Æskan - 01.02.1983, Qupperneq 12
Það var seinast í maímánuði í litla
bænum Alpenstein. Bændurnir voru
um það bil að byrja ferðir sínar upp í
engin hátt uppi í fjöllunum fyrir ofan
skógarbeltin. Á hverju ári gættu þeir
ánna í hinum fersku sumarbeiti-
löndum.
Karlmenn og drengir bjuggu í fjalla-
hlöðum og kofum þar til fyrsti snjór nýs
vetrar rak þá niður í dalina aftur.
Peter Clause hallaði sér að dyra-
stafnum. Faðir hans var önnum kafinn
við að búa um hveitið, sykurinn og
saltið sem þeir notuðu fyrir kvikfénað-
inn í sumarbústaðnum.
„Pabbi?“
„Hvað er það Pétur?“
„í hvaða böggul á ég að láta máln-
ingardótið mitt?“
Pabbi hans Péturs hætti að vinna og
leit á son sinn.
„Við erum bændur - ekki listamenn"
sagði hann hljóðiega.
„Ég elska bæði störfin," svaraði Pétur,
„bæði að mála og eins sveitastörfin."
Faðir hans strauk höfuðið. „Þú getur
notað pokann þarna við eldavélina.
Ég sé ekki hvort sem er hvernig þú
mundir hafa tíma til listmálunar. Núna
er ég til dæmis að undirbúa störfin á
morgun.
Það var margt sem Pétur langaði að
mála - grænu engin þakin bláum og
gulum villtum blómum, snjóugir tindar
fjallanna - litlu ostahreysin.
Hann leit upp fjöllin hálf hulin
fjallalæðunni og teygaði fjallaloftið,
fjallatindarnir trónuðu yfir smáþorp-
unum.
„Ég skal finna ráð,“ sagði hann við
sjálfan sig. Ég er sterkur og get unnið
starf mitt og málað myndir mínar. Það
verður að vera tími fyrir hvorttveggja.
Hið langa harða klifur byrjaði
snemma næsta morgun. Hljómur kúa-
bjallanna og köll manna og drengja
hljómuðu í loftinu. Flokkurinn hélt nú í
fylkingu einn af öðrum upp af slóðan-
um sem lá frá þorpinu upp gegnum
skógarslóðana upp háu fjallaskörðin.
Og eftir því sem þeir nálguðust býlið
óx spenningur Péturs.
„Þarna er það,“ hrópaði hann þar sem
hann tróð sér á milli kúnna og geitanna
sem höfðu farið þetta langa ferðalag
með þeim.
„Allt er í lagi! Pabbi horfðu á fjalla-
tindana sem Ijóma af seinustu geislum
sólarinnar. Er ekki fallegt hérna uppi?“
Faðir hans svaraði hugsandi „Já,
það er gott að vera kominn. En nú
verðum við að koma skepnunum fyrir
undir nóttina. Það er mikið að gera.“
Pétur vann mikið á sumarbýlinu frá
því sólin reis þar til hún hvarf bak við
fjallatindana í fjarska.
Á hverju kvöldi þegar faðir hans lá
sofandi á heyloftinu þá kom Pétur
varkár með litatúbur sínar og pensla.
Og í mildu kertaljósi málaði hann þar til
hann gat ekki lengur haldið sér vak-
andi.
Og með tímanum varð hann þreytu-
legur af langvarandi svefnleysi. Morg-
un einn átti faðir hans í erfiðleikum
með að vekja hann. „Pétur vaknaðu,
klukkan er orðin fimrn!"
„Ég kem,“ muldraði Pétur syfjulega.
Hann burstaði heyið úr hári sínu og
fötum og skreið niður stigann af hey-
loftinu.
Eftir að hann hafði kveikt eld þá hellti
hann kaffi og mjólk í stóran pott. Og á
meðan það hitnaði, tók hann fram
ost og brauð og lagði það á borðið.
Meðan þeir neyttu morgunverðar
fylgdist faðir Péturs með honum.
„Kannski ættir þú að fara aftur niður í
dalinn," sagði hann lágum rómi.
Utan við sig af orðum pabba síns
grét Pétur mikið, „Ó, leyfðu mér að
vera kyrr. Ég elska að vera hér,“ sagði
hann.
12