við þá k° þangað?“ spurði prinsinn, „aúk P er hesturinn minn strokinn.“ ^ „Það gerir ekkert,“ sagði 9 drekinn. „Þú getur farið á bak mif* haldið þér fast og svo skal ég ' með þig þangað." Prinsinn hugsaði sig ekki lenð1 urf.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.