Æskan - 01.02.1983, Síða 19
honum skiljanlegt, að hann þyrfti ekkert illt að óttast af
minni hendi. Þá litaðist ég um og sá, að villimaðurinn, sem
ég hafði slegið til jarðar með byssuskeftinu, var farinn að
rísa upp; hann hafði aðeins fallið í rot. Ég benti villimannin-
um mínum á þetta og talaði hann þá einhver orð, sem ég,
eins og að líkindum ræður, alls ekki skildi.
Þetta voru nú eftir tuttugu og fimm ára tíma fyrstu orðin,
sem ég heyrði af mannlegum vörum. Áhrifin, sem þau
höfðu á mig, voru óumræðileg. Ég hefði getað faðmað
villimanninn að mér. En vel má vera, að það hefði orðið
honum meira hræðsluefni en allt annað.
Nú tók ég til byssu minnar og ætlaði að skjóta villimann-
lr|n, er þegar var risinn upp til hálfs, þá benti líknarmaður
minn á korða minn og gerði mér skiljanlegt með bending-
um, að hann vildi, að ég léði sér hann. Ég lét fúslega að
°sk hans. Rauk hann þá óðara á fjandmann sinn og skildi
höfuðið frá bolnum í einu höggi. Kom hann síðan til mín aftur
hoppandi og hlæjandi með korðann i annarri hendi, en
höfuð hins drepna í hinni, og lagði fyrir fætur mér bæði
korðann og höfuðið.
Eg lét hann skilja á mér, að ég vildi að hann fylgdist með
mér. Hann svaraði mér með bendingum, að brýn nauðsyn
éæri til að grafa fyrst hina dauðu, svo hinir fyndu þá ekki.
Eg kinkaði kolli til samþykkis og gróf hann þá með miklum
hraða gryfju í sandinn og gróf þar líkin. Ég fór með hann
mn í hellisskúta minn og gaf honum til hressingar brauð,
vinþrúgur og vatn, og með því ég sá, að hann var
dauðþreyttur af flóttahum þá benti ég honum á hálmbing
einn og gaf honum í skyn, að þar ætti hann að hvílast og
sofa úr sér þreytuna.
þegar hann hafði matast, lagðist hann til hvíldar og
sofnaði þegar. Eins og móðir horfir á barn sitt sofandi, eins
horfði ég á Frjádag minn eða Föstudag, því það nafn gaf ég
honum þegar eftir deginum, er ég frelsaði hann úr óvina
höndum og gerði hann að mínum manni.
Hann var vel vaxið ungmenni, á að geta tuttugu og fimm
Þá sá ég allt í einu spor í sandinum eftir beran mannsfót.
ára. Andlitsskapnaður hans var fríður og karlmannlegur um
leið og alls ekki villimannslegur. Þegar hann brosti, þá
skein af svipnum einhvers konar blíða, og helst þá líking,
sem Evrópumönnum er eiginleg. Hann var móbrúnn á
hörund og litarhátturinn fremur geðslegur; hárið var ekki
hrokkið og ullarkennt, heldur sítt og hrynjandi, andlitið
kringluleitt, ennið hátt og augun fjörleg, munnurinn fallega
legaður og tennurnar svo skínandi hvítar, sem væru þær úr
fílabeini.
Næst: Frjádagur.
Um síðustu áramót munu hafa verið
starfandi um 100 refabú á landinu og
fjölgaði þeim um 70 á síðastliðnu ári.
Ástæðan fyrir því að bændur leggja
næstum einvörðungu áhersu á refa-
rækt er sú að minkastofninn sem fyrir
er í landinu er sýktur og þarf því að
skera hann niður. íslensku refaskinnin
hafa reynst fyllilega samkeppnisfær við
skinn erlendis frá og eru þau bæði stór
og falleg. Bædur gera sér miklar vonir
varðandi þessa nýju búgrein. Það er
fleira en refurinn sem hefur freistað
bænda, því nú er vaknaður mikill áhugi
á ræktun á angórakanínum og eru nú
um 10 bændur víðsvegar á landinu
með kanínurækt á tilraunastigi.
19