Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1983, Qupperneq 7

Æskan - 01.02.1983, Qupperneq 7
lOfurlítið um Scimelágúst - Þú ert meiri hlaupagarpurinn, sagöi bóndinn að lokum. - Já, sagði Samelágúst og stóð á öndinni af mæði. Eitt langaði Samelágúst ákaflega mikið til að eignast. Hann langaði að eignast kanínur. Tvær hvítar, fallegar kanínur, karl og kerlingu. Þær áttu að verða fullorðnar og eignast unga, svo að enginn í Smálöndum ætti eins marg- ar kanínur. Hann óskaði þess svo heitt og innilega, að það var nærri merkilegt, að þær skyldu ekki spretta upp úr jörðinni fyrir framan hann. Samelágúst vissi, að hægt var að fá kanínur keyptar. Drengurinn hjá Jóhanni í Efrabæ hafði sagt honum, að kanínur væru til sölu í bæ einum í nágrannasókninni. En Þær kostuðu 25 aura hver. Tvær 50 aura - hvar átti Samelágúst að fá þá peninga? Hann langaði líka að eiga tunglið. Ekki var til neins að biðja pabba og mömmu um Peninga. Það voru engir peningar til á fátækum heimilum í Smálöndum á þeim tíma. Samelágúst bað guð á hverju kvöldi um hjálp. Hann gat sent til hans gjafmildan millj- ónera, en þeir ganga um með vasana fulla af peningum og svo týna þeir 25 aurum þar og 25 aurum hér. Guð sendi honum engan milljónera, en hann sendi honum Sörensen stórkaupmann. Síðdegis á laugardegi í júlí sat Samelágúst innan um gullmururnar á veg- brúninni og hugsaði um ekkert sérstakt. Jú, ef til vill hefur hann hugsað um kanínurnar, sem hann mundi aldrei fá, Því að það gerði hann oft. Þá heyrði hann, að hestvagn kom eftir veginum. Hann stökk á fætur til að opna hliðið. Þetta var eitt af þeim mörgu hliðum, sem voru I Smá- töndum áður fyrr, þegar fólki lá ekki neitt á og engir bílar voru komnir. Þarna kom Sörensen stórkaupmaður akandi í fína vagn- lr|um sínum ásamt ökumanni og hestunum Títus og Júlla fyrir. Stórkaupmaðurinn var þekktur maður í sveitinni. Hann átti stóra verslun í stöðvarbænum. Nú var hann á leið að heilsa upp á prestinn í Kirkjubæ. Hestarnir höfðu dregið vagninn upp allar brekkurnar og nú voru þeir komn- lr Þangað, sem Samelágúst átti heima. Héðan var sléttur Vegur til Kirkjubæjar, en með mörgum hliðum. Og hér við fyrsta hliðið stóð lítill, Ijóshærður drengur, hneigði sig kurteislega og hélt grindinni fastri. - Stórkaupmaðurinn hafði oft ekið þar um og vissi hvað það var óþægilegt fyrir ökumanninn að opna öll þessi hlið. Hann hallaði sér út úr vagninum og brosti til Samelágústs. ~ Heyrðu drengur, sagði hann. - Viltu aka með okkur ,ram að Kirkjubæ og opna hliðin fyrir okkur? Þú færð fimm aura fyrir hvert hlið. Samelágúst varð alveg undrandi. Fimm aura fyrir hvert dlið! Hvort hann vildi aka með þeím að Kirkjubæ? Já, hann skyldi aka með þeim heiminn á enda með þessum kjörum. Hann hoppaði upp í vagninn. Innst inni óttaðist hann, að ^aupmaðurinn mundi ekki standa við þetta tilboð. Hann 5a9ði þetta ef til vill í gamni. en það var þó alltaf gaman að aka í vagninum. Og það gat verið að kaupmaðurinn meinti það, sem hann sagði. Samelágúst opnaði hliðin alla leið til Kirkjubæjar, og var snar í snúningum. Hann reiknaði kaupið í huganum við hvert hlið. Alls voru hliðin þrettán á leiðinni - þrettán blessaðar grindur. - Jæja, sagði kaupmaðurinn, þegar þeir komu að Kirkjubæ. - Hvað áttu að fá mikið? Það verður þú að reikna sjálfur. En Samelágúst gat ekki fengið sig til að nefna þess háu upphæð. - Fimm sinnum þrettán, sagði kaupmaðurinn. - Hvað er það mikið? - Sextíu og fimm, hvíslaði Samelágúst, föiur og spenntur. Þetta var engin gamansemi. Sörensen kaupmaður tók upp budduna og úr henni bjartan fimmtiueyring, einn tíeyring og fimmeyring, og lét þá í lófann á Samelágúst. En hann hneigði sig djúpt og þakkaði fyrir. Og svo hljóp hann heim. Hann hljóp þess hálfu mílu í einum spretti og stökk yfir allar grindurnar. Aldrei höfðu léttari fætur stigið á þennan veg. Heima biðu bræður hans forvitnir. Þeir höfðu séð Samelágúst í vagni kaupmanns- ins. En sá, sem kemur hlaupandi eftir vegbrúninni, svo að svitinn bogar af honum, er ekki fátækur smálandadrengur, sem kallaður er Samelágúst. Nei! Þetta er ríkur maður, sem á mikið af peningum, kanínueigandinn Samelágúst, næstum stórkaupmaður. Ef hægt er að hugsa sér stór- kaupmann, sem hleypur svo hratt. Hvílík drýgindi, þegar bræður hans hópast í kringum hann og spyrja og spyrja. Hvílík hamingja að opna lófann og sýna þeim öll auðæfin. Snemma á sunnudagsmorguninn fór Samelágúst til að stofna til kanínubúskapar. Hann varð að ganga yfir eina mílu til bæjarins í nágrannasókninni, þar sem kanínur voru til sölu. Hann var svo ákafur að komast af stað, hann hlakkaði svo til að eignast kanínur, að hann gleymdi að hafa með sér nokkrar brauðsneiðar. 7

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.