Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1978, Page 49

Æskan - 01.10.1978, Page 49
HÚSGAGNASMIÐUR l^Þessa iðngrein er nú hægt aö læra í n nskólanum í Rvík eingöngu og þurfa ^ar þVf ekki aö k0mast á náms- nin9 hjá húsgagnasmíðameistara. ^^andinn, hvort sem er karl eða kona, , að hafa lokiö grunnskólanámi og ur inntökualdur er 15—16 ár. 'önskóla, sem hefst snemma i “Pternber, fer nemandinn í svokallaða ®'Önadeild. essi deild er fyrir þá sem hyggja á eöa störf í tréiönaði og skyldum 9rej num en helstar eru: húsasmíöi, hús- Srn. asrT1íði, húsgagnabólstrun, skipa- ' i> myndskurður og hljóöfærasmíöi. I ennslan er sameiginleg fyrir allar ynlr °9 skoöast sem undirbúningur jjn lr hverja þeirra sem er, en eiginlegt nam er ekki hafiö. Þeir sem ráöast í iönnám eftir þessa deild eiga rétt til styttingar á námstíma sínum sem nemur 12 mánuðum. Með verklegum æfingum og í formi fyrirlestra fá nemendur kennslu í með- ferö og viðhaldi handverkfæra og véla, yfirborösvinnu viðar og efnisfræði tré- iöna. Því næst fá þeir æfingu varöandi ýmsar samsetningaraðferðir og aö lokum smíöa þeir nokkur lítil húsgögn og aðra muni, svo sem þök og stiga í minnkuðum mælikvarða. Við verklegu kennsluna eru m.a. eftir- farandi atriði tekin fyrir: 1. Umgengni og þrifnaður á vinnustað, mikilvægi þess viö framkvæmd verks og til að koma í veg fyrir slys. 2. Kynning og meðferð algengustu handverkfæra. 3. Meðferð mæli-, merkingar- og stillingatækja. 4. Meðferð rafmagns-handverkfæra. Lögð er áhersla á að kynna öryggis- reglur svo sem jarðbindingu, raka- hættu o. fl. 5. Efnisval og niðursögun þess. Gerður er efnislisti eftir teikningu af ákveönum hlut. 6. Ýmsar samsetningaraðferðir eru kynntar og sýnt fram á mismun að- ferða við heil tré og plötuefni. 7. Lím, yfirborösvinna, svo sem bæsun, lökkun o. fl. og fúavarnir. 8. Vélar og vélanotkun. Nemendum eru kynntar hinar ýmsu vélar, uppbygg- ing þeirra og hirðing. Síöan fá þeir æfingu í notkun þeirra. Rík áhersla er lögð á að öll öryggistæki séu ávallt notuð. 9. Ýmsargerðirsteypumótaeru kynntar og nemendur fá æfingu í uppbygg- ingu þeirra eftir því sem aðstæður leyfa. Efnis- og tækjafræði: Kennslan fer fram bæði í bóknáms- og verknámstímum. Höfuðþættir hennar eru: 1. Líffræðilegir eiginleikar viðarins. 2. Skógarhögg, viðarvinnsla, rakamagn og þurrkun. 3. Flokkun hinna ýmsu viðartegunda í harðvið og mjúkvið og notagildi þeirra til hinna ýmsu verkefna, úti og inni. 4. Algengustu viðargallar og varnir gegn fúa og viöarætu. 5. Vinnsluaðferðir við framleiðsiu á spæni og mismunur á gæðum spóna eftir vinnsluaðferðum. 6. Fjallað er um hin ýmsu plötuefni, límtegundir, skrúfur, saum, lökk, bæs og fleira. 43

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.